Neisti - 12.05.1962, Blaðsíða 1
4. tölublað.
Laugardaginn, 12. maí 1962.
30. árgangur
Kjósið A-listann
—,
NEISTI
tJtgefandi:
Alþýðuflokksfél. Siglufjarðar
Ábyrgðarmaður:
Kristján Sturlaugsson
Aukin atvinna, áframhaldandi uppbygging
gg öryggi í fjármálastjórn er steína Alþýöirilokksins nú sem iyrr
Hafnarmál:
1) Byrjað verði á framkvæmdum við
Innri-höfnina í sumar, og hefur
nauðsynlegur undirbúningur þegar
farið fram til þess að svo megi
verða. Farið verði eftir tillögum og
áætlunum yfirstjórnar hafnarmála
og söltunarstöðvar byggðar upp í
áföngum og stefnt að því að a. m. k.
tvær stórar söltunarstöðvar verði
tilbúnar fyrir síldarvertíð næsta
sumar. Einnig verði byggð upp, svo
fljótt sem verða má, aðstaða fyrir
fiskverkun og smábátaútveg í Innri-
höfninni.
2) Á kjörtímabili því, sem nú er að
enda, hefur aðaláherzlan verið lögð
á endurbyggingu og stækkun hafn-
arbryggjunnar, sem fullbúin verður
eitt hið glæsilegasta mannvirki sinn-
ar tegundar hér á landi. Áherzla
verði lögð á að ljúka hafnarbryggj-
unni að fullu á þessu og næsta ári.
3) Flóðgarðurinn verði endurbyggður
samkvæmt þeim tillögum, sem vita-
málastjóri hefur lagt fram. Fé er
þegar fyrir hendi til þessarar fram-
kvæmdar.
4) Aðgerð fari fram á Öldubrjótnum á
komandi kjörtímabili. Verði skipt
um uppfyllingarefni í garðinum og
ný þekja steypt í stað þeirrar, sem
nú er að mestu ónýt, eftir aðeins
20 ára notkun.
Samgöngumál:
1) Alþýðuflokkurinn leggur á það höf-
uðáherzlu að lokið verði við veginn
og jarðgöngin gegnum Stráka, sem
fyrst, og heitir því að beita öllum
áhrifum sínum og mætti, bæði inn-
an þings og utan, til þess að svo
verði. Alþýðuflokknum er það full-
komlega Ijóst, að lagning Strákaveg-
ar er ekki einungis mikilvæg fyrir
Siglufjörð, heldur, og ekki síður,
fyrir sveitirnar vestan Sigluf jarðar.
2) Alþýðuflokkurinn leggur áherzlu á,
að 600 m f lugbraut verði byggð hið
allra fyrsta. Hefur þegar verið haf-
inn undirbúningsvinna að þessari
framkvæmd.
Atvinnumál:
1) Alþýðuflokkurinn lýsir því yfir, að
. hann styður hverja þá viðleitni, sem
getur orðið til þess að skapa hér f jöl-
breyttara atvinnulíf og stöðuga at-
vinnu.
2) Alþýðuflokkurinn fagnar því, að
bæjarstjórnin hefur samþykkt að
festa kaup á tveim vélbátum, og
lýsir sig fylgjandi tillögum þeirra
Birgis Finnssonar og Sigurjóns Sæ-
mundssonar, sem nú Iiggja fyrir
ríkisstjórn, að fiskiskip Siglufjarð-
arkaupstaðar og frystihús Síldar-
verksmiðja ríkisins verði rekið sem
sameign þessara aðila, til þess að
tryggja festu og öryggi í þessum
rekstri.
3) Alþýðuflokkurinn fagnar tilkomu
hinnar nýju niðurlagningarverk-
smiðju Síldarverksmiðja ríkisins og
telur það rétta stefnu að nýta sem
mest og bezt það hráefni, sem hér
berzt að landi. Áherzla verði lögð á
að fá innlenda eða jafnvel erlenda
aðila til að byggja upp fyrirtæki til
þess að fullvinna eins mikið og
mögulegt er af þeirri síld, sem berst
hér á land.
4) Kannað verði til hlítar, hvort ekki
er mögulegt að hagnýta hin auðugu
rækjumið, sem vitað er að eru hér
skammt undan.
5) Þá vill Alþýðuflokkurinn hafa for-
göngu í því, að hér verði byggð og
rekin stór kæligeymsla f yrir saltsíld,
sem rúmi 80.000 til 100.000 tunnur
af síld.
Fjármál bæjarins:
1) Lagt verði kapp á að afla bæjarsjóði
nýrra tekjustofna, til að mæta sí-
hækkandi rekstrarkostnaði.
2) Fjárhagsáætlanir verði afgreiddar
hallalausar, svo sem verið hefur síð-
asta kjörtímabil og fyllsta aðgát
höfð í f jármálum. bæjarins.
Ýmsar framkvæmdir:
1) Hafist verði handa um byggingu
verkamannabústaða við Hafnar-
götu, samkv. framlögðum teikning-
um.
2) Haldið verði áfram byggingu ráð-
húss, eftir því sem fjárhagsgeta
leyfir.
3) Haldið verði áfram ræktunarfram-
kvæmdum á Hólsbúinu, og athug-
aðir möguleikar á byggingu nýrrar
heyhlöðu og gripahúss.
4) Haldið verði áfram að steypa götur
og á annan hátt unnið að fegrun
bæjarins, á sama hátt og gert hefur
verið á þessu kjörtímabili. — M. a.
verði fyrirhugað skrúðgarðssvæði
afmarkað og skipulögð þar blóma-
rækt og trjágróður.
5) Komið verði upp stórvirkri grjót-
mulningsvél, í sambandi við vega-
gerð og byggingarframkvæmdir og
aðrar þungavinnuvélar keyptar, eins
og þegar hefur verið samþykkt í
bæ jarstjórn.
Heilbrigðismál:
1) Byggingu nýja sjúkrahússins verði
lokið á kjörtímabilinu og það tekið
í notkun.
2) Reynt verði að fá yfirstjórn heil-
brigðismála til þess að fallast á að
byggja hér embættisbústað fyrir
héraðslækni.
Iþróttamál:
1) Færanlegt gólf verði keypt til þess
að setja yfir sundlaugarþróna og
sundlaugin gerð að fullkomnu
íþróttahúsi, til notkunar á vetrum.
2) Unnið verði að byggingu íþrótta-
svæðis fyrir enda Hafnargötu og
Laugarvegs, en þar komi tveir knatt-
FRAMHALJ) á bls. 2.
Listi Alþýðuflokksins er A-listi