Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 12

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 12
R: „Það er búið að rannsaka þessa hluti heilmikið en staðreyndin er sú að öll hormónalyf sem hafa verið reynd hjá körlum til að bæla sæðisfram- leiðslu, bæla líka kynhvötina. Þannig að það virð- ist erfitt að fara þessa hormónaleið, en verið er að rannsaka bóluefni gegn sæði sem virkar þannig að þeir mynda mótefni gegn eigin sæði. En þetta er ekki nógu öruggt enn sem komið er." Málið er ad passa sig Hvernig er með ófrjósemisaðgerðir karla, velja íslenskir karlmenn þá leið í auknum mæli? R: „Ég er ekki frá því að það sé eitthvað að aukast enda er það lítil aðgerð sem hægt er að fram- kvæma í staðdeyfingu. En hérlendis eru karlmenn eftirbétar kynbræðra sinna í löndunum í kringum okkur þegar kemur að því að velja þessa leið. Is- lenskir karlmenn virðast sumir hverjir vera hræddir við að slík aðgerð hafi áhrif á kynhvöt þeirra og getu, en hún gerir það alls ekki." C *0 o> c 3 _o. <0 >- W JQ «0 E 'O Að lokum spyr ég þær hvað þær myndu helst vilja að gert yrði hérlendis í forvörnum og til að auðvelda aðgengi að getnaðarvörnum. R: „Ég myndi vilja sjá meira af skemmtilegu og aðgengilegu fræðsluefni þar sem notast væri við húmor sem höfðar til krakkanna, því allt slíkt gerir það auðveldara að tala um þetta og það að tala um hlutina er grundvallaratriði. Það er stundum eitthvert tabú í gangi sem gerir það að verkum að fólk segir ekki það sem það er að hugsa og einmitt þá verða þungunarslysin. Það verður líka að hætta að hafa kynfræðslu eingöngu eins og pípulagn- ir, það verður líka að sinna tilfinningaþættin- um og samskiptunum. Kenna krökkunum að taka tillit til sjálfs sín og annarra. Kenna þeim að tala saman og koma fram hvert við ann- að. Kenna þeim að segja nei ef þau vilja ekki eitthvað. Það er vöntun á þessum hæfileik- um sem veldur því að allt of margir krakkar eru að sofa hjá í fyrsta skipti undir áhrifum áfengis og auðvitað eykur það líkur á ótíma- bærri þungun því öll dómgreind slævist við slíkar aðstæður." Þær eru sammála um að það vanti sárlega unglingamóttökur, annað hvort á heilsu- gæslustöðvum eða annars staðar, þar sem krakkar gætu bara labbað inn og vissu fyrir- fram að viðmótið væri vinsamlegt. Þar væru félagsráðgjafi, læknir, hjúkrunarfræðingur og Ijósmóðir og umhverfið allt afslappað. Þetta gæti jafnvel verið í samstarfi við ein- hverja félagsmiðstöð, t.d Hitt Húsið. Þær sjá fyrir sér að þetta gæti líka verið hluti af ein- hvers konar menningarmiðstöð þar sem fræðsla, leiðsögn og aðstoð í tengslum við kynlíf, getnaðarvarnir og barneignir yrði gert að eðlilegum hluta af daglegu lífi. Reynslusaga stúlku sem hafði farið í tvær fóstureyðingar 19 ára Saga hennar er dæmigerð. Hún var á föstu með strák og getnaðarvarnirnar ekki komnar í fastar skorður. Honum fannst ekki að hann ætti að vera með smokk, hún varð ólétt og fór í fóstureyðingu. Þá byrjaði hún á pillunni en fékk slæmar aukaverkanir og leið illa. Hún hætti á pillunni, hann notaði ekki smokkinn og hún varð aftur ólétt. Aftur fór hún í fóstureyðingu og leið helmingi verr en í fyrra skiptið. Honum virtist ekki finnast þetta neitt mál og þau eru hætt saman. „Við vorum hræðilega kærulaus í fyrra skiptið," segir hún. „Ég var 18 ára þegar ég komst að því að ég væri orðin ófrísk. Við vorum bara búin að vera saman í tvo til þrjá mánuði og ég leit ekki á sambandið sem neina alvöru. Mér fannst ekkert annað koma til greina en fóstureyðing, þótt ég hugleiddi málið að sjálfsögðu og fyndist þetta ekki auðvelt. Það var sjokk að fá þessar fréttir og ég fór að gráta vegna spennufalls en það var eins og kærastanum mínum væri alveg sama. Undir niðri langaði mig til að eignast barnið en ég gerði mér grein fyrir því að það yrði mér rosaleg hindr- un I að gera það sem mig langar að gera við líf mitt, Ijúka námi og kynnast heiminum. Það hafði líka áhrif á mig hvað mér fannst hann ábyrgðar- laus, hann virkaði ekki traustvekjandi sem barns- faðir." Hún segist ekkert hafa vitað hvert hún ætti að snúa sér en sagði foreldrum sínum hvernig kom- ið væri og fór síðan til heimilislæknisins sem pant- aði tíma fyrir hana hjá ráðgjafa á kvennadeild Landspítalans. Kærastinn kom með henni og þau fengu fræðslu um getnaðarvarnir sem hún viður- kennir að hún hafi haft gott af þó að henni hafi fundist talað við þau eins og þau væru algjörir vit- leysingjar. „Á þessu augnabliki kemst lítið annað að en hvað hægt er að gera f stöðunni. Það virkaði því óþægilega á mig að fá svona stranga áminningu um getnaðarvarnir I ráðgjafaviðtalinu. Ég var að hugsa um fóstureyðinguna en ekki hvernig ég ætti að koma í veg fyrir að verða aftur ófrísk. Það var eins og verið væri að nudda okkur upp úr mis- tökunum og einu áhrifin voru I raun að auka á samviskubitið, sem var nægilegt fyrir. Mér finnst að Landspítalinn eigi að bjóða upp á eitthvað annað þegar svona er komið en leiðbeiningar um það hvernig maður hefði átt að haga sér." 10 konur að fara að gera það sama Hún segir að sér hafi þótt ömurlegt að fara I fóst- ureyðinguna. Hún mætti klukkan sjö um morgun og kærastinn fór með henni en mátti ekki koma með henni inn á deildina. Henni var síðan vísað inn á tíu manna stofu og þangað voru að tínast inn konur sem hún vissi að væru að fara að gera það sama og hún. Á milli rúmanna voru þunn tjöld og síðan var þeim öllum gefin róandi sprauta. „Mér fannst þetta vera eins og f sláturhúsi," segir hún. „Ég var einhvern veginn langyngst og fannst ég eiga svo bágt. Ég vissi ekkert út í hvað ég var að fara og grét og grét í þessa tvo klukku- tíma sem ég þurfti að bíða eftir að komast í að- gerðina. Það hefði róað mig heilmikið ef kærast- inn minn eða mamma hefðu mátt vera hjá mér á meðan. Svo var mér rúllað upp á skurðstofu hágrát- andi og varð brjáluð þegar ég sá aðra konu í að- gerð. Ég vildi ekki fá svæfingasprautuna og það sfðasta sem ég man var að læknirinn sagði: „Æ, ég nenni ekki að standa í þessu. Sprautum hana bara." Mér leið jafn illa þegar ég vaknaði og var alveg I rusli þegar ég fór heim um hádegi sama dag. Það hefði verið gott að fá svolitla aðstoð á eftir, einhvern sem spyrði hvernig mér liði en ekki vera bara hent út. Ég tek samt fram að starfskon- urnar á deildinni voru mjög vinalegar." 12 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.