Vera


Vera - 01.02.1997, Side 26

Vera - 01.02.1997, Side 26
En það skýrir ekki hvers vegna við erum með færri kvenkyns stjórnendur í embættiskerfinu, í fyrirtækjum og fjár- málum. „Það tekur engin kona að sér krefjandi ábyrgðarstöðu án þess að hafa mjög gott stuðningsnet. Net sem byggist á fjölskyldu, vinahópi og pólitískum samherjum. Kannski vantar oftast mest upp á stuðning pólitísku samherjanna. Ég segi oft að það sé mikið til af ofmetn- um karlmönnnum í pólitík og embættisstörf- um, en svo er mikið til af konum sem eru vanmetnar - og sem vanmeta sig sjálfar. Ég Konum hefur fjölgað mjög í borgarkerfinu frá því Ingibjörg Sólrún og aðstoðarkona hennar, Kristín A. Árnadóttir, komu til starfa en þá sáu eingöngu karlmenn um undirbúning borgarráðsfunda og annað slíkt. hef kynnst fjölda kvenna sem starfa í stjórn- sýslunni og veit að þar eru margar mjög hæf- ar konur sem hafa sig ekki mikið í frammi.” Þú talar um konur sem vanmeta sig sjálfar. Eitt af því sem ég hef tekið eft- ir í gegnum árin er einmitt að sjálfsmat íslenskra kvenna sé fremur lélegt. Hvers vegna? „Flestar hverjar eru ekkert aldar upp í því að eiga aö vera einhvers staðar á oddinum - og það er ekkert í samfélagsgerðinni sem ýtir undir að þær sækist eftir því. Þær veröa að gera það sjálfar. Það er meðal annars þess vegna sem er svo mikilvægt að fjölga þeim í stjórnunarstöðum borgar og ríkis. Mér er mjög minnisstætt nokkuð sem séra Auður Eir sagði einu sinni: „Sterk vinátta sterkra kvenna breytir heiminum." Þaö er svo mikiö til í þessu. Konur eru oft sakaðar um að láta tilfinningarnar ráöa en í mínum huga eru tilfinningar og skynsemi ekki andstæður, enda eru tilfinningar oft mjög skynsamlegar. Það er hins vegar at- hyglisvert hvaö konur geta verið harðar af sér þegar á þarf að halda. Ég hef fengiö margar staðfestingar á því að sem sameinað afl geta þær raunverulega breytt heiminum. Ég held að það vinni líka með konum hvaö þær eiga auðvelt með að aðlagast breyting- um. Þær eru svo vanar að takast á við breyt- ingar I lífi sínu - sem tengjast fjölskyldu og börnum - án þess aö líta á þær sem eitthvað ógnandi. Breytingar eru lífsins gangur." Nú hafa veriö uppi umræður um sam- einingu félagshyggjuflokkanna fyrir næstu þingkosningar með Reykjavíkur- listann sem fyrirmynd. Hver er þín af- staða í því máli? „Ég vil ekki draga samasem merki milli sveitarstjórnar- og landsmála. Bæði er að málin eru svo eðlisólík og það er meiri hefð fyrir því í sveitarstjórnum að menn myndi alls konar bandalög. Mér finnst ekkert endi- lega að Reykjavíkurlistinn sé eitthvert mód- el á landsvísu og varhugavert aö tengja þetta tvennt saman. Bara þessi sögulega hefö hér í Reykjavík; annars vegar Sjálf- stæðisflokkur og hins vegar allir hinir flokk- arnir, hefur þrýst fólki saman og búið til lín- una í Reykjavíkurlistann.” Sem fyrr segir, lá leið Ingibjargar Sólrún- ar í gegnum Kvennaframboðið og Kvenna- listann. Eitt af markmiðum Kvennalistans var að fjölga konum í stjórnmálum og emb- ættisstörfum. Fylgi hans hefur verið upp og niður og þær raddir hafa heyrst að konum hafi lítið sem ekkert fjölgað á þessum stöð- um; því hafi tilraunin mistekist, Kvennalist- inn sé búinn að vera og ætti að leggja sjálf- an sig niður. Þessar raddir hafa litið framhjá því að Kvennalistinn hefur haft fleiri markmið - og vald- ið mikilli hugarfarsbreytingu meðal íslenskra kvenna frá þvT hann tók til starfa, jafnvel þótt sú hugarfars- breyting hafi ekki endilega skilað sérTfylgi á kjördegi. En er Kvenna- listinn úreltur? „Það má alveg heimfæra allt sem sagt er um Kvennalistann upp á aðra flokka. Það á enginn þeirra sjálfskipað erindi í íslenskri pólitík. Sumir þeirra voru stofnaðir uþþ úr aldamótum og ég er hrædd um að þeir ættu lítið erindi við okkur í dag ef þeir endurskoðuðu sig ekki jafnt og þétt. Þaö þurfa allir flokkar að endurskoða sig og endurmeta hlutverk sitt, stöðu og markmið. Kvennalistinn er hluti af kvennahreyfingunni. Það er hættu- legt þegar kvennahreyfingin fer að krefjast þess að eitthvað sem varð til til þess að ýta á þróun í málefnum kvenna, þurfi alltaf að vera til. Formið sem kvennahreyfingin tekur sér er ekki heilagt, en kvennahreyfingin þarf að halda áfram. Hlutirnir eru svo fljótir að falia til baka og við veröum að hafa vara á okkur. Staöa kvenna verður aldrei lagfærð í eitt skipti fýrir öll. Þaö þarf alltaf að halda mál- efnum kvennahreyfingarinnar vakandi og fá nýjar kynslóðir til að uppgötva þau á eigin forsendum, móta þau í eigin mynd og halda þróuninni áfram. Hér á landi var mjög mikil hugmyndaum- ræða og gróska í kvennahreyfingunni fýrir tíu árum. Hún er mun minni núna. Hins vegar er meira verið að huga að praktískum málum. En það er mikið atriði að hugmyndaumræðan sé vakandi því það er hún sem kveikir í fólki. Mér finnst líka að Háskólinn eigi að vera meiri drifkraftur T pólitískri og hugmyndalegri

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.