Vera


Vera - 01.04.1997, Side 27

Vera - 01.04.1997, Side 27
y V fræði í millitíðinni. „Ég ætlaði alls ekki í lögfræði,“ segir hún þegar leikhúsið og barnauppeldið hafa verið krufin um stund. „Ég innritaði mig í lækna- deild fyrst og fór á undirbúningsnámskeið fyr- ir læknisfræðina. Ég var stúdent úr máladeild Verslunarskóla og þetta námskeið átti að veita hliðstæðan undirbúning í raungreinum og stúdentspróf úr náttúrufræðideild. Þetta var líklega einhver tilhneiging hjá mér til að sanna að lögfræðigenin væru ekki svona sterk í mér. Pabbi minn er lögfræðingur og tveir af þrem- ur bræðrum mínum. En mig langaði, þegar á átti að herða, ekki til að leggja læknisstörfin fyrir mig. Ég endaði í lögfræðinni - en var ekki alveg viss, svo ég lét líka skrá mig í bók- menntasögu." Eftir námið í lagadeild, tóku við hin ýmsu störf í íslenskri stjórnsýslu, sem um getur hér að framan, en árið 1992 bauðst Helgu að fara til starfa hjá Alþjóðabankanum í Washington. „Eftir að hafa starfað hjá Alþjóðabankanum myndi ég kjósa nám í þjóðhagfræði, ef ég væri að byrja í háskólanámi. Það er fag sem ég hef afskaplega gaman að og tekur mannlega þátt- inn að ýmsu leyti meira með í reikninginn en lögfræðin gerir.“ En áður en Helga tók til starfa, settist hún á skólabekk í kennslustofnun Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins. „Það var óskaplega skemmtilegt,“ segir hún. „Bæði námið og starfið. í hagfræði og efnahagsmálum yfirleitt verður alltaf að taka tillit til mannlega þáttarins; hvaða við- brögð verði við tilteknum aðgerðum. Efna- hagsstjórn felst ekki síst í því að geta séð fyrir og ráðið í viðbrögð fólks og spurningar um það hvort við náum fram þeim viðbrögðum sem við óskum eftir, t.d. að vaxtahækkun leiði til aukins sparnaðar, að skattalækkun leiði til aukinna umsvifa og svo framvegis. Námskeiðið hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fólst í því, m.a. að við fengum raunhæf verk- efni. Við gerðum öll þjóðhagsáætlun - eftir að hafa lært vissa aðferðarfræði - fyrir Kenya, árið 1987. Þetta voru hópverkefni, sem tóku tvær vikur og enduðu með kynningu á niður- stöðum, sem síðan voru bornar saman við raunverulega niðurstöðu ársins í Kenya. Við urðum að velta því fyrir okkur hver líkleg þró- un yrði, ef þetta gerðist, eða eitthvað allt ann- að, skoða ýmsar forsendur, kynna okkur stað- hætti - og treysta á „lógik.“ Þetta var mjög skemmtilegt námskeið. Ég var ein í Was- hington og gerði ekkert annað en að læra. Það var gaman að vera stúdent aftur, miklu skemmtilegra eftir að hafa hlotið reynslu á vinnumarkaði." Þú nefndir tnðbrögð fólks við vöxtum og ertá móti verðbólgu. Mér hefur alltaf virst ís- lendingar hrifnir af verðbólgu - það hafi svo rnargir grcett á henni á árum áður -ogá móti vöxtum. „Vextir eru leið til að draga úr lánsfjáreftir- spurn og umsvifum, þegar þenslan er að verða of mikil. Og það er rétt, verðbólga er mjög slærn fyrir þjóðfélagið. Það er margsannað mál víða um heim hvað verðbólga eykur á þjóðfélagslegt óréttlæti, færir fé frá þeim verst settu til hinna sem eru betur stæðir og slævir alla eðlilega skynjun á efnahagslegt umhverfi. Við höfum haft tímabil stöðugleika í nokkur ár og mér finnst afar miður að heyra fólk segja að það skipti engu máli og hafi ekki skilað sér til fólksins í landinu. Mér er spurn hvar við værum stödd nú, ef ekki hefði tekist að ráða niðurlögum verðbólgunnar. Fari verðbólgan aftur á flot verður allt svo ótryggt, ekki verð- ur hægt að gera raunhæfar áætlanir og ýmsir vaxtarbroddar, sem sjá má í atvinnulífi nú, munu kafna." En fólk tekur ekkert mark á þessum stöðug- leika og segir bara fyrirtœkin grceða á þeim, fyrir utan að vextir séu ofháir og líka skattar. „Við íslendingar höfum tilhneigingu til að bera okkur saman við aðrar þjóðir. En oft ber- um við ekki heildarmynd okkar saman við heildarmynd hjá öðrum, heldur berum við hvern afmarkaðan þátt saman við þá þjóð sem hefur hann bestan. Ég er ekki viss um að við yrðum ánægðari með þau efnahagskerfi sem eru hjá þeim þjóðum sem liggja næst okkur. Ef við höldum þeini stöðugleika sem við höfum náð, vona ég að við þurfum ekki að kvíða framtíðinni í efnahagslegu tilliti. Það eru þó aðrir þættir þessu tengdir sem ég hef mestar áhyggjur af. Ég óttast að okkur takist ekki að viðhalda nógu fjölbreyttu þjóðfélagi til að halda í fólk. Unglingarnir okkar hafa fjölþjóða hugsunarhátt. Þeim finnst ekkert óyfirstíganlegt stökk að færa búsetu sína til annars lands. Við þurfum fjölbreytni og áræðni til að vera samkeppnisfær við aðrar þjóðir. Við eigum marga styrkleika í þeirri samkeppni, en verðum að vera opin fyrir möguleikum sem við höfum ekki þekkt áður. 27 v£ra

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.