Vera


Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 18

Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 18
í kv^nnabaráttu nni noti meira ilmvatn en þær sjálfar, ungu stúlk- urnar eru sömuleiðis með ráðagerðir um framtíðina sem ná langt framyfir drauma og væntingar mæðra þeirra. Þessar umhleypingar hafa auðveldað svokölluðum „póststrúktúralisma" að nema land í femínískri hugsun. Eitt af einkennum hans er áherslan á hversu samtvinnað vald er þekkingu og ímyndum samfélagsins. I þeirri umfjöllun hefur póststrúktúral femínismi ver- ið undir sterkum áhrifum frá fræðimannin- um Michel Foucault sem lést úr alnæmi 1984. Póststrúktúralistarnir benda á að ímyndirnar hafi ekki sjálfstætt líf. Merking þeirra fer eftir því samhengi sem ímyndirnar birtast í og aðstöðu þess sem les úr þeim.Foucault hafnaði ekki hefðbundnum hugmyndum um vald en taldi þær ekki geta skýrt nægilega afhverju og hvernig það nær tökum á okkur. Eitt helsta einkennið á hug- myndum Foucaults er að hann skilgreinir vald ekki út frá þeim sem eiga það, heldur út frá því hvernig því er beitt. Flann skilgreinir valdið ekki sem kúgunartæki, þó að það geti tekið á sig þá mynd, heldur sem skapandi afl sem stöðugt á þátt í að skilgreina og endur- framleiða nýja þekkingu. Það er ekki sjálfgef- ið að snyrtivörur séu verkfæri kúgunarafla. Þær eru notaðar á fleiri vegu en til að halda körlunum góðum. Er t.d. hægt að hugsa sér áhrifaríkari leið til þess að fría sig frá heimil- isstörfunum en þá að skella á sig nokkrum umferðum af naglalakki? Tilvísanir í kúgun feðraveldisins,eða hvernig lög og reglugerðir mismuna körlum og konum, geta aldrei skýrt nema brot af þeim myndum sem kvenleikinn tekur á sig. Orðræður og hormónar Skýrt dæmi um samtvinnun þekkingar og valds er hvernig þekkingin um konur og hormóna er farin að móta orðfæri þegar fjall- að er um tíðarhring kvenna. Þetta safn eða mynstur hugmynda og ímynda hefur á fræði- máli verið kallað „orðræða“. Við greiningu á orðræðum er m.a. hugað að þeim markalín- um sem dregnar eru á milli þess sem er satt og ósatt; heilbrigt og óheilbrigt. Flvernig orð- ræðan markar t.d. konum, körlum og sér- fræðingum ákveðin hlutverk eða stöðu. Sköpunarafl orðræðunnar sést í því að ný hugtök spretta í sífellu upp sem bæði konur og sérfræðingar grípa til. Vald orðræðunnar felst þá m.a. í þeim áhrifum sem hún hefur á reynslu kvenna af eigin líkama og hversu gjarnt konum er að grípa til hennar til að gera grein fyrir sjálfum sér og eigin gjörðum. Dæmi um þetta er þegar við og aðrir skýrum reiðiköst eða tilfinningasemi með því að vísa til fyrirtíðarspennu eða breytingaskeiðsins. Þannig hefur orðræðan um konuna á valdi hormónanna fléttast inn í og haft áhrif á líf okkar og sjálfsmynd á margslunginn hátt. Femínísk gagnrýni sem skoðar vald með þessum hætti dregur ekki skýr mörk á milli kvenna sem þolenda og gerenda. Mergurinn málsins er að konur eru iðulega bæði þolend- ur og gerendur. Ymsar rannsóknir í kvenna- fræðum sýna t.d. hvernig konur nota ímynd- ir og vinna út frá þeim á annan hátt en ætlast er til. Umbreyting á útliti, til að uppfylla kröfur ákveðinna ímynda, krefst sköpunar og hugmyndaflugs en á sama tíma eru konur bundnar af þeim valkostum, þeirri þekkingu og þeim tækjum sem eru til staðar. Það er yf- irleitt alltaf eitthvað svigrúm þegar við erum að ákveða hvernig bregðast á við hugmynd- um og gildum samfélagsins. Því er ekki hægt að njörva túlkunina niður í einhverja eina endanlega og rétta. Tannlaus femínismi? Þær raddir hafa heyrst að „nýi“ femínisminn geti staðið gegn markvissri femínískri gagn- rýni. Vandinn sem blasir við femínistum er hvernig nota má innsýn póststrúktúralist- anna án þess að draga tennurnar úr femín- ismanum sem pólitísku afli. Mörgum finnst gagnrýnin verða fremur ógæfuleg ef engin á valdið og ekki er hægt að festa hönd á endan- legri merkingu þess sem er að gerast í kring- um okkur. Það bætir ekki úr skák að rök- semdir hins „nýja“ femínisma má stundum skilja sem svo að túlkun geti verið jafn fjöl- breytt og einstaklingarnir sem í hlut eiga. Túlkunin verður þá einstaklingsbundin og óútreiknanlegri en íslenskt veðurfar. Hvað verður um kjötið í gagnrýniskássunni ef hún á að innihalda allt og þar af leiðandi ekkert? Hvers konar gagnrýni er það sem ekki má beinast gegn einum eða neinum? Það hefur verið bent á að áherslan á ein- staklingsbundna túlkun stríði gegn markmið- um Foucault. I stað þess að einblína á ein- staklinginn þarf að greina hvers vegna ákveðnum ímyndum eða hugmyndum er gef- ið meira gildi en öðrum. Meðal þess sem við þurfum að spyrja okkur er hvaða markmið- um ímyndirnar eiga að þjóna. Eru þær settar fram í nafni hreysti, velferðar þjóðarinnar eða einhvers annars? Sem femínistar hljótum við að spyrja okkur hvort kynferði skipti máli í að ná fram þessum markmiðum. Hvort konur séu líklegri til þess að skipa aðrar stöð- ur í orðræðum samfélagsins en karlar. Hvers þessar stöður krefjast af okkur og hvernig þær hafa áhrif á Ianganir okkar og þrár. Þetta er hægt án þess að eigna körlum valdið og hlutverk gerandans. „Nýi“ femínisminn þarf, líkt og sá „hefð- bundni“, að vera fær um að taka eitt skref til baka frá einstaklingnum og velta fyrir sér heildarmyndinni. Hann þarf að geta greint mynstur og komið með einhvers konar skýr- ingar á stöðu kvenna. Öðruvísi er erfitt að koma með kerfisbundna gagnrýni. Þrátt fyrir mismunandi möguleika til að skilja og lesa úr hlutunum veit maður oftast nær hvenær ímynd er ætlað að ávarpa konur og hvenær karla. Kynferði skiptir því enn miklu máli við túlkun. Önnur gagnrýni, skyld hinni fyrri, á „nýja“ femínismann er að hann hefur ekki jafn skýr viðmið um það hvað er gott og vont, rétt og rangt og sá „hefðbundni“. Þetta leiðir af sér ákveðna kreppu því femínismi sem ekki get- ur gert upp á milli mismunandi sjónarmiða hefur takmarkað notagildi fyrir pólitískt starf kvennahreyfinga. Ýmsir femínistar innan „nýja“ femínismans hafa leyst úr þessu á þann hátt að þær ganga út frá því að þau við- mið sem notuð eru til að vega og meta mis- munandi sjónarmið séu ekki höggvin í stein. Þær byggja afstöðu sína á ákveðnum viðmið- um um t.d. rétt og rangt en gera ráð fyrir að þau geti breyst ef forsendurnar breytast. Frá einhæfni til fjölbreytni Hugmyndir og ímyndir samfélagsins kúga ekki konur með því að þvinga þær undir vilja sinn. Vald ímyndanna er sýnu lúmskara og þar af leiðandi áhrifameira. Það birtist í því að hvaða marki ímyndirnar ná að samræma langanir og þrár okkar kvenna. Þegar það tekst hafa ímyndir og hugmyndir samfélags- ins áhrif á það sem snertir okkur dýpst; sjálfs- mynd, sjálfsþekkingu og langanir. Því fer fjarri að það séu endilega neikvæð áhrif. Svo dæmi sé tekið þá fá margar konur mikla ánægju út úr tískunni og útrás fyrir sköpun- argáfuna. Það er hins vegar ekki hægt að líta framhjá því að samræming á þrám og löng- unum kvenna getur auðveldlega tekið á sig neikvæðar myndir. Margar konur vilja og reyna t.d. hvað sem það kostar að vera tággrannar. I því sambandi bendir Susan Bordo á að sjúkdómurinn lystarstol (anorex- ia nervosa) sé í raun ekki menningarlegt frá- vik. Þvert á móti birtir lystarstolið áherslur menningarinnar í sinni ýktustu mynd. I sam- félagi þar sem konur eru hvattar til að sýna viljastyrk sinn með því að ná valdi á líkaman- um og hvötum hans, verður granna konan fyrirmyndardæmi um góða sjálfsstjórn. Það sem femínisminn er í auknum mæli að gera sér grein fyrir er að konur gera ekki ríkj- andi hugmyndir skilyrðislaust að sínum og að ímyndir tvinnast inn í líf okkar á ýmsa vegu. Það fer eftir kringumstæðum, getu og markmiðum kvenna hvaða áhrif þær reyna að kalla fram á eigin skinni og í eigin athöfn- um. Reynsla kvenna stangast oft á við upp- hafnar ímyndir og hugmyndir um kvenhlut- verkið og þeir árekstrar geta orðið upp- spretta andstöðu. Femínísk gagnrýni, eins og Susan Bordo færir mjög sannfærandi rök að, þarf hins vegar nú sem fyrr að vera vakandi fyrir því hvenær hugmyndir fara að taka á sig einhæfa og takmarkaða mynd. Þá er ráð að setja á sig femínistagleraugun og spyrja af hverju ákveðnar ímyndir fremur en aðrar eru sigtaðar úr og settar fram sem fyrirmyndir. Af hverju einum hóp er gert hærra undir höfði en öðrum, hvort sem það eru karlar, hvíti kynstofninn, ungt fólk eða einhverjir aðrir. Þannig má ögra og breyta ríkjandi hugarfari. Þeir valkostir sem dægurstritið býður hefur áhrif á lífsmynstrið og þar af leiðandi hvers konar gerendur við verðum. Femínismi, nú sem fyrr, þarf að vera virkur í því að kynna fyrir fólki nýjar leiðir til að túlka hugmyndir og ímyndir samfélagsins. Með því að hlæja að og gagnrýna það sem er einhæft og tak- markandi er hægt að auka margbreytileika kvenleikans og breikka svið kvenlegrar reynslu. Það er þar sem femínistar ættu að slá taktinn. 18 v£ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.