Vera


Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 51

Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 51
liggja í rúminu með mæli bundinn utan um sig. Ef hún vildi bera sig öðruvísi að, til dæmis hreyfa sig um eða fæða krjúpandi, var því nánast ekki við- komið á deildinni. Ein Ijósmóðir sem Sheila ræddi við sagði að ef mæður vildu eiga val- kost á fyrsta stigi fæð- ingar, þ.e þegar hhðar- nar vinna hægt og ró- lega að því að opna leghálsinn, ættu þær ekki að koma inn á deildina fyrr en annað stig fæðingar væri að nálgast. Á ómeðvitaðan hátt tóku Ijósmæðurnar þátt í því að grafa undan rétti móðurinnar til að ráða yfir eigin líkama. Konan var afklædd og gert að klæðast spítalaslopp við innkomu, hún var skoð- uð að neðan og rmælir bundinn um hana. Hún var gerð að sjúklingi sem frá og með innlögn var í höndum starfsfólksins sem vann ötulum höndum að því að henni myndi batna. Það var mikilvægt fyrir Ijósmæðurnar að halda ávallt stofum lausum fyrir konur sem komu inn á síðustu stigum fæðingar og fæddu á mjóg skömmum tíma. Miklu máli skipti að greina konu rétt þegar hún kom inn og taldi fæðingu hafna. Ef Ijósmóðir mat ástandið svo að konan væri komin í fæðingu þá var hún lögð inn, en ef fæð- ingin tók síðan langan tíma að komast á skrið urðu Ijósmæðurnar gjarnan pirraðar. Allt mlðað að því að flýta fæðlngunni Sheila komst að því að Ijósmæðurnar flokkuðu konur sem komu inn í tvo hópa, annars vegar hin- ar dugmiklu (the labourers) og hinsvegar hinar lötu (the nigglers). Sú sem ekki var „dugleg", var ekki komin á gott skrið í fæðingu, fékk ekki jafn gott viðmót eða góða þjónustu og hin sem gekk betur. Hún var álitin „slæmur sjúklingur" þar eð legháls hennar hafði ekki opnast nægilega. Þetta er mjög athyglisvert og ætti að vekja starfsfólk fæðingardeilda til umhugsunar um hvernig það á ómeðvitaðan hátt tekur á ólíkan hátt á móti kon- um. Inngrip í /æðingar voru mjóg algeng á þessum fæðingardeildum. Mæður voru oftast ekki spurð- ar að því hvort þær vildu láta sprengja belginn eða fá pethidin-sprautu. Allt miðaði að því að flýta fæðingunni sem greinilega var talin óvel- komin og þjáningarfull reynsla fyrir hina verðandi móður. Athygli Ijósmæðra beindist nær alfarið að öðru stigi fæðingarinnar, þ.e. hinni eiginlegu út- færslu barnsins. Andrúmsloftið gerbreyttist þegar að því kom, spenna og eftirvænting lá í loftinu. Sheila veitti því athygli að Ijósmæðranemum var mikið í mun að fá að vera viðstaddir sem flestar fæðingar en létu sér síður annt um að fylgjast með konu fyrir og eftrr fæðingu. Ef nokkrar kon- ur voru é öðru stigi fæðingar á sama tíma var rmikið álag á Ijósmæðurnar sem hlupu á milli stofa. Þær andvörpuðu þá gjarnan stundarhátt hvað væri að þessum konum að fara allar af stað í einu. Sheila varð vör við að Ijómæðurnar treystu mæðrunum ekki til að dæma um eigið ástand. Hún heyrði þær oft segja í símann við konur sem töldu sig vera komnar af stað að þær ættu þá bara að koma inn svo að þær, Ijósmæðurnar, gætu ákvarðað hvort fæðing væri hafin. Sheila nefnir sláandi dæmi um það hvernig Ijósmæður töldu að einungis þær gætu skorið úr um gang fæðingar. Ein móðir sagði til dæmis að hún upp- lifði sterkar hríðar en Ijósmóðirin svaraði henni að sér fyndist þær nú vera frekar veikar. Önnur Ijós- móðir sagði konu sem stóð í polli af vatni að leggjast á bekk svo hún gæti athugað með bómullarpinna hvort vatnið væri farið! Fleiri slík dæmi er að finna í 5. kafla bókarinnar. Einnig var mjög algengt að Ijósmæður notuðu ákveðið orðfæri, samskonar og foreldri notar við barn sitt, til að koma konunni í skilning um að hér væri það Ijósmóðirin sem réði. Hún vissi hvað væri fyrir bestu. Sheilu varð Ijóst að sumum konum fannst óþægilegt að láta tala svona við sig en létu sig þó hafa það. Hún ræddi við mæður bæði fyr- ir og eftir fæðingu og varð Ijóst að þær gerðu litl- ar sem engar kröfur til þjónustu Ijósmæðranna. Orð einnar sétu föst í huga Sheilu: „Ég er á lífi, ég hef son minn f fanginu, hvað meira get ég beðið um?" Sheila veitti vaktaskiptum sérstaka athygli eins og fyrr segir og komst að því að gæði upplýsing- anna sem fóru á milli tveggja Ijósmæðra um til- tekna konu voru nétengd því hversu mikið legháls hennar hafði opnast. Mestu upplýsingarnar fóru fram ef konan hafði útvikkun á bilinu 7-10 cm og annað stig fæðingar hafið eða að hefjast. Og ein- ungis þá fóru vaktaskiptin fram inn I fæðingarher- berginu og konan fékk að vera með. Oftast fóru vaktaskipti þó fram í vaktherberginu eða á ganginum, ef mikið var að gera, og voru þá eingöngu gefnar mjög takmarkaðar upplýs- ingar. Athyglisvert er að ef Ijósmæðranemar voru kallaðir til að veita upplýsingar var þeim gert að tala á lækna- máli, þ.e. tala um kon- urnar og gang fæðing- arinnar á svo til óskilj- anlegri latínu. Sheila skildi ekki hver væri tilgang- urinn með þessu þar sem Ijósmæður notuðu sjaldan slíkt orðalag sín á milli. Verðandi mæður eru ekki sjúklingar Bókin The Social Meaning of Midwifery á sannar- lega erindi við bæði leikmenn og lærða sem hafa áhuga á að skilja hvaða merkingu barnsfæðing hefur í nútímasamfélagi og hvaða skilning Ijós- mæður leggja í starf sitt. Hún ætti einnig að nýt- ast þeim sem vilja skoða hvernig hægt væri að bæta þjónustu við verðandi mæður og fjölskyldur þeirra. I auknum mæli er farið að bjóða upp á persónulegri og nánari þjónustu, líkt og MFS- deildin (meðganga-fæðing-sængurlega) á Land- spítalanum býður upp á. Markmiðið hlýtur að vera að öllum mæðrum bjóðist slík þjónusta enda tel ég að sú hugsun sé að verða ríkjandi að verð- andi mæður séu ekki sjúklingar og að konan sé sjálf við stjórnvölinn, hún finni best hvað sé að gerast í eigin líkama. Með bók sinni minna Sheila Hunt og Anthea Symonds okkur á að ýmis form á samskiptum festast í sessi og valda því að við hegðum okkar ómeðvitað á tiltekinn hátt. Með rannsókn sinni hefur Sheilu Hunt tekist að varpa Ijósi á hið hulda tákn- og merkingarkerfi sem markar skilning Ijós- móður á starfi sínu og hefur ótvíræð áhrif á hvernig þjónustu hin verðandi móðir hlýtur. Rann- sókn hennar á þessum tveimur tilteknu fæðingar- deildum I Skotlandi hvetur Ijósmæður til að rýna í eigin störf og eigin skilning á því hvers eðlileg barnsfæðing þarfnast. Höfundur er BA í heimspeki og við MA-nám i uppeldis- og menntunarfræði við Hl. Hún er móðir fjögurra barna á aldrinum 2-13 ára. VERA 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.