Neisti


Neisti - 24.10.1962, Blaðsíða 4

Neisti - 24.10.1962, Blaðsíða 4
4 N'EISTI Miðvikudaginn 24. október 1962 IÞROTTIR KNATTSPYRNUMÓTI Norð urlands er 'lokið að þessu sinni. Úrslit urðu þau, að KA sigraði og hlaut 10 stig, nr. 2—3 urðu KS og Þór með 7 stig, en UMSS, HSÞ og UMSE ráku lestina með 2 stig hvert. Mótið fór fram á fimm stöðum, eða með svip uðu fyrirkomulagi og árinu áður. Er þetta fyrirkomu- lag ekki það ákjósanlegasta, þótt betra sé, en það sem áður var. Ber að breyta þessu í annað og betra horf og koma á tvöfaldri umferð, eða þannig að lei'kið verði heima og heiman. 'Virðist á- hugi vera fyrir því hjá ölll- um aðilum, og er því von- andi að framtaksleysi verði þessu máli ekki fjötur um fót. Einnig er nauðsynlegt að koma á fastri yfirstjórn þessa móts, en nauðsyn þess kom einna berlegast fram á síðasta móti, er enginn vissi hver standa skyldi fyrir því, þegar til kastanna feom. Gæti það þá einnig verið í verfeahring þeirrar yfirstj- órnar að vera æðsta dóm- vald í viðkvæmum málum um, sem virðast hafa nífea tilhneigingu itil að skjóta upp kollinum. Það 'hefði verið góð af- mælisgjöf til KS á 30 ára afmællinu, að meistaraflokk- ur þess hefði fært því sig- urinn heim að þessu sinni, sem árið áður. En því miður fór allt á annan veg, og kemur margt til. Það mun vera almenn skoðun, að lið- inu hafi farið laftur frá fyrrra ári, en þó mun það ekki ’hafa verið skipað alveg sömu mönnum bæði árin. Vörn liðsins var skipuð nær eingöngu sömu mömium, meðan sífelldar breytingar og mannaskipti áttu sér stað í framlínunni, þannig að hún náði aldrei saman sem skyldi Vörain var því sá hinn sterk ari hluti liðsins, enda at- hyglisvert hve fá mörk liðið gerði og hve fá það fókk á sig, miðað við hin liðin. Þá mun keppnisleysi hafa háð hðinu eitthvað í heild, en nú mun vera hugur í mönnum að tilkynnna þátttöku í ann- arri deild Islandsmótsins að ári. Félagið fer nú senn að hefja vetrarstarf sitt, sem er miðað við að halda mönn- um í einhverri æfingu yfir veturinn. Er vonandi að við ejáum strákana okkar aftur á vellinum næsta sumar, fríska og spræka undir leið- sögn góðs þjálfara, færandi okkur sigur. KNATTSPYRNUMÓTI G,S. lauk fyrir nokkrum dögum. Úrslit urðu þau, að IV. beikk ur hlauit 4 stig, I. bekikur 2 stig og III. bekkur ekkert. 1 lok mótsins fór svo fram leikur milli úrvals úr neðri bekkjunum gegn meisturum úr IV. bekk. Lauk þeim leik með jafntefli, 0—0. íþrótta- mót innan skóla eru ágætt fyrirbrigði, og ættu nem- endur að athuga möguleika á að útvíkka þá starfsemi. Mætti t.d. hafa skóiamót í körfubolta, handbolta, svo að ekki verði minnst á sjálfa skíðaíþróttina. Til sérstakrar athugunar ættu nemendur að taka möguleika á því, að hafa sundmót, og mætti þá einnig etja kapp við aðra t.d. iðskólann. Það er einmitt upp úr slíkri starfsemi, sem okkar beztu sundmenn hafa verið uppgötvaðir. 3. FL. KS fór fyrir nokkru í keppnisför til Húsavíkur. Voru þar leiknir tveir leikir og ednaði sá fyrri með jafn- tefli, 2—2, en þann síðari unnu Siglfirðingar með 1—0. Sérstaklega var til þess tek- ið, hversu fádæma vel var tekið á móti hinum ungu KS-ingum, sem lengi minn- ast gestrisni Þingeyinga. Séu þeir ætíð velkomnir til Siglu- fjarðar. HANDKNATTLEIKUR mun hafa verið æfður á í- þróttavellinum í sumar af ungum áhugasömum stúllk- um úr bænuim. Er gaman itil þess að vita að þessi íþrótt skuh vera endurreist hér, en handknattleikur kvenna mun vera töluvert stundaóur í nágrannabæjum okkar. Stúlk urnar munu eiga við erfiðar aðstæður að etja, þar eð enginn sérstakur handknatt- leiksvöllur er til, en meðan áhuginn er fyrir 'hendi er mikið haft. Hér áðnr fijrr var mikill áhugi á Iiandknatt- leik meðat stúlkna í bænum! TJngir knattspgrnu- kappar í eldri KS - búningum • Margir þeirra léku nú með liði eldri KS-inga á dögunum! NÝIR BÚNINGAR. KS hefur fengið sér nýja knatt- spyrnubúninga, bláar skyrt-1 ur og hvítar buxur. Munu þeir ætlaðir til skiptanna og til tilbreytingar við og við. Einnig ef tvö innanbæjarlið keppa er skemmtilegra að sjá bæði liðin í fallegum foún- ingum. Merkar knattspyrnufréttir Tvær undanfamar helgar vom háðir hér á íþróttavell- inum síðustu stórleikir árs- ins. Voru þar hinir eldrí og reyndari að leiða hinum yngri fyrir sjónir, hvar Davíð keypti ölið. Var þar atgangur mikilll, svo að í steinum og stígvélum small. Fyrri 'leikinn unnu hinir eldri stórglæsilega og létu þá ungu spandera einum 5 mörkum á sig. Urðu þeim því fremur ,,hæg“ heima- tökin að þessu sinni. 1 síðari leiknum var mikill hugur í þeim yngri og átti nú al- deilis að hefna ófaranna, en allt kom fyrir ekki. Þeir hlupu og veltust yfir stokka og steina, en allt rann út í sandinn. Leiknimi lauk því með greinilegu jafntefli, þar eð báðir unnu sinn hvorn hálfleikinn. Heyrt á vellin- um: „Hvoram megin em öldungarnir?“ ★ Gleðileg tíðindi. Sl. þriðju- dagskv. boðaði bæjarstjórn íþróttamálanefnd, stjórn í- þróttabandalagsins og stjórn KS á sinn fund. Var þar samþ. staðsetning íþrótta- svæðis fyrir sunnan enda Hafnargötu og Laugarvegs. Er þá eftir að leggja málið fyrir bæjarstjórn, þar sem það hlýtur væntanllega ein- róma afgreiðslu. Ef unnið yrði að teikningum í vetur, er ebki fjarri lagi að ætla, að framkvæmdir gætu hafist að vori. Eru það vissulega gleðileg tíðindi, að þetta mál sé komið á rekspöl, því að tilkoma grasvallar er mikil- vægt skilyrði fyrir því, að verulegar framfarir geti átt sér stað í kattspyrnunni eins og sézt bezt á nágrönnum okkar, Akureyringum. Þáttur úr skýrslum Sovétstjórnarinnar KiS-INGAR eru beðnir að mæta vel og stundvíslega á æfingar félagsins í vetur, en þær fara fram á miðviku- dagskvöldum 'kl. 8 og á laug- ajrdagskvöldum kl. 9 í leik- fimisal bamaskólans. Undir titlinum „Verkalýðs hreyfingin í hinum kapital- isku ilöndum frá 1959 — 1961“ gaf stofnun nokkur í Moskvu fyrik alþjóðavið- skipti og alþjóða sambönd út rannsóknir sinar til upp- sláttar 'fyrir almenning. Efni þeirra var: flokkadrættir á Vesturlöndum, hin þjóðlega byltingarsinnaða hreyfing í vanþróuðu ríkjunum og styrkleiki hins alþjóðlega kommúnisma. Af 87 kommúnistaflokkum 1 heiminum sem eiga að telja u.þ.b. 40 milljónir meðlima, skilja hinir sovézku skýrslu- gerðarmenn á milli þriggja „aðalflokka". Eru þá fyrstir taldir ríkjandi kommúnista- flok'kar hinna 12 ríkja innan járntjaldsins, sem eiga að telja s'amtals um 34,5 millj. meðlima. X annan „aðal- flokk“ eru settir 48 flokkar hinna vanþróuðu landa Asíu, Afríku og latin-Ameríku. í þriðja sæti koma svo 26 kommúnistaflokkar hinna há Húsbændurnir í Moskvu ekki í neinum vafa um eðli íslenzkra komma og fara um þá viðurkenningarorðum! þróuðu iðnaðarlanda Evrópu USA, Japan, Kanada, Ástra- líu og Nýja Sjálands. Raðað eftir meginlöndum eiga að vera 20 kommúnista- flokkar í Evrópu utan Aust- blakkarinnar, 18 í Asíu, 24 í Norður- og Suður-Ameríku, 7 í Afríku og 2 í Ástral'íu og á Kyrrahafseyjum. Af hin- um 87 kommúnistaflokkum em nú sem stendur 12 við völd, 35 starfa við löglegar aðstæður, 30 em bannaðir og 6 starfa við „hálf löglegar aðstæður“ (fjórom flokkum er hér sýnilega gleymt í þess ari uppstillingu). Meðlimatala ríkjandi komm- únistaflokka Austblakkar- innar ero: Kína 17 millj.; Sovétríkin 9,8 millj.; Tékkó- slóvakía 1,6 millj.; flokkur Ulbrichts 1,5 millj.; Pólland 1.269.000; Norður Kórea 1.120.000; Rúmenía 870.000; Búlgaría 515.000; Ungverja- land 478.000. Hinn bannfærði stalinski flokkur Albaníu rek ur svo lestina með 53.700 ásamt hinu Moskvu-itirygga mongólska „Byltingarsinnaða Alþýðu'bandalagi" sem telur 43.800 meðlimi. Utan Austblakkarinnar eru 20 kommúnistaflokkar í Ev- rópu, en af þeim ero 4 bann- aðir (Spánn, Portúgal, Grikk land og Vestur-Þýzkaland) ; 16 flokkar mega starfa ó- hindraðir. Fremstur þeirra er kommúnistaflok’kur Xtaliu, sem sagt er að eigi að telja 1,8 milljónir meðlima, en þar koma á eftir kommúnistafl. Frakklands með 407.000 og kommúnistafl. Finnlands með 48.000 meðlimi. Sérstökum viðurkenningarorðum fyrir árangursríka starfsemi er far ið um „AKEL“ á Kýpur og kommúnistaflokk í s 1 a n d s, sem stimplaður er með 1.500 meðlimi, einnig er kommún- istafl. dvergríkisins San Mar- ínó hælt, en hann kvað hafa um 1.000 meðhmi, en eins og kunnugt er, er tiaia lands- manna ekki nema um 16.000. Kommúnistafl. Svíþjóðar er einnig lofi hlaðinn, vegna þess að 4,5% atkvæða féllu honum í skaut. 'Um hina áhr. minni kommúnistafl. Evrópu sagt, að flokkurinn í Eng- landi telji 29.000 meðlimi, í Belgíu 13.000 meðlimi og að hinn svissneski „Flokfcur Vinnunnar“ telji 3.500 til 4 þús. meðlimi. Yfir flokkana í Noregi, Danmörku, Austur- ríki, Hollandi, Luxemiburg og írlandi vantar allar tölur; á „Kommúnistabandalagið“ í Júgóslavíu er ekki fotið sem kommúnistaflokk og er þvi ekki lýst á einn eða annan hátt. (Framhald á 3. síðu)

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.