Vera


Vera - 01.12.1999, Qupperneq 44

Vera - 01.12.1999, Qupperneq 44
F E M í N I S I I E E R Á B í Q Anna Ólafsdóttir Björnsson * Kjarnakonur Það hefur lengi staðið til að taka fyrir nokkrar myndir um kjarnakonur, sumar með nettum feminískum boðskap, sem ef til vill eru ekki efni í heilan kvikmyndapistil en verðskulda engu að síður athygli. Nú skal verða af því. Þetta eru myndir sem eiga það aðallega sammerkt að vera um konur sem láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna við mjög margvíslegar aðstæður. Til glöggvunar flokka ég þær á gamaldags hátt eftir vinsælustu sýningartímum bióanna - en þessar myndir eru allar fáanlegar á helstu myndbandaleigum. 3 bíó: Harriet the Spy (1996) Þessi mynd prýðir list- ann yfir tíu bestu myndir ársins 1996 hjá feminískum kvik- myndagagnrýnendum í Bandaríkjunum. Hún kom verulega á óvart. Frómt frá sagt hefði ég ekki skoðað hana nema vegna þess að hún hafnaði á þessum lista. Söguhetjan er 11 ára gömul stelpa, Harriet, sem Michelle Trachtenberg leikur. Barnfóstran hennar, Gulla, sem Rosie O'Donnell leikur, hvetur hana til að þroska með sér hæfileikann til að skrifa sem stelpan hefur fengið ríkan skammt af. Hún segir henni að athuga hegðun fólksins í kring um sig og skrá nákvæmlega. Harriet tekur hlutverk sitt mjög alvarlega, kannski full-alvarlega, og njósnar samviskusamlega um vini jafnt sem ókunnugt fólk. Leikur barnanna er sérstakt aðalsmerki myndarinnar og eiginlega lifir maður sig inn í heim þeirra. Stelpurnar eru gerendurnir, eins og títt er um stelpur áður en þær komast á flissald- urinn. Þetta er hvorki barna- né fullorðinsmynd heldur bara góð mynd fyrir fólk sem hefur áhuga á mannlegum samskiptum. Leikstjóri er Brownen Huges og myndin er að mestu leyti tekin í Kanada. 5 bíó: Guarding Tess (1994) Það er fyrst og fremst góður leikur Shirley MacLaine sem veldur því að ég mæli með þessari mynd. Hún leikur Tess, skapmikla fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna sem þolir ekki þá þvingun sem líf- verðirnir í kringum hana eru í lífi hennar. Sam- skiptin eru bæði dramatísk og ærslafengin og myndin er á mörkum þess að vera spennumynd og drama. Nicoias Cage leikur lífvörð sem er í lykilhlutverki nokkra mánuði í lífi Tess. Hann skilar sínu hlutverki mjög vel, er að vísu ofboðslega Cage-legur, en það er nú bara kostur. Shirley MacLaine Ijær sínu erfiða hlutverki skemmtileg blæbrigði og það sem mestu máli skiptir hve auð- velt er að láta sér þykja vænt um persónurnar í myndinni, hversu fáránlegar sem þær eru í raun og veru. Leikstjóri er Hugh Wilson. 9 bíó: Roseanna's Grave (1997) Roseanna's Grave, sem einnig hefur verið gefin út undir nafninu For Roeseanna, er grá kómedía (ekki kolsvört) um ítalskan eiginmann sem berst fyrir því að tryggja krabbameins- veikri konu sinni leg- stað í kirkjugarðinum í þorpinu þeirra. Jean Reno er alveg óborganlegur í hlutverki Marcello, eigin- mannsins trygga og trausta, sem leggur allt í söl- urnar fyrir konuna sína. Það er alveg merkilegt að sjá þennan furðulega leikara í svona hlutverki, en það væri erfitt að hugsa sér annan betri í það. Myndin nálgast það að vera ærslaleikur á köflum en Ijúfur og alvarlegur undirtónn í mátulegum skömmtum með. Merchedes Ruehl er hófstilltari sem Roseanna en eftirminnileg, ekki síst í seinustu senunum. (tölsk/amerísk framleiðsla. Leikstjóri Paul Weiland. 11 bíó: Coming Home (1978) Þessi mynd var sú fyrsta í röð margra mismun- andi friðelskandi banda- rískra kvikmynda um Ví- etnamstríðið og heim- komu hermanna ( og eftir stríðið. Að mínu mati ber hún af jafnvel hinni sterku Deer Hunter, sem fjallar um svipað efni. Það sem mér finnst spennandi við myndina er að skoða aðalpersónuna, Sally, sem Jane Fonda leikur. Ég þurfti að kyngja nokkrum fordómum um Barbarellu, framtlðarskutlu og lík- amsræktarfrömuðinn í röndótta dressinu, til að njóta þess að sjá Fonda í þessu hlutverki en það tókst, enda fékk hún Óskarinn fyrir hlutverkið, ásamt mótleikaranum Jon Voigt, sem er einnig mjög eftirminnilegur í sínu hlutverki. I upphafi myndarinnar er hún hlýðin og góð eiginkona yfir- manns I Bandaríkjaher og aldrei hefur staðið á eigin fótum. Hann bannar henni að vinna úti þeg- ar hann fer til Víetnam að yfirmannast og henni finnst greinilega ekkert athugavert við það. En henni finnst að hún hljóti nú að „mega" vinna sjálfboðastarf á herspítala og þar öðlast hún bæði lífsreynslu og sjálfstæði til að standa á eigin fót- um. Aðrir atburðir myndarinnar yfirskyggja þessa atburðarás en ef grannt er skoðað er þessi þráð- ur sterkur og óslitinn í gegnum alla myndina. Skoðið bara, stelpur. Tími myndarinnar er dálítið skemmtilegur, bæði tímarnir sem hún á að endur- spegla og einnig sú staðreynd að þegar fram- leiðsla hennar hófst stóð stríðið enn. Myndin er öflug ádeila á það, en þegar gerð hennar lauk var stríðinu lokið. Aðstandendur myndarinnar hafa sjálfsagt ætlað henni að vera innlegg ( ádeiluna á stríðið, enda flestir aktívistar gegn stríðsrekstri Bandaríkjamanna í Víetnam. En sem betur fór fékk myndin að halda sínum brag þótt strfðið væri búið. Leikstjóri er Hal Ashby. 44 • VERA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.