Vera - 01.02.1997, Síða 44
Mill Valley, Califomia
á vaxandi tungli, 21. nóvember, 1996
Elskulegu Verur!
Lengi hefur staðið til að senda ykkur línu. Til að
þakka fýrir Veru - sem ber mér reglulega yfir hafið
fregnir af íslenskum femínisma - og þó ekki síður til
að deila með ykkur einhverju af þeim fjársjóðum sem
ég syndi hér í dag hvern.
Eins og þið vitið, þá er ég hér í þessu fjarlæga
landi til að bæta við og rótfesta þekkingu mína og skilning á mikil-
vægi Gyðjunnar í nútímasamfélagi. Ég hef þá trú (sem styrkist dag-
lega) að Gyðjan sem fyrirmynd, oggoðsagnir hennar sem leiðarvísar,
geti til muna auðveldað konum og körlum ferðina inn í nýjan tíma
með nýjum gildum. Tíma þar sem vöxtur og vernd og nærandi sam-
skipti skipta meginmáli, en þar sem við horfumst líka I augu við hin-
ar myrku hliðartilverunnar, hvort sem við skilgreinum þá tilveru útfrá
okkur manneskjunum og okkar tilbúna heimi,
eða útfrá náttúrunni, árstfðum, himintunglum og
innri umhleypingum móður okkar jarðar.
Bandaríkin eru spennandi land með tilliti til
margbreytileika mannlífsins (hvenær ætlum við
að finna ný orð yfir öll þessi mann-orð?), alls kyns
trúarlífs og framandlegra lífsviðhorfa, sem hér
nærast og vaxa, og San Fransiskó, eða "Flóa-
svæðið” (The Bay Area) eins og SF og nágrenni er
kaliað, er án efa nafli þess vaxtar. - Þá detta mér í hug Fensalir, riki
Friggjar, sem ég sé alltaf fyrir mér sem vaxtarsvæði hins kvenlæga
máttar, upp úr myrkum fenjum hins ómeðvitaða. - Ég heyrði staðhæft
um daginn að Gyðjutrú og „Women’s Spirituality" eða „kvennahelgi",
sé sú trú sem vex hraðar en nokkur önnur hér í Bandaríkjunum um
þessar mundir. Það er því við hæfi að eini háskólinn í heiminum sem
hefur sérstaka deild fyrir þessa fræði skuli vera einmitt hér á Flóa-
svæðinu/Fensölum. Mér er sagt að hvergi annars staðar sé hægt að
krækja sér í meistaragráðu í „helgum kvennafræðum". (Getið þið
hjálpað mér við að þýða þetta hugtak „Women’s Spirituality"?) Sér-
hver dagur er þess vegna uppljómun og þótt ég hafi verið nokkuð vel
lesin og sjálflærð í fræðunum áður en ég kom hingað, þá finnst mér
ég hafa lært ótrúlega mikið á síðustu fjórum mánuðum. Að hluta til
er það þetta fyrirbæri, sem við þekkjum allar, að við söfnum reynslu
og þekkingu en gefum okkur aldrei tíma til að setja það í samhengi.
Valgerður H.
Bjarnadóttir, fyrrum
jafnréttisfulltrúi á
Akureyri, er að fræð-
ast um kvennakraftinn
vestur í Kaliforníu.
VERA fékk eftirfarandi
bréf frá henni og
hefur fengið loforð um
að þau verði fleiri.
Gyðjutrú sé sú trú
sem vex hraðar en
nokkur önnur hér í
Bandaríkjunum
Nú hef ég þann
tíma, og um leið
er ég umkringd
konum (og jafn-
vel körlum) sem
hafa verið að
skoða sitt líf og
tilveruna al-
mennt út frá
sama sjónar-
horni og ég síð-
ustu 20-30 ár.
Undanfarin ca. 16 ár hef ég í raun, ásamt Karólínu
vinkonu minni, á óformlegan hátt tilheyrt trúarlegri hreyfingu kvenna
sem rekur rætur sínar hingað að hluta en er þó alþjóðleg og með ræt-
ur í ævafornri tíð. Við höfum drukkið í okkur allar bækur sem við höf-
um fundið um þessi mál (og þær eru orðnar margar) og einstöku
sinnum rekist á konur sem deila áhuga okkar, en það var ekki oft fyrr
en á Nordisk Forum í Turku. Þar varð okkur Ijóst að norrænar konur
eru farnar að þrá Gyðjuna og það var athyglisvert að upplifa hvernig
allar „samkomurnar" (fyrirlestrar og námskeið)
sem fjölluðu um Gyðjuna voru upphaflega áætl-
aðar í 30-40 kvenna sölum, en voru fluttar í
200-300 kvenna sali. Við þurftum að reka grát-
andi konurfrá þegar við héldum okkar litla nám-
skeið um Lífsvefinn, þar sem minnst var á Gyðj-
una, þegar herbergið var orðið yfirfullt. Þörf
kvenna fyrir nýjar hugmyndir til að byggja lífsvef-
inn sinn á, nýjar goðsagnir til að tengja sig við,
kemur skýrt fram á námskeiöunum sem við höfum haldið undanfar-
in ár og í Menntasmiðjunni, þar sem við höfum líka kynnt Gyðjuna.
Nú kaupi ég mér og les „eina bók á dag" um þessi mál og það líð-
ur varla sá dagur að ég hitti ekki einhverja þeirra kvenna sem skrif-
uðu þessar bækur. Dag eftir dag tek ég þátt t umræðum kvenna um
„lífsvefinn" og hef tíma ogtækifæri til að skrifa og hugsa um tengsl
Gyðjunnar og kvenhetjanna forðum við Gyðju og hetjur nútímans. Ég
vakna á hverjum morgni og leggst til hvílu hverja nótt með þá tilfinn-
ingu að þetta hljóti að vera draumur.
Nú I haust hef ég verið að læra mikið um Inönnu, drottningu him-
ins og jarðar, eins og Súmerar kölluðu hana. Hún hefur lengi verið
mér kærari en nokkur önnur Gyðja og mér finnst ég meir og meir
finna í henni þá Freyju sem einu sinni var, áður en karlveldið og kirkj-
an tálguðu utan af henni mestallan kraft og helgi og gerðu hana að
súkkulaði. Eitt af markmiðum mínum er að finna hina týndu Freyju,