Vera


Vera - 01.02.1997, Page 15

Vera - 01.02.1997, Page 15
E R U LÁGU LAUNIN NÁTTÚRULÖGMÁL? skattkerfmu! eftir Helgu Garðarsdóttur Breytum Flest erum viö sammála um að efnahagslegt sjálfstæði sé sjálfsagður réttur vinnandi fólks og grundvöllur þess að það fái notið sín í samfélaginu. Okkur greinir hins vegar á um leiðir að því marki. Eg er sannfærð um að efnahags- legt sjálfstæði margra verði ekki tryggt nema gerðar verði róttækar breytingar á skatt-, bóta- og launakerfinu. Hvert og eitt þessara kerfa er komið í öngstræti og ógerningur að lappa upp á þau. Það dugir því ekkert minna en að bylta þeim. Þaö sem ég legg hér til eru hugmyndir mín- ar og annarra; hugmyndir sem ýmsir skyn- samir menn hafa viöraö í ræöu og riti síö- ustu ár, en náð eyrum fárra enn sem komið er, og er þaö miður fyrir þjóöina. Afleiðingar láglaunastefnu Síðustu ár hefur þaö verið staðfest ár eftir ár aö aðeins 1/3 hluti framteljenda greiöir tekjuskatt þegar bætur hafa verið dregnar frá. Þessi staðreynd ein á aö nægja fólki til aö sjá og viðurkenna aö snúa verður blaöinu við. Því rétt eins og fólki er nauðsynlegt aö ná endum saman er það ríkissjóöi nauðsyn- legt aö fá rekstrarfé. En til þess að þaö megi veröa verður að gera fólkinu (eins og fyrir- tækjunum) kleift aö greiöa skatt af tekjum sínum. M.ö.o. þá veröur að hækka laun margra umtalsvert og þaö strax en ekki í áföngum fram eftir næstu öld. í Ijósi kjarasamninga undanfarinna ára er full ástæða til aö draga þá ályktun að marg- ir hafi gefist upp T baráttunni fyrir því að full- vinnandi fólk framfleyti sér af launum sín- um. Kjarasamninga eftir kjarasamninga er hluta málsins vísað til ríkisvaldsins. Samn- ingsaðilar ná samkomulagi um fáránlega iitla hækkun á kauptöxtum og læöast síðan, með hjálp rikisvaldsins, í vasa skattgreið- enda eftir bótum til handa sumu launafólki en skilja annað eftir með sultarlaunin ein. Það er með ólíkindum hve lengi þessi hringavitleysa hefur gengiö. Því aö sjálf- sögðu eru laun greiðsla launagreiðanda fyr- ir vinnu launamanns og kjarasamningar eiga að vera um laun, svo og um réttindi og skyld- ur launafólks og launagreiðenda, en ekki millifærslur rikisvaldsins. Skömmu áður en gildistími kjarasamn- inga rennur út sameinast menn um að leggja áherslu á mikilvægi þess að lægstu launin verði hækkuð án þess að sú hækkun gangi upp all- an launastigann. Þetta lætur alltaf jafnvel í eyrum en vekur með hverju árinu upp æ fleiri spurningar. í fyrsta lagi er viðfangsefnið aldrei skilgreint; Hvar enda t.d. lægstu launin og hvar taka annars konar laun við? Ég held að öllum megi vera Ijóst að þetta verður aldrei að veruleika nema jafnframt komi til breytingar á skatt- og bóta- kerfinu. Samkvæmt upplýsing- um frá embætti ríkisskatt- stjóra námu bætur ríkis- sjóðs árið 1996, bætur sem eru sendar m.a. fullvinnandi fólki, rúmum 8 milljöröum kr. Vaxtabætur voru rúmir 3,3 milljarðar, barnabætur rúmir 2,6 milljarðar og barna- bótaauki rúmur 2,1 milljarður kr. Það er við- eigandi aö geta þess hér að árið 1996 varð ríkissjóður af um 1,5 milljarði kr. vegna sér- staks skattafsláttar sjómanna. Ég tel það ekki óviðeigandi að líta á milljarðana átta sem viðurkenningu ríkisvaldsins á því að laun margra eru úr takt við framfærslukostn- að og því má kalla þá uppþót á lág laun. Fram hjá stöðu annarra þjóðfélagsþegna er ekki hægt að líta öllu lengur, en þeir ku vera orðnir nokkuð margir sem eru ofmetnir í launum. Nýlega birti Félagsvísindastofnun Há- skóla íslands niðurstöður úr samnorrænni lífskjarakönnun. Könnunin leiddi í Ijós að Sigurlaun hefur 60 þúsund krónur á mánuði (árstekjur hennar eru lægri en mánaðarlaun meðalforstjóra) en hún borgar samt skatt I núverandi kerfi. Ef skattkerfinu yrði breytt myndu skattgreiðsiur Magnferðs líka lækka.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.