Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 8

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 8
c «0 o> c «0 t- ftí -Q «ð E >o Fræðsla, leiðsögn og aðstoð í tengslum við kynlíf, getnaðarvarnir og barneignir á að vera eðliiegur hluti af daglegu lífi. Ragnheiður I. Bjarnadóttir læknir og Guðbjörg Edda Hermanns- dóttir félagsráðgjafi vinna báðar á kvennadeild Landspítalans og koma hvor með sínum hætti við sögu þeirra kvenna sem standa frammi fyrir ótímabærri þungun. Ragnheiður er sér- fræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarhjálp og starfar m.a ásamt öðrum sérfræðingum við móttöku fyrir konur sem sótt hafa um fóstureyðingu. Starf Guðbjargar felst í því að veita þeim konum á kvennadeildinni ráðgjöf sem á því þurfa að halda, hvort sem þær eru á meðgöngu, nýbúnar að eiga barn eða með kvensjúkdóm. Auk þess veitir Guðbjörg þeim konum ráðgjöf sem fara í fóstureyðingu. Hún er í stjórn hjá FKB (Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir) og starfar þar í ráðgjafahópi og hún var í nefnd ásamt Ragnheiði og fleirum á vegum heil- brigðisráðuneytisins sem hafði það hlutverk að finna leiðir til að draga úr fóstureyðingum. Vantar sárlega unglingamóttökur Ragnheiður hefur staðið að tveimur rannsóknum um getnaðarvarnir. Annars vegar samanburðar- rannsókn á nýrri míni-pillu og hins vegar fjölþjóð- legri rannsókn á leggangahring til getnaðarvarna. Hvorug þessara getnaðarvarna er komin á mark- að en eru væntanlegar innan tveggja ára. Ragn- heiður hefur haft hönd I bagga með að skipu- leggja móttökudeildina á kvennadeildinni þar sem reynt er að fylgja konum sem eru að fara í fóstureyðingu betur eftir og einnig að sinna öðr- um konum sem af einhverjum ástæðum þurfa betri ráðgjöf í sambandi við getnaðarvarnir. I spjalli við þær Ragnheiði og Guðbjörgu kom fram að ýmislegt hefur verið gert og er verið að gera I forvörnum og því að auðvelda aðgengi að getnaðarvörnum. R: „Þó svo að á Islandi séu framkvæmdar færri fóstureyðingar en á hinum Norðurlöndunum þeg- ar á heildina er litið, þá eru hér fleiri unglinga- þunganir, bæði fleiri fóstureyðingar og fæðingar. Á Islandi eru áberandi fleiri fæðingar hjá ungum stúlkum en tölur sýna þó að það er að breytast. Auðvitað er æskilegast að sú breyting sé vegna færri þungana en ekki vegna þess að fleiri þeirra sem verða barnshafandi fari I fóstureyðingu." Gott aðgengi að getnaðarvörnum er grundvallar- atriði þegar kemur að því að draga úr ótímabær- um þungunum. Þar standa kynin kannski ekki jafnt að vígi að því leyti að stúlkur þurfa að hafa meira fyrir því að verða sér úti um getnaðar- varnapillu heldur en strákarnir að nálgast smokk- inn. Hvað þarf stúlka að gera sem vill fá pilluna og hvað kostar skammturinn? R: „Aðgengi og kostnaður eiga ábyggilega þátt í því að hérlendis eru þunganir ungra stúlkna svo margar sem raun ber vitni. Víða I löndunum ( kringum okkur eru getnaðarvarnir niðurgreiddar, ýmist fyrir alla eða þá sérstaklega fyrir ungar stúlkur. Þriggja mánaða skammtur af pillunni get- ur kostað allt að rúmlega 2.000 kr. og það kostar aðrar 2.000 kr. að fara á stofu til kvensjúkdóma- læknis. En það er auðvitað einnig hægt að fara til heimilislæknis sem er eitthvað ódýrara. Þetta er oft heilmikill peningur fyrir skólastelpur. En það mætti líka reyna þá leið að niðurgreiða smokka sem og aðrar getnaðarvarnir. Smokkar eru dýrir, t.d ef við erum að hugsa um fólk í sambúð sem stundar reglulegt kynlíf, þá er smokkurinn eflaust orðinn dýrari kostur en pillan." G: „Við vitum að það er oft erfitt að fara í fyrstu kvenskoðunina og hræðsla við hvernig móttökurnar verða er örugglega hindrun hjá sumum stúlkum. Þó að við leggjum okkur öll fram hér þá kvíðir 16 ára stúlka því oftast að fara í svona skoðun, hún veit ekkert hverju hún mun mæta, velvilja eða kulda, verður það gamall lækn- ir eða ungur, karl eða kona og svo framvegis." En væri ekki hægt að breyta einhverju í þessu ferli til að auðvelda aðgengið? R: „Jú, alveg hiklaust. Mér finnst persónulega ekki alltaf ástæða til að framkvæma kvenskoðun hjá stúlkum sem eru að koma í fyrsta sinn til að fá pilluna, það er að segja ef þær eru einkennalaus- ar. Ég leyfi þeim oft að ráða því sjálfum hvort þær vilji skoðun eða ekki í fyrsta skipti. Þær geta svo komið aftur seinna og við þá rætt þetur saman, bæði um reynslu þeirra af pillunni og annað sem viðkemur þessum hlutum. I framhaldi af því er svo hægt að framkvæma skoðun." G: „Það þarf líka að leggja áherslu á fræðslu til krakkanna um kynlíf, getnaðarvarnir og barn- eignir. Þeim mun meira sem þau vita, þeim mun betra. Við hjá FKB höfum lagt okkar af mörkum í þeim efnum og erum í samstarfi við Hitt Húsið þar sem við höfum ráðgjafaherbergi og spjöllum þar við þá sem óska eftir því. Ég er ásamt fleirum í ráðgjafahópi og við erum með boðtæki á okkur. Unglingarnir geta þá náð sambandi við okkur í gegnum Hitt Húsið eða hringt sjálf í boðtækið. Við í FKB höfum líka verið með fræðslu og um- ræðufundi um kynlíf og barneignir ( skólum, félagsmiðstöðvum o.fl. Fyrir áhugasama er hægt að hafa samband við okkur í gegnum Hitt Húsið eða í boðtæki 842 3045." Nú eru getnaðarvarnir í Bretlandi t.d ókeypis og þar þurfa stúlkur sem vilja fá pilluna ekki að fara á sjúkrastofnun heldur á Family Planning Centre sem er ekki eins fráhrindandi og auðveldar þannig aðgengið. Þetta hefur gefið góða raun svo við veltum því fyrir okkur hvort eitthvað í líkingu við þetta sé á döfinni hér heima Er eitthvað verið að gera til að bregðast við háu hlutfalli þungana hjá ungum stúlkum? R: „Við höfum tekið fyrsta skrefið með því að setja upp þessa móttöku hér fyrir konur sem eru búnar að fara í fóstureyðingu. Við bjóðum þeim að koma hérna endurgjaldslaust til að fá frekari leiðsögn í sambandi við getnaðarvarnir, fylgjum þessu betur eftir með því t.d að bjóða þeim upp 8 • VERA Viðfal: Krístín Heiða Kristinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.