Vera - 01.02.1997, Qupperneq 34
Kvennaróðstefnan Frö & Frukter íÓsló 21.-23. nóvember
í nóvember síöastliönum fóru rúmlega
tuttugu íslenskar konur á kvennaráö-
stefnu í Ósló, sem haldin var á vegum
NIKK, norrænna samtaka um kvenna-
rannsóknir. Yfir 500 konur frá Norður-
löndunum tóku þátt og var bekkurinn
svo þétt setinn að á sameiginlegum
fundum uröu margar konur aö sitja á
gólfinu eöa standa. Meöal íslensku
þátttakendanna voru þær sem hér segja
frá, Sigríður K. Þorgrímsdóttir og Arndís
Guömundsdóttir, nemendur í kvenna-
fræöum við Háskóla íslands.
Einnig komu íslensk-
ar konur frá öörum
löndum, t.d. Inga
Dóra Björnsdóttir
sem kom frá Banda-
ríkjunum og hélt eitt
af aöal erindunum.
Ráðstefnan var hald-
in í húsum Háskól-
ans í Ósló og stóö í
þrjá daga, frá
fimmtudegi til laugar-
dags. Þemahópar
voru rúmlega 30 og
erfitt fyrir einstakar
konur aö hafa heild-
aryfirsýn. Þetta er
fyrsta ráðstefnan
okkar Arndísar og viö
segjum auövitað frá
meö augum „barns-
ins“ allt öðru vísi en
þær sjóuöu kellur
(ég á við Helgu Kress, Sigríði Dúnu, Dagnýju
Kristjáns og Rannveigu Traustadóttur, svo
dæmi séu nefnd).
En víkjum nú að ráðstefnunni. Við Arndís
vorum nokkuð ánægðar, en það heyrðust
vissulega óánægjuraddir íslenskra kvenna
(þessara sjóuðu) með skipulag og fleira.
Okkur tveimur fannst þetta ágætlega skipu-
lagt. Flestir sameiginlegu fyrirlestrarnir fjöll-
uðu almennt um kvennarannsóknir. í þema-
hópunum var úr mörgu að velja og vöndu að
ráða. Það var hægt að velja menningarleið-
ina og hlusta á fýrirlestra um kynferði og
bókmenntir og aðrar listir, eða þá samfé-
lagsmálin og velja þar t.d. efni eins og kon-
ur og velferðarkerfi, réttindamál kvenna
(kvinnerett), kynferði og fjölskyldu og kyn-
ferði og vinnumarkaö. Svo mátti fræöast um
konur og stjórnmál, menntamál, heilsu
kvenna, kvennasögu, konur og trúarbrögö,
kvennahreyfingu, kynferðislegt ofbeldi,
karlarannsóknir og margt fleira sem ekki er
pláss til að telja upp hér.
Fyrsti sameiginlegi fyrirlesturinn var flutt-
ur á "finnskri sænsku’’ af Aino Saarinen og
ég er hrædd um að fæstar okkar hafi skilið
mikið af því sem hún sagði. Það gaf tóninn
fýrir eitt aðal umræðuefni okkar íslensku
kvennanna í kaffipásum, nefnilega tungu-
málaörðugleika og hvort réttlætanlegt væri
að hafa heila ráðstefnu á Norðurlandamál-
um, eða hvort halda
ætti sig alfarið við
enskuna. Úlfhildur
Dagsdóttir kvaðst
ekki hafa skilið eitt
einasta orö á allri
ráðstefnunni, nema
það fáa sem fram
fór á ensku. Anna-
dís Rúdólfsdóttir
tók í sama streng
(með heldur mildari
orðum) og margar
þessar “sjóuðu”
voru óánægðar.
Dagný Kristjánsdótt-
ir varði norrænu mál-
in og við Arndís vor-
um frekar á bandi
þeirra. En þetta er
vissulega íhugunar-
efni.
Hvaða gagn höfð-
um við af ráðstefnunni? Það var svona upp
og ofan. Ég hlustaði á
alla fyrirlestra í kvenna-
söguhópnum, marga
ágæta. Einnig í hóp sem
fjallaði um kynferði og
fjölskyldu, en þar átti ég
þó í talsveröum tungu-
málaörðugleikum. í hópn-
um um kynferði og bók-
menntir hlustuöum við
Arndís á mjög skemmti-
lega fyrirlestra (t.d. fýrir-
lestur Dagnýjar), þótt í
heild væru þeir víst mis-
jafnir. Arndís kvaðst sér-
lega ánægö meö hópinn
sem fjallaði um reynsl-
una út frá heimspekinni. Hins vegar var hún
óánægö með umræðu um kynferði og breyt-
ingar (kjönn i forandring) þar sem alfarið
vantaði umræðu um breytingar. Nokkrir karl-
ar sátu ráðstefnuna, bæði sem gestir og fýr-
irlesarar. Jeff Hearn og Lars Jalmert töluðu
saman um karlarannsóknir og þóttu ágætir.
Þær sem sóttu fýrirlestra í karlarannsókna-
hópinn skemmtu sér að sögn frábærlega.
Undirrituð er svo mikil kvenremba að hún
hlustaði ekki á einn einasta karl.
Við Arndís höföum þó nokkuð gagn og
gaman af þessari ráðstefnu, en erum þó
sammála þeirri gagnrýni að fyrirlestrarnir
væru afar misjafnir að gæðum (hvernig má
þó annaö vera?) og misjafnlega gengi að
skilja tungumálin norrænu. Eins fannst mér
vanta einhverja samloðun, þ.e. hvers vegna
var ég þarna og hvað er að gerast í kvenna-
rannsóknum? Ég held reyndar að það hafi
aö einhverju leyti helgast af skilningsleysi
mínu á norrænum tungum og því að ég
missti af nokkrum mikilvægum fýrirlestrum.
Það var auðvitað gaman að sýna sig og sjá
aðra, þótt vissulega gengi “systramórallinn”
stundum full langt, eins og t.d. í kvöldverð-
arveislunni á föstudagskvöldinu. Það var
ánægjulegt að svo góð þátttaka skyldi vera
á ráðstefnunni og þá ekki síst frá íslandi. Er
ekki miklu skemmtilegra að nöldra í hóp en
að nöldra hverí sínu horni? Og nú er bara að
litast um eftir næstu ráöstefnu og hressa
upp á kunnáttuna í skandinavísku!
Sigríður K. Þorgrímsdóttir samdi með
aöstoð Arndísar Guömundsdóttur.
Merki ráöstefnunnar.
Hvaö lesiö þiö út úr
þessari mynd, ágætu
konur? Ég er viss um
aö Norömennirnir sáu
eingöngu epli og fræ.
En viö hér á Fróni
erum eitthvaö svo
“ kynferöis” lega þenkj-
andi. Sumum þótti
myndin jafnvel svo
dónaleg aö vart væri
sitjandi undir henni.
Nokkrar íslensku kvennanna í veisl-
unni á föstudagskvöldinu, uppfullar
af systrakennd! Taliö f.v.: Sigurbjörg
Aðalsteinsdóttir, Rannveig Trausta-
dóttir og hinum megin viö borðið meö
iangan eyrnalokk situr Úifhildur
Dagsdóttir, þá Brynhildur Flóvenz og
Guörún Ólafsdóttir. Innst viö borðið
fóru fram skuggalegar viðræður und-
irritaörar viö þær Ingu Dóru og Sigríöi
Dúnu. Myndina tók Arndís.
fr0 & frukter
NORÐISE KTfflNE- OC KJBNNSFORSKNfflG IDAG
OSLO, 21.-23. NOVEMBER 1996