Neisti


Neisti - 21.05.1962, Blaðsíða 5

Neisti - 21.05.1962, Blaðsíða 5
5 Þegar kommúnistar og Framsókn stjórnnðu Siglufirði LAUSARSTOfiUR Eftirtaldar stöður eru lausar við Sundlaug Siglufjarðar: Sundlaugarstjóri, aðstoðarsundlaugarstjóri, baðvörður í kvennaklefum, baðvörður í karlaklefum. Störfin verða veitt frá 1. júní n. k. — Umsóknir sendist á bæjarskrifstofuna. Sig'lufirði, 15. maí 1962. Bæjarstjóri. Ti'kynning frá Síldarverksmiðjum ríkssins Þeir verkamenn, sem óska eftir að starfa hjá oss sumarið 1962, eru vin- samlega beðnir að sækja um vinnu fyrir 1. júní n. k. Siglufirði, 15. maí 1962. Síldarverksmiðjur ríkisins. AUGLÝSING um bæjarstjórnarkosiiingarnar i Siglufirði 27. maí 1962. Kjörfundur til að kjósa 9 aðalmenn og jafnmarga varamenn í bæjarstjórn Sigluf jarðarkaupstaðar til næstu f jög- urra ára, hefst í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, sunnudaginn 27. maí kl. 10 árdegis, og skal kjör- fundi vera lokið eigi síðar en kl. 11 e. h. (kl. 23). Talning atkvæða hefst skömmu eftir að kjör- fundi lýkur. Siglufirði, 16. maí 1962. I kjörstjórn Sigluf jarðarkaupstaðar: Jóhann Jóhannsson. Eyþór Hallsson. Otto Jörgensen. Losunar- og lestunardeild Verkamannafélagsins Þróttar óskar eftir þrem starfsmönnum nú þegar. Upplýsingar í síma 398 og 225. Það dylst engum lengur, sem fylgist með kosningabaráttunni, að heitasta ósk Bjarna Jóhanns- sonar og félaga hans er sú, að eftir bæjarstjómarkosningarnar 27. maí n. ik. hafi þeir Fram- sóknarmenn aðstöðu til þess að mynda meidhluta með kommún- istum. Til er gamailt máltæki, sem seg- ir: ,,Til þess eru vítin að varast þau“. Það villl svo til, að á ár- unum 1950—1954 voru kommún- istar og Framsókn alls ráðandi um málefni bæjarfélagsins. Sam- starf þeirra var innilegt og kær- leiiksríkt, en ekiki að sama sikapi giftusamlegt fyrir byggðarlagið. Til er greinargóð lýsing á afrek- um þessara manna í þágu bæjar- ins, og er hana að finna á Kosn- ingablaði Alþýðubandalagsins frá 16. jan. 1958. Lýs- ingu þessa skrif- aði Vigfús Frið- jónsson, sem þá skipaði efsta sæti á lista Alþýðu- bandalagsins, og er ástæðulaust að Vigfús halda, að hann á nokkum hátt hafi viljað halla á sína menn. — Frá- sögn Vigfúsar fer hér á eftir. — (Millifyrirsagnir og ileturbreyting- ar er Neista). FLÓTTINN ÚR BÆNUM 1 umræddri grein segir Vigfús: „Á undanförnum árum hefur liugmyndin um flótta úr bæn- um meira og minna gripið okkur alla. Þegar svo for- ystumenn bæjarins voru slegnir þeirri blindu í upphafi hernámsvinnunnar í Keflavík, að leysa atvinnu- Ieysisvandamálið á þann hátt, að senda fólkið burt úr bæn- um, — og gekk þetta meira að segja svo langt, að for- ystumennirnir gorta af því enn þann dag í dag, að hafa losað bæinn við svo og svo marga verkamenn og fjöl- skyldur þeirra — þá keyrði loks alveg um þverbak--- Áður en lengra er haldið með frásögn Vigfúsar, má geta þess, að Framsóknarmenn þökkuðu sér fyrst og fremst það, að hafa út- vegað verkamönnum atvinnuna á Keflavíkurflugvelli, og í kosning- unum 1954 voru þeir mjög á eftir atkvæðum þessara manna. ÞÁ HÖFST NH)UR- LÆGINGARTlMABIL SIGLUFJARÐAR lEn Vigfús hafði meira að segja um afrek kommúnistanna og Framsóknar í málefnum Sigki- fjarðar. Hann íheldur áfram og segir: „Þáverandi bæjarmálafor- usta sveikst undan vandan- um, — treysti sér ekki til þess að sýna einurð og dugn- að og hefja uppbyggingu, — heldur valdi leiðina undan veðrinu, og hjálpaði fólkinu til að flýja bæinn. Má segja, að þegar fyrsti hópurinn lagði upp frá Siglufirði í leit að gulli og grænum skógum á Reykjanesskaga, hófst nið- urlægingartímabil Siglufjarð- ar“. Ekki er hún fögur lýsingin á bæjarmálaforustu maddömu Fram sóknar og kommúnista. En Vig- fús hefur ekki sagt sitt síðasta orð, og hann heldur áfram og segir: „Nei, sökin er öll hjá þeiin bæjarstjórnarmeirihluta, sem hafði verið kjörinn til þess að sjá um velferð bæjarfélags- ins. En sveikst um, þegar mest á reyndi. Það má segja, að }>egar flóttatímabilið hófst, staðnaði allt athafnalíf hér í bænum. Það var hlaupið frá Innri- höfninni, þar sem festar höfðu verið milljónir króna. Það var hlaupið frá hálf- byggðum húsum, og fallandi gömlum húsum. — Hafnar- bryggjan var að falla sam- an — —“. „TIL ÞESS ERU VÍTIN AÐ VARAST ÞAU“ Svo mörg eru þau orð Vigfúsar Friðjónssonar, og hún er ófögur lýsingin á meirihlutatímiabi! i Framsóknar og kommúnista, en hún er að öflilu leyti sönn. Það er kaldhæðni örlaganna að Fram- sóknarmenn með Bjarna Jóhanns- son í broddi fylkingar skuli nú sem mest biðla itil siglfirzkra kjósenda, til þess að geta endur- nýjað samstarfið við kommúnista frá kjörtómabilinu 1950—1954. — Þetta brölt Bjarna og sálufélaga hans er því verra, þar sem þriú efstu sæti Allþýðubandalagsins eru skipuð þremur hreinlínu-komm- únistum — mönnum, sem hafa litla reynslu hvað varðar málefni byggðarlagsins — og eru algjör- lega áhrifalausir, bæði innanbæj- ar og utan. Þetta er almennt álit bæjarbúa. EINA LEIÐIN TIL AÐ FORÐAST ÓGÆFU Þaö er aöeins ein leiö til þess að koma í veg fyrir aö sú ógœfa dynji yfir Sigln- fjörð, aö kommúnistar og Framsókn myndi meirihlula eftir kosningar, og hún er sú, að kjósendur í Siglufirði fylki sér um A-listann, og votti Alþýöuflokknum á þann hátt traust sitt fyrir ötula og starfsama forustu í bœjarmálum Siglufjarðar síöastliðin fjögur ár. Aukið atkvœöamagn A- listans þýðir, að eftir kosn- ingar verði hér myndaöur meirihluti, undir forystu jafnaöarmanna. Hvert at- kvœði greitt Alþýðuflokkn- um í kosningunum 27. maí, er því til að bjarga Siglufirði og siglfirzkum málstað. »■»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•» ♦♦♦♦♦♦ ★ GULRÆTUR í dósum. ★ Litlabúðin

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.