Vera


Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 55

Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 55
jólabœkum-ar R ó K A D Geðveikin veitir írelsi Guilið í höfðinu eftir Diddu Forlagið 1999 Skáldsaga Diddu, Gullið í höfðinu, ber undirtitil- inn hetjusaga, en það er írónía þar sem söguhetj- an, Katla, sver sig í ætt við andhetjur bókmennt- anna i gegnum tiðina. Katla er vistmaður á geð- deild í Reykjavík, rauðhærður, nærsýnn gler- augnaglámur sem orðið hefur fyrir aðkasti, einelti og misnotkun frá þvi hún man eftir sér, hætti að tala á unglingsárunum og hefur ekki sagt orð sið- an. Titill bókarinnar vísar því væntanlega í orðtak- ið að þögn sé gulls ígildi og þögnin veitir Kötlu visst vald, þar sem enginn veit hvað bærist i höfði hennar. Hún hins vegar heyrir hvað aðrir hugsa, heyrir kynfæri kvenna tala og sér orma skjótast út úr húð læknisins til að segja að hann sé að Ijúga. Sagan er upprifjun hennar á ævi sinni, með inn- skotum úr ævum foreldra hennar eftir að hún kom til sögunnar og lýsingum af veru hennar á geðdeildinni. Þetta er ekki falleg saga. Hver misnotkunin rekur aðra í lifi Kötlu, bæði á henni sjálfri og öðr- um, og hún ver sig með því að telja sjálfri sér trú um að ef hún láti aldrei sjást að hún taki þetta nærri sér þá sé það hún sem sé sigurvegarinn, ekki sá sem valdinu beitir. Að endingu flýr hún svo á náðir geðveikinnar, einsog svo margar aðrar kvenpersónur bókmenntanna, enda hafa bók- menntafræðingar sett fram þá kenningu að geð- veikin sé nánast eina leið kvenna til frelsis í bók- menntunum. Og vissulega veitir geðveikin Kötlu visst frelsi. Hún man ekki til þess að henni hafi nokkru sinni liðið illa, enda alltaf lokað é allar til- finningar. Eina veran sem hún leyfir sér að tengj- ast er flækingsköttur sem pabbi hennar finnur og gefur henni. Heimurinn er fullur af Ijótleika og kúgun, sem í langflestum tilfellum er kynferðis- leg. Og Katla veit að þegar fólk fær kynferðislega fullnægingu deyr það pinulltið (kenning sem sett er fram m.a. í Taóískum kynlífsfræðum) og leyfir sér því aldrei að finna fyrir kynferðislegri ánægju. Hún vill vera sterk, ósnertanleg og ósæranleg og til að það sé hægt verður hún að standa ein og þegja. Gullið I höfðinu er undarleg bók, hún sver sig í ætt þeirra nútímabókmennta sem leggja sem mest upp úr því að lýsa tilgangsleysi og ógeðsleg- heitum mannlegra samskipta, þar sem allir ríða öllum í rassgatið og enginn leyfir sér að finna fyrir neinu, en um leið er hún í rauninni gamaldags harmsaga þar sem hetjan þjáist fyrir syndir mann- anna en fær ekkert að gert. Þögnin er nefnilega engin lausn þegar á hólminn er komið og van- máttur þess sem aldrei gefur af sjálfum sér er al- ger. Bókin er ágætlega skrifuð í þessum hressilega og tæpitungulausa stíl sem Didda hefur tamið sér, en endalausar lýsingar á kynlífsathöfnum með mismiklu ofbeldisívafi verða frekar leiðigjörn lesn- ing til lengdar og halda ekki athygli lesandans nógu vel. Og það er synd því Diddu liggur mikið á hjarta og á vonandi eftir að finna sér þann far- veg sem því hæfir. Friörika Benónýsdóttir, bókmenntafræðingur Kemnslukona f Cliame] Kristín Marja Baldursdóttir Kularafdegi Kular af degi eftir Kristínu Mörju Baldursdóttur Mál og menning 1999 Kular af degi er frásögn kennslukonunnar Þór- steinu. Hún segir frá sjálfri sér og fólki I um- hverfi sinu á ákveðinn og kaldhæðinn hátt og frá- sögnin gefur til kynna ákveðinn hroka, er meira hreinskilin en hógvær. Allt sem aðalpersónan gef- ur til kynna um sig, kennsluaðferðir sínar og ann- að sem hún tekur sér fyrir hendur, gefur til kynna fullkomna sjálfsstjórn sem helst verkið á enda. Hún er I þeirri sjaldgæfu aðstöðu að vera efnaður kennari og kennir eingöngu vegna þess að hana langar til þess. Þórsteina er ennfremur bæði merkja- og menningarsnobb og viðurkennir það fúslega. Allt þetta gefur henni skemmtilegan undirtón og gerir það að verkum að hún getur leyft sér að hæðast að ákveðnum aðilum og atvik- Ú M A£! um ( umhverfi sínu, þó svo að til séu líka þeir hlut- ir sem hún tekur mjög alvarlega. Við fyrstu sýn virðist Þórsteina vera áreiðanleg- ur sögumaður, þó vissulega megi lesa ýmislegt milli línanna en þó er gefið í skyn að eitthvað liggi á bak við söguna sem lesandanum er að mestu hulið. Þetta er gefið til kynna með stuttum inn- skotum í frásögnina þar sem einhver ókynntur að- ili eða afl spyr sögumann einkennilegra spurn- inga. Þessir kaflar eru þó svo stuttir og óvæntir að lesandinn nær svona rétt að hugsa hálft „hvaða?" en þá hefur Þórsteina svarað spurning- unum og heldur frásögninni áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þetta er skemmtilega gert og hent- ar vel til að byggja upp spennu og véfengja frá- sögn sögumanns. Það er þó ekki eins og Þórsteina segi ósatt, heldur eru nokkur mikilvæg atriði sem hún segir ekki frá... fyrr en alveg í sögulok. Frásagnaraðferðin sem Kristín Marja beitir er mjög hnyttin og skemmtileg, en innan um kald- hæðið grín má sjá mjög beitta ádeilu á ákveðin þjóðfélagsvandamél, þá fyrst og fremst þau sem lúta að uppeldi og agavandamálum unglinga. Þar er ekkert dregið undan, Þórsteina lýsir því sem hún sér og segir sína skoðun og allir fá sinn skammt, foreldrarnir, menntakerfið og þjóðfélag- ið í heild sinni. Kular af degi er í heild sinni mjög skemmtileg aflestrar, en ef eitthvað er þá heldur aðalpersón- an ró sinni fullvel ( sögulok. Þ.e.a.s. engar sjáan- legar breytingar verða innra með persónunni við uppljóstranirnar í lokin, en þar lýsir Þórsteina sér og sínum viðbrögðum eins og utan frá. Sögulok mættu því e.t.v. vera átakameiri. Að öðru leyti, fín bók. Sigriður Lára Sigurjónsdóttir, bókmenntafræðingur VER A 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.