Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 13

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 13
Dreymdi börn í marga mánuði Þau voru ákveðín í að passa sig mjög vel eftir þetta og lausnin var sú að hún færi á pilluna. Það að hann notaði smokk var ekki inni í myndinni. Eftir fóstureyðinguna segist hún hafa fengið mjög slæma verki þegar hún var með blæðingar og taldi að þeir gætu jafnvel stafað af pillunni. Hún tók pilluna í sex eða sjö mánuði en hætti svo. „Ég get varla skýrt af hverju ég hætti á pillunni og réttast er að tala um hreint kæruleysi. Mér hætti til að gleyma að taka pilluna, fannst hún dýr og fannst vesen að nálgast hana. Þótt við værum staðráðin í að passa okkur var ég orðin ófrísk aft- ur innan árs frá því ég fór í fóstureyðinguna. Mér fannst það hræðilegt og skammaðist mín alveg óskaplega fyrir að hafa aftur lent í slysi. Svona gerir maður ekki. I þetta skipti vildi ég ekki segja pabba og mömmu frá, þótt ég vissi að þau myndu ekkert skamma mig, bara reynast mér vel. Þetta var miklu erfiðara heldur en í fyrra skpitið. Ég fékk maníu fyrir börnum, dreymdi börn í marga mán- uði og nuddaði sjálfri mér upp úr þeim möguleika að eiga barnið. Ég fór á bókasafn og las um með- göngu og skoðaði myndir af fóstrum. Mér fannst ég vera komin með bumbuna út í loftið og vera algjör glæpamaður að ætla að láta eyða fóstrinu. Ég treindi það eins lengi og ég gat, var komin níu og hálfa viku á leið þegar ég fór í viðtalið. Ég bjóst við að félagsráðgjafarnir yrðu öskureiðar við mig að léta þetta koma fyrir aftur en svo var ekki." Henni fannst aðgerðin sjálf Itka erfiðari í seinna skiptið, hún grét jafn mikið á undan og að aðgerðinni lokinni heimtaði hún að fá að sjá fóstrið, sem henni var að sjálfsögðu ekki leyft. Henni fannst vont að búa yfir þessu leyndarmáli, sá eini sem vissi af þessu var kærastinn og hann sýndi henni litla samúð. „Um kvöldið fór hann bara út að djamma, skildi ekki hvaða væl þetta væri í mér þegar ég þurfti á hlýju og ástúð að halda. Seinna sagði ég vinkonum mínum frá þessu og leið mun betur. Um hálfu ári seinna sagði ég pabba og mömmu líka frá þessu, það var þegar systir mín eignaðist barn, þá brotnaði ég. Ég horfði á barnið og skildi hvað ég hafði verið að gera. Ég hefði getað verið að eignast barn um svipað leyti og hún." „Þú verður að nota smokkinn" Núna segist hún mjög fegin að hafa tekið þessa ákvörðun. Hún er hætt með kærastanum og seg- ist ætla að fara á pilluna ef hún fari aftur í fast samband. Reyndar telur hún fulla þörf á að taka pilluna þótt ekki sé um fast samband að ræða, maður veit jú aldrei... Barneignir eru ekki inni i framtíðarmynd hennar fyrr en eftir tfu ár, þegar hún getur gefið þeim allt sem hægt er. Henni finnst hún eiga svo margt eftir að gera áður og eigi líka eftir að finna mann sem hún geti hugsað sér að eignast barn með. Hún klárar stúdentspróf í vor og bendir á að ef hún hefði eignast barn fyrir tveimur árum hefði framtíð hennar orðið allt önnur. „Mér finnst rosalega sorglegt að sjá stelpur sem eignast börn svona ungar. Það er algengt að þær hætti í skóla, fari að vinna láglaunastörf, hætti með stráknum og lendi i félagslegum erfið- leikum. Auðvitað þykir þeim vænt um börnin en um leið missa þær af svo mörgum möguleikum. Eftir stúdentspróf langar mig að ferðast um heim- inn og finna út hvað ég vil. Mín plön eru að eign- ast ekki kærasta strax heldur njóta lífsins sjálf. Ég get ekki ímyndað mér að ég væri eins hamingju- söm og ég er í dag ef ég ætti lítið barn. Ég óska engum þess að þurfa að fara í fóstur- eyðingu. En ég hef lent í því að 16 ára stelpa kom til mín og sagðist vera ófrísk og spurði hvort hún ætti að fara í fóstureyðingu. Þá hugsaði ég mig ekki um áður en ég sagði já. Málið er bara að PASSA SIG. Það er miklu meira mál að hringja í strák og segja: „Heyrðu, þú ert að verða pabbi," heldur en að segja bara: „Þú verður að nota smokkinn ef við ætlum að sofa saman." EÞ Neyðargetnaðarvörn Ef óvarðar samfarir hafa átt sér stað og hætta er á þungun er hægt að fá svokallaða neyðargetnaðarvörn. Þar er um að ræða hormónatöflur sem geta haft áhrif á egglos og hindrað að frjóvgað egg festist í leginu. Meirihluti kvenna sem taka þessar töflur verða ekki þungaðar. Best er að byrja að taka töflurnar sem fyrst og ekki síðar en innan þriggja sólarhringa frá samförunum. Töflurnar geta valdið ógleði eða uppköstum. Ef blæðingar koma ekki á eðlilegum tíma skal athuga með þungunarpróf. í framhaldi af notkun neyðargetnaðarvarnar er mikilvægt að huga að notkun öruggrar getnaðarvarnar. Ávísun á neyðargetnaðarvörnina fæst hjá heimilislækni, kvensjúkdómalæknum, hjá vakthafandi læknum á kvennadeild Landspítalans eða Læknavaktinni og hjá ráðgjöfum FKB (Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir) í Hinu húsinu; boðtæki: 842 3045. VERA • 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.