Vera - 01.02.1997, Page 14
ERU LÁGU LAUNIN
NÁTTÚRULÖGMÁL?
hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar við Ár-
skóga í Breiðholti þar sem verða yfir 70
hjúkrunarrými. Þetta heimili verður tekið í
notkun T april og mun leysa nokkurn vanda.”
Láglaunafólk á
inni leiðréttingu
Það var á svolítið sér-
stakan hátt sem Guðrún
Kr. Óladóttir tengdist
Starfsmannafélaginu
Sókn. Þegar hún vann á
launaskrifstofu Borgar-
spítalans þurfti hún að
kynna sér samninga fé-
lagsins ítarlega og sat
seinna á samningafundum á vegum borgar-
innar þegar samið var við Sókn. Einhverju
sinni lenti hún í útistöðum við Sóknarkonur
vegna launaútreiknings en þær höfðu mis-
skilið samninginn og töldu sig vera hlunn-
farnar. Þá varð Guðrún reið, fór niður á skrif-
stofu Sóknar við Freyjugötu og spuröi hvort
þær gætu ekki kynnt samningana betur fyr-
irfélagskonum. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir,
þáverandi formaður félagsins, heyrði í Guð-
rúnu og bauð henni inn til sín. Þær urðu
miklar vinkonur og þegar Guðrún sagði upþ
hjá borginni árið 1986 bauð Aðalheiður
henni að gerast skrifstofustjóri hjá Sókn.
Hún gegnir því starfi enn og hefur auk þess
verið váraformaður félagsins síðan 1987.
Guðrúi> tók þátt T stofnun Samtaka
kvenn§/á vinnumarkaði í byrjun árs 1984 og
var í forystu þeirra. Eitt af markmiðum SKV
var að efla konur í verkalýðshreyfingunni og
má segja að Guðrún sé dæmi um að það
hafi tekist. Á sTðasta ASÍ þingi fékk hún flest
atkvæði við kjör til miðstjórnar sem sýnir
hve mikillar virðingar hún nýtur innan hreyf-
ingarinnar. En hvað finnst henni um stöðu
kvenna innan verkalýðshreyfingarinnar?
„Staða kvenna innan hreyfingarinnar er
slæm og þar hefur lítið þokast. Laun karla
eru hærri en kvenna, hvað sem öllum lögum
um launajafnrétti ITður,
og T stjórnum blandaðra
félaga eru karlar í meiri-
hluta. Sú staðreynd að
flestar konur búa við tvö-
falt vinnuálag hefur áhrif
á félagsþátttöku þeirra.
Þó að konur séu meira
en helmingur félaga T ASÍ
eru aðeins sjö konurí 21
manna miðstjórn sam-
takanna. Af Sókn er það
að segja að karlmönnum hefur farið fjölg-
andi, eru um 10% félagsmanna, og einn
karlmaður situr í stjórn félagsins. Karlmenn
voru aðallega í umönnunarstörfum en nú er
þá alls staðar að finna - í eldhúsum, við
ræstingar, inni á leikskólum og í heimaþjón-
ustu."
Þegar Guðrún er þeðin að horfa fram á
veginn og spá þvT hvernig hægt sé að kom-
ast upp úr þeim hjólförum sem launamálin
hafa verið í, tekur hún fram rauða bók sem
ber heitið Til framtíðar, drög að stefnu og
starfsáætlun ASÍ1996 til 2000. Við samn-
ingu ritsins var Guðrún formaður I nefnd
sem bar heitið Launamaðurinn, fjölskyldan
og vinnumarkaðurinn og þar er lagt til að gerð
verði einskonar þjóðarsátttil næstu fimm ára
um að launafólk hér á landi nái sambærileg-
um kjörum ogí nágrannalöndunum.
„Það var gerð þjóðarsátt um að ná niður
verðbólgu og þegar það hafði tekist voru
æðstu embættismönnum þjóðarinnar
skammtaðar ómældar launahækkanir. Eina
leiðin til þess að ná okkur upp úr þessum
hjólförum er að standa við loforðin gagnvart
launafólki svo þaö fái einnig notið afrakst-
urs batnandi stöðu. Hvernig viljum við
standa við þau loforð? Það þarf að gera með
annarri þjóðarsátt. Láglaunafólk lagði mikið
á sig til þess að ná verðbólgunni niður og á
rétt á leiðréttingu launa sinna,” segir Guð-
rún meö áherslu en bætir við að þvT miður
gangi erfiölega að ná fram leiðréttingu fyrir
þá lægstlaunuöu því miðjuhóparnir, og fólk
með þaðan af hærri tekjur, telji sig hafa gefið
svo mikið eftir í þjóðarsáttinni að það er ekki
tilbúið að gefa neitt eftir af sínum kröfum.
Guðrún bendir á að við þá hagræðingu T
rekstri, sem víða hefur verið unnið að í
einka- og rikisreknum fýrirtækjum, hafi
launafólk einnig lagt hönd á plóg án þess að
njóta afrakstursins. „í gæðastjórnun felst
að umbuna skuli starfsfólki þegar vel hefur
gengið, en hér á landi skortir á að þeirri
reglu sé framfylgt, m.a. á sjúkrahúsum. Það
er einnig vandamál hér hvað mörg einkafyr-
irtæki reyna að komast hjá því í lengstu lög
aö borga skatta; fara frekar út í offjárfesting-
ar heldur en að greiða til samfélagsins, og
oft er rekstur heilu fjölskyldnanna skráður á
fyrirtækin. Við erum 10 til 20 árum á eftir
öðrum þjóðum í hugsunarhætti að þessu
leyti. Hér er ekkert fylgst með því hvort
greiðslur fólks til samfélagsins séu í sam-
ræmi við lífsstandardinn, eins og gert er I
öðrum löndum, m.a. í Bandaríkjunum. Ég
veit að bæjarfulltrúar í Keflavík, sem jafn-
framt eru forystumenn í verkalýðshreyfing-
unni, hafa borið saman uppgefnar tekjur og
húsa- og bílaeign í bænum og komust að því
að margir kaupmenn, sem virtust lifa góðu
lífi, hefðu átt að vera á framfæri félagsmála-
stofnana ef farið væri eftir skattframtölum
þeirra,” sagði Guðrún að lokum og Vera
hvetur hana til áframhaldandi haráttu.
E.Þ.
Hér er ekkert fylgst
meö því hvort
greiöslur fólks til
samfélagsins séu i
samræmi við lífs-
standardinn
Hvað vill Kvennalistinn?
Kvennalistinn hefur frá upþhafi barist fyrir • að dagvinnulaun dugi til framfærslu, að tekjuháir beri hærri skatta,
hækkun lægstu launa og lét það t.d. verða • að tekið verði tillit til framfærslu barna • fella niður viröisaukaskatt á matvælum,
að úrslitaatriði í viðræðum um með hærri barnabótum eða sérstökum Einnig segir í stefnuskránni:
ríkisstjórnarmyndun árið 1987. 1 stefnuskrá persónuafslætti barna, „Kvennalistinn er stjórnmálaafl sem vill
Kvennalistans frá 1995 er m.a. þetta að • að meðlag samsvari hálfum breyta samfélaginu og setja mannréttindi og
finna um launa-, kjara- og skattamál: framfærslukostnaði barns eins og hann er samábyrgð T öndvegi. Kvennalistinn vill nýta
metinn á hverjum tTma, reynslu og krafta kvenna til jafns við karla í
Kvennalistinn vill: • vinna að endurskoðun skattkerfisins þágu samfélagsins alls ogjafnframt að
• að launakjör kvennastétta verði stórbætt þannig að litið verði á konur sem konur og karlar deili sem jafnast með sér
með því að óheimilt sé að greiða laun efnahagslega sjálfstæða einstaklinga, ábyrgð í einkalífi. Kvennalistinn vill samfélag
undir nauðþurftarmörkum, • hækka persónuafslátt og miða þar sem kvenfrelsi ríkir og telur það algjört
• að gert verði ókynbundið starfsmat með það skattleysismörk við framfærslukostnað, forgangsatriði að tryggja efnahagslegt
að markmiði aðjafna launamun kynjanna, • að tekjuskattsþrep verði a.m.k. tvö þannig sjálfstæði kvenna."