Ritmennt - 01.01.2003, Side 59
RITMENNT
BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NÁTTÚRUSPEKIN í NJÓLU
Aflgeislarnir út svo frá, ótal púnktum streyma
Frá sjónarhóli íslenslcrar vísindasögu er fjórði kaflinn í Njólu
sennilega einn áhugaverðasti hluti kvæðisins. Þar setur Björn
Gunnlaugsson fram kenningu sína um innsta eðli efnisins og
kallar hana „nýja staðfestingu liins fundna alheimsáforms, eða
tilgáng og myndun alls líkamlegs efnis fyrir mótspyrnu, samloð-
un og þýngd." Eftir því sem næst verður komist er hér um að
ræða fyrstu eiginlegu tilraun Islendings til þess að glíma við
þetta flókna viðfangsefni. Fram að þessu hafa fræðimenn þó lít-
ið sem ekkert fjallað urn kenningu Björns, enda má segja að fyrst
í stað hafi fáir íslendingar verið þess megnugir. Eftir hinar stór-
fenglegu uppgötvanir í eðlisfræði og efnafræði í lok nítjándu ald-
ar og byrjun þeirrar tuttugustu varð kenningin svo úrelt, eins og
svo margar aðrar tilgátur um minnstu einingar efnisins, sem ein-
göngu voru byggðar á hugmyndafræði fyrri tíma.
Hér er ætlunin að líta nánar á hugmyndir Björns og slcoða þær
í nokkrum smáatriðum. Best er að byrja á kvæðinu sjálfu, en þar
segir meðal annars í fjórða kafla:
Mótspyrnan sá máttur er,
mín sem orðin þýða,
guðs í rnundu himins her
og hauðrið skapar fríða.
Ef máttur þessi, mótspyrna,
markaði' ei sviðin geima,
þá í gapi ginnúnga
gjörvalt mundi sveima.
Iðan kvikar almagns þá
alla rúms um geirna,
aflgeislarnir92 út svo frá
ótal púnktum streyma.
Mótspyrnu hvað magn er þá?
mitt er þannig svarið:
vissir púnktar varnað fá,
að verði í þá farið.
Þegar kemur þessum nær
þeirra líkur granni,
stríður lcrapta stormur tær
stendur af himna ranni.
Einn sá púnktur mynda má
meður hvolfi srnáu,
sem aflgeislarnir farið fá,
frumögnina knáu.
Þá aflgeislar frá einum púnkt
annars mæta verða,
fyrirstaða', er þrýstir þúngt,
þar sig tekur herða.
Eins og foss í áar hyl
eys fram nýu vatni,
felli-slögum93 fleytt er til,
að frumögn eigi sjatni.
92 Úr skýringum Björns: „Aflgeislar er orð, myndað eins og ljósgeislar, til að
sýna, að í stað þess, að ljósgeislar eru ljós, þá séu aflgeislarnir afl. Þessir
stefna í allar áttir út frá púnktinum, eins og geislar."
93 Úr skýringum Björns: „Fclli-slög. Haldi maður hendinni neðarlega í fossi, þar
sem er dropaskil, finnur maður aðgreind slög; en ofan til í straumnum falla
55