Vera


Vera - 01.02.1997, Síða 28

Vera - 01.02.1997, Síða 28
alla kökuna, bara eina sneiö; ef þau gætu tekið eitt og eitt námskeiö sem gæfi þeim afmörkuö réttindi og sem þau gætu síðan sí- fellt prjónaö viö þegar þau eru tilþúin til þess. Það rekst hins vegar hvað á annars horn, því faghópar reyna aö standa vörö um réttindi sín eins og aukin ásókn í löggildingu starfsheita ber meö sér. Ástæðan fyrir mik- illi uppbygginu bóknáms er sú að þaö er miklu ódýrara heldur en verknámið.” Nú, þegar grunnskólinn hefur veriö fluttur frá ríki til sveitarfélaga, ætti aö vera hægt aö breyta þessu. „Já, en það tekur langan tíma, eins og meö allar rótgrónar stofnanir.” Hvaöa breytingar vildir þú helst sjá? „Aö skólinn væri betur í stakk búinn aö sinna þessum einstaklingsbundnu þörfum. Að hann geti uppfyllt þá lagaskyldu grunn- skólalaga aö uppfylla þarfir einstaklinga, viðurkenna styrkleika og veikleika og aö menn viðurkenni þetta allt sem gott oggilt.” „Ungar, menntunarlausar mæöur þurfa aö fá starfsmenntun," segir borgarstjóri sem hér skoöar listsýningu ungs fólks í Ráöhúsinu. En fyrst viö erum farnar aö tala um skólastarfiö, þá er stór meirihluti kenn- ara í dag kvenkyns. Er þaö æskilegt? „Nei, það er ekki kostur aö nær einvörð- ungu konur sinni kennslustarfi. Það er eng- in kvennapólitík í því. Börn þurfa fyrirmyndir af báðum kynjum. Égheld að meirajafnvægi næðist í skólastarfinu með því. Það er búið að gera mælingar á þeirri at- hygli sem stelpur og strákar fá í skólastof- unni. Strákarnir fá meiri athygli og meiri við- brögö frá kennaranum, en það er ekki magnið heldur gæðin sem málið snýst um. Mikið af þessari athygli snýst um að fá strákana til að vera til friðs. Stelpurnar eru jafnvel látnar í það aö sjá til þess aö strák- arnir séu til friös. Það er þetta sem Margrét Pála hefur ver- ið að tala um; strákarnir fá athygli á kostn- að stelþnanna. Sem betur fer eru foreldr- ar að gera sér greinfyrirþessu og famir að vera virkari í skólastarfinu. Sem foreldrar berum við frum- ábyrgð á börn- unum okkar oggetum ekki ætlasttil þess aö skólinn sjái um allt; aö kenna þeim kurteisi, framkomu og mannleg samskipti. Viö getum ekki bara afhent börnin við skóladyrnar og ætlast til að skólinn komi þeim til manns.” Sem leiöir hugann aö öðru máli; ástand- inu í miðborg Reykjavíkur um helgamætur. „Það varð mikil breyting á því ástandi fyrir tveimur árum. Þá fór í gang samstillt átak borgar, yfirvalda ogforeldra um að fjarlægja börn undir sextán ára aldri úr miðborginni. Reglur eru reglur og eftir þeim á að fara. En þetta hefði aldrei gerst ef frumkvæði for- eldra hefði ekki notið við. Hins vegar eru þar ennþá krakkar frá 16-18 ára en það er vandamál sem yfirvöld geta ekki ráðið við ef ekki er stuðningur frá foreldrum. Þessum krökkum er alls staðar úthýst. Þau geta ekki farið inn á kaffihús eftir klukk- an átta á kvöldin vegna þess að þá breytast kaffihúsin í vínveitingahús. Krakkarnir eiga því í mjögfá hús að venda. Að vísu hefur orð- ið einhver breyting á þessu með Hinu hús- inu því þangað kemur alveg ótrúlegur fjöldi. Það er hins vegar ekkert I lagi að 16-17 ára krakkar séu úti á nóttunni til klukkan fjögur eða fimm og það niðri t miðbæ. Strangt til tekið mega þau vera úti og yfirvöld eða lög- regla geta ekkert gert. Þetta er hins vegar spurning um skilaboðin sem krakkarnir fá að heiman: Er þetta allt í lagi? Ég held að inn í þetta hjá okkur spili sjálf- ræðisaldur. Hann er of lágur. Krakkarnir eru sjálfráða sextán ára, samkvæmt lögum, en ekki í praxis. Sextán ára krakki getur ekki séð um sig sjálfurí nútíma samfélagi. Hann fær ekki vinnu og getur ekki séð sér far- borða. Hann er ekki orðinn fullorðinn. í sjálf- ræði felast hins vegar þau skilaboð að hann sé það og geti fundið fótum sínum forráð.” Þarf þá ekki að byrja á því að hækka sjálfræöisaldurinn? „Jú. Þaö er stundum talað um það sem mannréttindaskeröingu aö taka þennan rétt af unglingum. Mörg þeirra búi við þannig að- stæður að þau verði að geta flutt frá foreldr- um slnum. En hvert? Ég tel mun mikilvægara að finna úrlausn fyrir þennan takmarkaöa hóp krakka en lög- legt leyfi til að flytja frá foreldrum sínum.” Hvers vegna er sjálfræðisaldurinn ekki hækkaður? „Ég held að það sé fjármálapólitísk spurning. Þegar þau verða sjálfráða, eru þau orðin skattskyldir þegnar og ríkið hættir að borga með þeim barnabætur. Ef sjálf- ræðisaldurinn yrði hækkaður myndi það $ l

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.