Ritmennt - 01.01.2003, Qupperneq 20
EINAR H. GUÐMUNDSSON
RITMENNT
Á Bessastöðum
Sjálfsagt hefur ríkt nokkur eftirvænting meðal skólapilta og
kennara á Bessastöðum við skólasetninguna haustið 1822. Nýi
kennarinn var mikill vexti, með stórt og rólegt andlit og talaði
hægt og skýrt. Hann hélt þar stórskemmtilega setningarræðu um
sérgrein sína, stærðfræði, og hagnýtingu hennar á ýmsum svið-
um þjóðlífsins og sagði meðal annars:
Til þess að geta lifað, og lifað þægilegu lífi, verðum vér að nota þau gæði
sem guð hefur oss í náttúrunni fyrirbúið, til að nota náttúrunnar gæði
verðum vér að þekkja hennar gang; til að geta þekkt hennar gang verð-
um vér eða að minnsta kosti nokkrir af oss að rannsaka hann; til að
rannsaka hann verðum vér að reikna hann út oft og tíðum með mathe-
si applicata; til að reikna með mathesi applicata verðum vér að þekkja
mathesin puram og það til hlítar; og til þess að þekkja hana að gagni
verðum vér að kynna oss öll veltingabrögð hennar að svo miklu leyti
sem oss er mögulegt; og höfum vér ekki allir tækifæri og tómstundir til
þess, þá verðum vér að senda nolclcra njósnarmenn út sem gjöri það fyr-
ir oss. Sérhvör þjóð ætti því að hafa sína mathematicos til að senda þá
út í náttúruna sem njósnarmenn á undan sér til að rannsaka hennar
leyndardóma og sem vísi síðan þjóðinni á eftir hvört hún leita skuli til
að finna þau gæði sem í henni eru fólgin.15
Þótt ræðan sé augljóslega samin í anda upplýsingarinnar er róm-
antískur blær á flestum lýsingum, og ólíkt er hún skemmtilegri
aflestrar en ýmsar ritsmíðar erlendra upplýsingarmanna um
svipað efni.16
Björn var 34 ára þegar hann hóf lcennslu á Bessastöðum, og þar
kenndi hann samfellt í nær aldarfjórðung, eða til 1846, þegar
slcólinn var fluttur til Reykjavíkur.17 Þrátt fyrir góða byrjun,
milclar stærðfræðigáfur og einlægan vilja virðist honum elcki
íslenskum skólum fyrr á tímum. í þessu sambandi má einnig geta þess, að
staða stærðfræðinnar hérlendis fyrir 1822 var ekki ólík því sem verið hafði í
Noregi allt til loka 18. aldar (sjá [83]).
15 Sjá [14], bls. 57. Mathesis applicata er hagnýt stærðfræði, mathesis puia er
hrein stærðfræði og mathematici eru stærðfræðimenntaðir menn.
16 Sjá t.d. umfjöllun Thomasar Bugges um nytsemi mælifræðinnar í inngangi að
bókunum Forste Giunde til Regnekunsten og Algebia (Kaupmannahöfn
1772) og De foiste Giunde til Regning, Geometríe, Plan-Trigonometríe og
Landmaaling (Kaupmannahöfn 1795).
17 Um Bessastaðaskóla og starfið þar má t.d. lesa hjá [47, 58, 61, 94].
16