Vera


Vera - 01.12.1999, Síða 62

Vera - 01.12.1999, Síða 62
við lífið Ég horfi á hana þar sem hún situr á móti mér við eldhúsborðið í einhverju húsi í gamla miðbænum, því Rafnhildur á ekk- ert heimili. Hún fær að gista sína nóttina hvar hjá vinum og kunningjum. „Það getur orðið hlutskipti áfengissjúklinga," segir hún og brosir dauft og ég undrast hvað eftir er af þessari laglegu konu. Þó er hún ekki svipur hjá sjón. Ég hef þekkt hana síðan hún var lífsglöð og geislandi táningsstelpa og stundum hefur hún í hugsunarleysi kallað mig mömmu. Lífið hefur ekki leikið við hana, síður en svo. Steinurm Eyjólfsdóttir ræðir ylð„Rafnhildi ívarsdóttur „Ég vil gjarnan segja öðrum sögu mína," segir hún. „Ef það gæti orðið einhverjum víti til varnað- ar, forðað einhverjum ungum stúlkum frá því að feta í fótspor mín. Erfiöleikar þínir byrjuðu snemma ? spyr ég varlega þó ég viti þegar nokkuð um þau mál. Hún kinkar kolli. „Þó að ég þætti glaðlyndur krakki þá man ég varla eftir öðru en erfiðleikum, misjafnlega mikl- um. Pabbi og mamma voru fátæk, þau eignuð- ust sjö börn á tiltölulega fáum árum. Þau höfðu sjálf átt erfiða bernsku og æsku, komu frá tætt- um fjölskyldum. Kannske hafa þau ekki kunnað að sýna blíðu og svo urðu þau að hafa allan hug- ann við þessa hörðu lífsbaráttu. Það var ekki mik- ill tími fyrir hvert okkar krakkanna. Sum okkar fóru í fóstur, maðurgetur ímyndað sér hvort það hefur verið foreldrunum auðvelt. Pabbi var sjó- maður og mamma vann alltaf utan heimilis, við vorum mikið ein. Enda urðu allskonar vandamál snemma eins og sjálfsagður hluti af lífi mínu. Ég var misnotuð sem barn og þangað til ég var orð- in átta ára. Þá hefur strákurinn líklega fundið sér annað fórnarlamb. Það er ekki ofsagt að þetta var hryllilegt og alla ævi hefur þessi niðurlæging bernskunnar hvílt á mér eins og mara. Það var ekki fyrr en ég var orðin fullorðin kona að ég gat rætt um þetta við þær á Stígamótum. Slðan hef- ur það verið léttbærara." Rafnhildur kveikir I nýrri sígarettu - hún reykir mikið - og hendurnar titra ákaft. „Hvenær ég byrjaði að drekka? Ellefu ára. Ég man vel eftir því. Mér gekk alltaf illa I skóla og þennan morgun átti ég að fara ( próf. Ég var auðvitað ólesin og treysti mér ekki. I stað þess að fara í skólann settist ég út á sjoppu þar sem við krakkarnir héngum oft. Þá kom stelpa sem var eldri en ég og einhverjir fullir náungar með henni. Þau voru með fullt af víni og buðu mér. Og ég drakk - hellti í mig. Ég undrast núna að mér skyldi ekki þykja þetta vont. En það var nú öðru nær. Og áhrifin voru stórkostleg. Allir erfiðleikar svifu út í bláinn, mér leið betur en nokkurn tíma áður á ævinni. Og ég drakk og drakk. Seinna um daginn fannst ég út við Fiskhöll vestur í bæ, alveg út úr heiminum. Því miður má segja að ég hafi verið að endurtaka þetta atvik með ýmsum tilbrigðum allt mitt líf," segir Rafn- hildur döpur. „Ég er ekki að afsaka mig. Ég hef flúið frá því að leysa verkefnin mín, eins og ég gerði á prófdaginn forðum. Leitað í blekkingu vín- sins. En það hefnir sín hræðilega." Þú varst falleg stelpa, minni ég hana á. Enda lent- irðu snemma i ástarævintýrum - og éstarsorgum. „Þú manst nú eftir þeim ósköpum," segir hún. „Ég varð að gefa fyrsta barnið mitt sextán ára gömul. Einu telpuna mína. Ég var óskaplega skot- in í pabba hennar en ég þorði varla að tala við hann allsgáð. En væri ég orðin vel full leitaði ég hann uppi og skreið upp I til hans. Það var varla von að meira yrði úr því, enda hef ég alltaf látið mig hverfa hafi það hent að ég hafi kynnst al- mennilegum strák. Minnimáttarkenndin er svo sterk að mér hefur fundist það útilokað að þeir gætu viljað mig í alvöru, enda ætti ég það auðvit- að ekki skilið. Ég verð því miður að segja að ég fékk lítinn stuðning á þessari meðgöngu. Öllum, foreldrum mínum líka, fannst sjálfgefið að ég ætti að gefa barnið. Hjónin sem ólu upp eina systur mína vildu gjarnan taka annað barn, var mér sagt. Já, þetta var svo sem ekki mikið vandamál, fannst fólkinu. En ég hef alltaf iðrast þess að gefa stúlk- una mína, að ég skyldi ekki hafa sjálfstraust til að segja nei. Mér var sagt að ég gæti ekki alið hana upp og auðvitað trúði ég. Þetta var ennþá sérara af því að elsta stystir mín átti barn fjórum mánuð- um seinna og þá voru allar hendur útréttar. Hún fékk að hafa drenginn sinn. Hann huggaði mig reyndar oft, blessaður strákurinn. Ég er glöð yfir hvað hann er góður og duglegur í Háskólanum." Rafnhildur þegir um stund. „En," segir hún með áherslu „þegar dóttir mín var ennþá bara barn skildu fósturforeldrar hennar. „Mamma" hennar yfirgaf heimilið og telpurnar urðu eftir hjé „pabba" sínum sem þá var auðvitað einstæður faðir. Hann mun reyndar vera mannkostamaður. En ég vil bara benda á að það er ekki endilega víst að börn séu dottin í einhvern lífstíðar lukkupott þó þau fari í fóstur. Fósturforeldrar eru bara manneskjur, rétt eins og við hin." Ennþá þögn. „Já, svo fór að ég eignaðist ann- 1 að barn áður en ég varð tvítug. Elsta strákinn minn sem langtímum saman hefur verið mér eitt og allt. Nú voru fjölskylda mín og vinir jákvæð. Þessi sonur minn á líka föður með ébyrgðartilfinn- ingu sem oft hefur rétt honum hendi. Ég er for- 62 • VERA

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.