Vera


Vera - 01.04.1997, Side 34

Vera - 01.04.1997, Side 34
Undanfarið hefur staöið yfir söfnun til þess að hægt sé aö kaupa húsgögn o.fl. á Heimili Litlu Ijósanna. urskoðun og ef þeir eru skoðaðir kemur í ljós að það sem við höfum sent út til hjálpar nauðstöddum börnum gegnum árin er tölu- vert meira en það sem kemur inn í framiög- um frá styrktaraðilum. Á sl. ári voru 26 millj- ónir króna sendar utan til hjálparstarfsins. Svo vil ég nefna nýju myndböndin sem við höfum látið gera á Indlandi sem sýna starf- semi heimilanna þar. Þau eru til sölu hér á skrifstofunni." Já, þau sýna börnin ljóslifandi í sínu rétta umhverfi og ég fékk meira að segja að sjá Dhönu kynna sig og veifa til mín. Hún var mjög glaðleg að sjá. Það var óskaplega gam- an að sjá hana. Síminn hringir oft og talsverður erill er á skrifstofunni. Ég veit að Guðrún Margrét hefur í mörg horn að líta og við ákveðum að slá botninn í samtalið. Móðir hennar er ein af sjálfboðaliðum skrifstofunnar og þar eru fleiri fullorðnar konur við störf. Guðrún Margrét vill í lokin benda lesendum VERU á að nú vantar um 150 stuðningsaðila til að standa á bak við börn sem komin eru inn á munaðarleysingjaheimilin tvö á Indlandi. Hún vonar að fleiri bætist í hóp styrktaraðila vegna þessara barna og eins vegna korna- barnastarfsins sem framundan er. Auk þess vantar alltaf sjálfboðaliða á skrifstofuna. Þegar ég kveð finn ég að þessi fundur okk- ar Guðrúnar Margrétar á eftir að verða mér lengi í minni. Framlag hennar til bágstaddra er svo sannarlega óvenjulegt. Meðan aðrir ergja sig yfir hvunndagslegum smámunum vinnur hún ötullega að því að forða ókunnum börnum frá örbirgð og dauða. Og laun henn- ar eru sú vissa að nú hafi enn einu barni hlotnast von um bjartari framtíð. Vonandi leggja fleiri íslendingar börnum lið á vegum ABC-hjálparstarfs og annarra í framtíðinni. Til þess að taka að sér bam er nóg að hringja í ABC hjálparstarf, s: 561 6117 og gefa upp númer á greiðslukorti, eða biðja um gíróseðil. VSV Virka daga kl. 13:00 17:00, helgarkl. 10:00-18:00, lokað miðvikudaga. Fjölskyldugarðurinn opinn sem ÚLÍvistarsvæði. iPFJOLSKYLDU- OC HOSDÝRAGARÐURINN I .uugardal, llafrafell v/Kngjaveg, 104 Heykjavík Sími 553 7700, Fax 553 7140 OPIÐ IVETUM njótum garðsins að vetri: 34 v£ra

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.