Ritmennt - 01.01.2003, Side 64
EINAR H. GUÐMUNDSSON
RITMENNT
Árið 1856 brutust út í íslenskum blöðum miklar deilur um
smáskammtalækningar. Þær stóðu milli Jóns Hjaltalíns Jónsson-
ar (1807-82) landlæknis og íslenskra hómópata.104 Landlæknir
gaf einnig út harðorðan bæl<ling, Vísindin, reynslan og homöo-
patharnir [59a] þar sem hann varaði almenning við starfsemi
smáskammtalækna. Árið eftir svöruðu ýmsir hómópatar í sömu
mynt, þar á meðal Magnús Jónsson (1809-89) prestur á Grenjað-
arstað, sem sendi frá sér ritlinginn Dr. Hjaltalín og vísindin, eða
svar upp á rit hans: „Vísindin, reynslan og homöopatharnir"
[59b]. Ritdeilan var að ýmsu leyti sérstæð og þar áttu sér senni-
lega stað fyrstu og hugsanlega einu opinberu átökin á íslandi um
atómkenninguna.
í ádrepu sinni segir landlæknir meðal annars:
Það er ómögulegt að skipta efninu í svo smáa parta, eins og homöopath-
arnir þykjast gjöra, eða þynna þau, eins og þeir segja, því frumagnir (At-
omer) hlutanna, sem eigi verða þynntar, eru svo langtum stærri, en
homöopatharnir halda. Þetta hafa efnafræðingarnir sýnt á hinum
seinni tímum, og enginn getur neitað því ... Homöopatharnir halda, að
einu grani eða byggkorni og einum dropa verði skipt eigi aðeins í trillí-
ón, heldur og í decillíón-staði. En þetta stríðir þvert á móti reynslu efna-
fræðinganna um frumagnir hlutanna (Atomer).105
Svar Magnúsar hljóðar þannig:
Partar efnanna hljóta þó ætíð að hafa í sjer efni, fylla rúm, og þess vegna
vera skiptanlegir. Og undarlegt er það, að þessir hávitru (!!!) talsmenn
stóru frumagnanna, dr. Hjaltalín og hans líkar, skuli þykjast færir að
dæma um það, sem þeir þekkja ekki, því þessar svo nefndu frumagnir eru
heilaspuni þessara vitringa, og enginn þeirra hefur nokkurn tíma sjeð
þær; samt bera þeir fyrir sig vísindin, en tala þó og dæma eins og flón.106
Orðalagið minnir skemmtilega á viðhorf austurríska eðlisfræð-
ingsins Ernsts Machs (1838-1916) mörgum árum síðar. Líkt og
Magnús trúði Mach ekki á tilvist atóma og taldi þau hreina hug-
arsmíð manna svo sem Newtons, Daltons, Maxwells og Boltz-
manns.107
fróðlega grein um glímu Newtons við þetta forna vandamál: A. Janiaks:
Space, Atoms and Mathematical Divisibility in Newton. Studies in History
and Philosophy of Science 31, 2000, bls. 203-30.
104 Sjá t.d. bókina Öldin sem leið, Reykjavík 1955, bls. 226-27 og 232.
105 Sjá [59a|, bls. 10. Um er að ræða enskar einingar: Decillíón eða dekiljón er
10 og trillíón eða trilljón er 10 . í þessu sambandi má minna á, að fjöldi
einda í einu móli er gefinn með Avogadrostölu, 6,02x10' '.
106 Sjá [59b[, bls. 38. Til gamans má geta þess, að þeir Jón og Magnús höfðu báð-
ir verið nemendur Björns Gunnlaugssonar í Bessastaðaskóla.
60