Vera - 01.02.1997, Síða 36
DÁNARTÖLUR í ALDURSHÓPNUM 45-64 ÁRA EFTIR DÁNARORSÖK
Fjöldi látinna á hverja 100 000. Ár 1992.
Dánarorsök ÍSLAND DANMÖRK FINNLAND NOREGUR SVÍÞJÓÐ
Sjúkdómar í
blóðrásar-
kerfum 81 121 110 94 96
Æxli 309 324 182 217 209
Þessi munur er svo mikill aö þaö væri
óskandi aö VERA myndi í sérstakri umfjöllun
leita skýringa á af hverju hann gæti stafað.
Er unnið forvarnarstarf á öörum
Noröurlöndum sem ekki er fyrir hendi hér á
landi? Hverju sætir þessi munur?
TiMANOTKUN
Því miðureru engartöluryfirísland í þessum
kafla ritsins. I honum er gerö grein fýrir
hvernig karlar og konur verja tíma sínum; í
vinnu; ólaunaða vinnu; til menntunar; til
persónulegra þarfa og í frístundir. Því miður
staöfesta þessar kannanir á öörum
Norðurlöndum mjög hefðbundna verka-
skiptingu og kynhlutverk, en þeim mun meiri
ástæöa væri aö kanna hvort ástandið er
eins hér á landi, því slíkar kannanir gefa
ýmsargagnlegar upplýsingar. I kaflanum um
umönnun er t.d. byggt á gögnum úr slíkum
könnunum. Þar er reynt aö meta hversu
mikil umönnun fer fram á heimilum, en slík
umönnun er yfirleitt veitt af konum.
Hér á landi hafa veriö gerðar ýmsar
stakar kannanir á tímanotkun eöa um hana
spurt í stærri könnunum. Stefanía Trausta-
dóttir hefur tekiö saman skýrslu sem
Jafnréttisráö gaf út 1992 og ber hún nafniö
„Helstu niðurstöður nokkurra kannana".
Nýjustu niðurstööur um tímanotkun mun
vera að finna í Lífskjarakönnun Félags-
vísindastofnunar Háskóla íslands en um
þær niðurstöður má lesa í bók Stefáns
Ólafssonar „Lífskjör og lífshættir á íslandi"
frá 1990.
VÖLD OG ÁHRIF
Því miður er það svo aö ísland hefur lang
lægsta hlutfall kvenna hvort heldur sem litiö
er til þjóöþinga eða til sveitarstjórna. ísland
hefureinnig lægst hlutfall „kvenráöherra"; 1
af hverjum 9 á meöan um helmingur
ráöherra í Danmörku og Finnlandi eru konur.
í Svíþjóö eru 8 af 13 ráðherrum konur, en
norskar konur hafa vinninginn; þar eru 8 af
11 ráðherrum konur.
Mín reynsla er sú aö þessar tölur um
ísland koma norrænum konum yfirleitt mjög
á óvart, þær hafa séð fréttir og frásagnir af
sterkum íslenskum konum, Kvennalista og
Vigdísi í gegnum árin þannig aö þessartölur
koma alls ekki heim og saman viö þá ímynd
sem þær hafa af stööu íslenskra kvenna!
FÆÐINGARORLOF, DAGVIST
BARNA OG VINNUMARKAÐUR
Lengd fæöingarorlofs er mjög mismunandi
á Noröurlöndunum.
Bæði á íslandi og í Danmörku er þaö háð
atvinnurekanda hvort konur njóta launa í
fæöingarorlofi; í Finnlandi eru greidd 66% af
launum; í Noregi 80 eöa 100% og í Svíþjóð
90%. (Athugið að þessar tölur eiga ýmist við
árin 1993 eöa 1994 og örar breytingar eiga
sér nú stað á velferðarkerfum Norður-
landanna. T.d. hefur hlutfall launa fariö
lækkandi í Svfþjóö og fór 1996 niður í 75%.)
Þessar tölur gefa mjög skýra mynd af
sérstööu íslands hvaö varöar áherslu á að
börn séu vistuö á dagvistarstofnunum
aöeins hluta úr degi, á meðan heilsdags-
vistun er algengara form á öllum öðrum
Norðurlöndum.
í ritinu er því miður engar tölur aö finna
um þörn yngri en 3 ára en ef skoðaðar eru
tölur úr Nordic Yearbook of Statistics 1994
sem er vitnaö til sem heimildar í ritinu þá
kemur í Ijós að 5% íslenskra þarna 0-2 ára
eru í heilsdagsvistun á dagvistarstofnun, í
Danmörku 19%, Finnlandi 8%, Noregi 13%
og I Svíþjóö 23%. í Finnlandi njóta foreldrar
sem eru heima með börn yngri en 3 ára
greiðslna frá hinu opinbera og skýra þær að
nokkru leyti lægra hlutfall í Finnlandi.
í ritinu er að finna tölur yfir dagvist barna
0-7 ára og ef þær eru skoðaðar kemur í Ijós
að ísland, Finnland og Noregur hafa mjög
lágt hlutfall þessa aldurshóps í dagvistun
eða 3-6% á meðan 48% danskra barna og
40 % sænskra barna eru í dagvistun.
Þegar litið er til hárrar fæðingartíðni á
íslandi og hversu iágt hlutfall barna er í
heilsdagsvistun vekur það oft furðu hversu
mikið íslendingar vinna. í ritinu Women and
Men in the Nordic Countries er ekki fjallað
um vinnutíma sérstaklega, en það hefur
komið fram T samanburðarrannsóknum að
vinnutími íslendinga er lengri en meðal
hinna þjóöanna (sjá t.d. Stefán Ólafsson
(1990) Lífskjör og lífshættir á
Norðurlöndum, bls. 53). Atvinnuþátttaka
íslenskra kvenna er einnig mikil eins og sést
glögglega í næstu töflu.
Ef við lítum á atvinnustöðu kvenna á
Noröurlöndum kemur í Ijós íslenskar konur
eru hlutfallslega flestar á vinnumarkaði eða
83%. Sænskar konur koma næstar með
81% atvinnuþátttöku og þær vinna í
sviþuðum mæli fulla vinnu og íslenskar
konur. Þessar tölur eru vissulega
athyglisverðar m.t.t. talna um hlutfall
Tslenskra og sænskra barna í opinberri
dagvist hér að ofan. Rétt er að taka fram að
hér er einungis um heildartölur að ræða og
skoða yrði tölur um atvinnuþátttöku mæðra
sérstaklega til að geta sagt eitthvað til um
hugsanlegt samband atvinnuþátttöku
kvenna og framboðs á opinberri dagvist
barna.
í ritinu „WOMEN AND MEN IN THE
FJÖLDI BARNA í ALDURSHÓPNUM 3-6 ÁRA SEM NJÓTA DAGVISTAR Á
DAGVISTARSTOFNUNUM 1992
Hlutfall ÍSLAND DANMÖRK FINNLAND NOREGUR SVÍÞJÓÐ
Heilsdagsvistun 16 54 27 36 50
Skemmri vistun 48 8 8 24 14
LENGD FÆÐINGARORLOFS
Lengd orlofs ÍSLAND DANMÖRK FINNLAND NORGUR SVÍÞJOÐ
Fjöldi vikna 26 28 44 42/52 64