Vera


Vera - 01.04.1997, Síða 11

Vera - 01.04.1997, Síða 11
ynslóðaskipti í kv^nnabaráttunni brún. Já, það gat verið dálítið snúið að vinna slemmu með barnaumstangi og búsýslu! Mér hló hugur í brjósti. Ég hafði unnið fyrstu lot- una. Það varð að taka tillit til mín og störf mín voru ekki einskis virði. Ég fékk um nóg að hugsa. Við eignuðumst fjögur börn á átta árum. Tvo syni og tvær dætur. Annan soninn misstum við nokkurra daga gamlan. Það var nöpur og undarleg lífsreynsla en ég lét huggast þegar ég fékk leyfi til þess að þessi litli kroppur fengi að liggja ofan á líkkistu ömmu minnar. Ég treysti henni best fyrir honum. Ég hafði bundist mjög nánum tilfinningaböndum við ömmu mína þegar ég var barn. Eftir að hún var dáin bað ég bænir mínar til hennar og nú bað ég hana fyrir litla drenginn minn. Enn er launamisrétti Ég gat aldrei vanist því að finna hver það var sem aflaði peninganna fyrir heimilishaldinu og hve mik- ið var í húfi um afkomu heimilisins. Ég fór út að vinna eins fljótt og ég gat. Kannski ætlaði ég eldri dóttur minni á unga aldri of mikla ábyrgð á yngri systkinum sínum og oft hafði ég áhyggjur og sam- viskubit, en þó mesta samviskubitið gagnvart yngri dótturinni, Hallberu, og ennþá fæ ég kökk í hálsinn þegar hún segir: „mamma" og ég heyri spurnar- og væntingartóninn í orðinu en það var alltaf vani hennar þegar hún kom heim úr skóla, eða annars- staðar frá, að kalla á mömmu sína með þessum tón sem ég vissi að ekki var alltaf svarað. Hún heldur þessum vana enn í dag og mér finnst það alltaf sami tónninn. Þá var ég ekki aðeins komin í vinnu utan heimilis heldur í allskonar félagsmál, allt frá því að leika með leikfélaginu, í verkalýðsmál og að lokum í stjórnmál. Nú var ég óstöðvandi. Verkalýðsmálin vógu þyngst. Ég gekk í Verkalýðsfélagið þegar ég fór að salta síld á haustin og var fljótlega komin í stjórn fé- lagsins og í samningagerð. Við fyrstu samningagerð- ina opnaðist mér nýr heimur, mér fannst það liggja eins og opin bók fyrir mér. Launamisréttið, þræl- dómurinn á konum, sem keyrði um þverbak þegar bónusinn var settur á í fiskvinnunni. Þegar konurn- ar fóru að hafa talsvert upp úr sér ineð niiklu álagi var ekki að sökum að spyrja, kaupið var lækkað og ég fullyrði að taxtakaupið er komið niður úr öllu valdi vegna bónussins sem nú á að láta inn í taxta- kaupið. Það er öllu óhætt, færiböndin og tölvurnar, sem skrá hvert handtak, sjá til þess að vinnutaktur- inn breytist ekki. Það er nú það. Þetta launamisrétti er ekki bara í verkalýðsstétt. Það er í öllum störfum. Mér verður tíðrætt um launamisréttið því það speglar svo vel þann veruleika sem konur búa við. Imynd kvenna innan samfélagsins. Störf þau sem konur hafa sinnt frá aldaöðli; búsýsla, barnaupp- eldi, ummönnun sjúkra og aldraðra. Þetta eru störf- in sem oftast eru hljóðlát og næstum ósýnileg nema þegar þau eru ekki unnin, þá vandast málið, eins og stundum er talað hátt um og af lítilli miskunn. Þá eru konur druslur, mæður sem vanrækja börnin sín og allt upp í það að þær séu morðingjar, hafi þær farið í fóstureyðingu þegar þær treysta sér ekki til að eignast fleiri börn. Þessi störf sem unnin eru inn á heimilum hafa oftast verið ólaunuð á pappírum og illa launuð og lítilsvirt þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Eða eins og einn nemandi í framhaldsskóla sagði þegar rætt var um álver sem nú á að fara að reisa á Grundartanga. „Ég er ekki að læra til þess að fara að vinna í einhverri láglauna prjónastofu.Ég vil vinna þar sem ég fæ hátt kaup eins og í álveri.“ Enda held ég því fram að það sé verið að reisa þetta álver fyrir sterka og stæðilega karlmenn, ekki konur, enda er það reyndin að karlar forðast þá vinnu þar sem konur hafa haslað sér völl, nema þá til að stjórna þeim og þá á margföldum launum kvenna og virðing samfélagsins er þeirra. Það er ekki bæði sleppt og haldið Það hefur alltaf verið mikil togstreita hjá konum. Ekki bara hjá konum í dag, heldur hjá mæðrum þeirra og formæðrum. Uppeldi barna og heimilis- hald hefur lengst af verið á höndum kvenna. Mér finnst að ég hafi alið upp mín börn og aldrei tók minn maður af mér ráðin. Hann svaraði ævinlega ef í odda skarst milli mín og barnanna:„Hún mamma ykkar ræður þessu.“ Hvernig uppeldi veitum við börnum okkar? Eru drengir og stúlkur alin eins upp? Eru sömu vænting- ar til drengja og stúlkna? Ég játa að sonur minn, Leó, var alinn upp á annan hátt en dæturnar, ekki aðeins af okkur foreldrum hans heldur af afa hans og ömmu. Hann hafði miklu meira frjálsræði til leikja heldur en dæturnar, það voru allt aðrar vænt- ingar með leikjum hans. Bílar og skóflur til að moka, veiðistöng til að veiða með niður á bryggju og endalaus fótbolti þegar telpurnar áttu brúður og byggðu sér til bú. Ég hef grun um að hann kunni ekki ennþá á þvottavél og dótdr hans hefur trúað mér fyrir því að það sé alltaf bláberjasúpa og harðfiskur þegar pabbi hennar verður að hugsa um matinn. En hann þvær upp og tekur til, líka í hennar herbergi. Eða eins og einn góður maður sagði þegar hann var spurður hvort hann hjálpaði konunni sinni við heimilisstörf- in. „Nei, en ég spjalla við hana.“ Kannski eigum við konur og mæður einhverja sök, ef grannt er skoðað. Kannski höfum við stuðl- að að þessu ferli með uppeldinu og væntingum til barna okkar eftir kyni. Okkur finnst að við búum við karlaveldi. Karlar styðji karla en konur styðji al- mennt ekki kynsystur sínar, þess vegna séu svo fáar konur í svokölluðum ábyrgðarstöðum. Ég hefi horft á konur í ýmsum stjórnunarstörfum sem þær eru í á eigin forsendum, oftast vegna þess að karlarnir komust ekki framhjá þeim vegna hæfileika þeirra. Ég hefi séð sumar blómstra, aðrar fölna og ég veit að togstreitu kvenna milli heimilisábyrgðar og barna- uppeldis annars vegar og hins vegar frama í störfum sem fara eftir þeim leikreglum sem gilda í samfélag- inu, er ekkert að ljúka. Hún heldur aftur af konum að taka að sér störf sem krefjast allrar orku þeirra. Það verður ekki fyrr en karlar verða aldir upp með það fyrir augum að skyldur þeirra inni á heim- ilunt séu jafnar skyldum kvenna og jafnrétti gert sýnilegt og það virt hjá fyrirmyndum í skólum, dag- heimilum og allsstaðar í samfélaginu. Að jafnrétti karla og kvenna ríki allt frá frumbernsku. Konur! Við getum þá eftir allt saman ráðið þessu með uppeldi barna okkar og nteð því að halda áfram að vinna að jafnrétti kynjanna. Á þann veg getum við skapað nýjan og betri heirn öllum til handa. Ég hef grun um aö hann kunni ekki ennþá á þvottavél og dóttir hans hefur trúað mér fyrir því að það sé alltaf bláberjasúpa og harðfiskur þegar pabbi hennar verður að hugsa um matinn. Þegar konurnar fóru að hafa tals- vert upp úr sér með miklu álagi var ekki að sökum að spyrja, kaupið var lækkað... 11 vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.