Vera - 01.02.1998, Blaðsíða 6

Vera - 01.02.1998, Blaðsíða 6
Þema Veru að þessu sinni er sjálfsmynd unglings- stúlkna. Hvað er það í samfélaginu og okkur sjálf- um sem gerir það að verk- um að við missum trúna á okkur á ákveðnum aldri? Og hvað er til ráða? Sjálfsmynd unglingsstúlkna „Þið deyið allar þegar þið verðið 15 ára,” hefur verið sagt um það þeg- ar stelpa breytist í konu. Kyn- þroskaskeiði stúlkna hefur einnig verið líkt við það að hverfa á dular- fullan hátt , eins og í Bermúda þrí- hyrninginn. Sjálfsmynd unglings- stúlkna er viðkvæmt fyrirbæri sem er mikilvægt að huga að. Ef hægt væri að koma í veg fyrir að hún bíði Bókin Reviving Ophelia, Saving the Selves of Adolescent Girls, (Ófelía lífguð við, sjálfsmynd unglingsstúlkna bjargað) eftir bandaríska sálfræðinginn Mary Pipher tek- ur á þessu vandamáli. Pipher hefur áður skrifað bók um þrá kvenna til að vera gránnar en hún hefur mikið unnið með konum sem hafa átt við átröskun (eating disorder) að stríða. Fegurðarímynd vest- rænnar menningar snýst um „rétta” þyngd og skilgreiningu á fegurð og í bókinni lýsir Pipher reynslu sinni af vinnu með unglings- stúlkur sem hafa leitað til hennar vegna al- varlegra vandamála sem á einn eða annan hnekki, væri eftirleikurinn auðveld- ari fyrir margar konur. Á þessum árum er algengt að námsárangur stúlkna versni, þær verði óákveðn- ar og finnist þær ekki vita hvað þær vilja þó þær hafi haft ákveðnar skoðanir á því nokkrum árum áður. Bjartsýnin minnkar, þær eru ekki eins áræðnar og forvitnar um lífið og áður. Þær fyllast sjálfsgagnrýni, hátt tengjast fegurðarímyndinni. Alvarleg- ustu tilfellin eru anorexía, sjálfseyðingar- hvöt og sjálfsmorðshugleiðingar en einnig vandamál eins og afneitun eða áhugaleysi á skóla, dapurleiki, þunglyndi og ágreiningur við foreldra. Margar af skjólstæðingum Piphers hafa verið beittar kynlífsofbeldi. Piphers veltir fyrir sér af hverju mun fleiri ungar stúlkur þurfi að leita sér að- stoðar sálfræðinga nú en áður og reynir að finna ástæðu fyrir sjálfseyðandi hugsunum þeirra. Hvað liggur að baki þeirri tísku að gera göt fyrir hringi á ýmsum stöðum á lík- amanum? Hvernig á að hjálpa þrettán ára verða þunglyndar og óánægðar með líkama sinn. Þessar stað- reyndir geta dregið dilk á eftir sér. Það er því stórt verkefni kvenna- baráttunnar að vinna gegn þeim slæmu áhrifum sem stúlkur geta orðið fyrir á unglingsárum; vinna að því að gera sjálfsmynd þeirra heila og óskaddaða og gefa konum aftur trú á sjálfar sig. stúlku að takast á við herpes eða vörtu á kynfærum? Af hverju eru eiturlyf og áfengi hluti af lífi grunnskólanema? Af hverju Þörf Ófelíu fyrir að þóknast öðrum tortímir henni sjálfri og líf hennar endar í geðveiki og sorg. Fagurlega klædd drekkir hún sér og flýtur á vatninu, þakin blómum. 6 v£ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.