Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 15

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 15
í fóstureyðingu. Ég var óákveðin í fyrstu og eftir miklar vangaveltur ákvað ég að eiga barnið. Fjöl- skyldan varð fyrir sjokki en þau virtu mína ákvörð- un. Ég sé að sjálfsögðu ekkert eftir því núna." Anna: „Ég fann bara fyrir jákvæðni. Mamma átti bróður minn þegar hún var 16 ára og kannski þess vegna var ekki gert mikið mál úr þessu. Kærastanum mínum fannst þetta líka æðislegt. Það hvarflaði aldrei að mér að fara í fóstureyð- ingu." Birgitta: „Það þrýstu allir á mig að fara i fóst- ureyðingu, bæði fjölskylda mín og fjölskyldan hans. Ég var á báðum áttum og vissi ekki hvað ég átti að gera. Kærastinn minn var á móti fóstur- eyðingu, sagði að það væri morð og ef ég færi I fóstureyðingu þá myndi hann aldrei tala við mig aftur. Að lokum var hann talaður til og samþykkti að ég færi I fóstureyðingu. Ég var á báðum áttum. Ég átti pantaðan tíma í fóstureyðingu en mætti ekki. Svo pantaði ég aftur tima en mætti ekki heldur í hann. Ég veit ekki af hverju og ég veit ekki ennþá hvort ég hafi gert rétt. Ég er með fæð- ingarþunglyndi og mér líður svona upp og niður. Þetta var líka mjög erfitt fyrst á eftir að strákurinn fæddist. Grétar Rafn fæddist fyrir tímann og fékk heilahimnubólgu. Ég var mánuð á spftala áður en ég átti hann vegna meðgöngueitrunar og svo út- skrifaðist hann ekki fyrr en einum mánuði eftir fæðingu. Þetta var ekkert gaman. Mér leið oft eins og ég ætti ekki barnið. Mér finnst erfitt að taka hann upp, kyssa og knúsa fyrir framan fjöl- skylduna í fjölskylduboðum. Mér líður eins og litlu peði. Mér finnst ég ekki vera nógu fullorðin til að vera móðir. Ég bý hjá mömmu minni og hún stjórnar flestu varðandi okkur Grétar Rafn. Hún hjálpar mér reyndar mjög mikið og ég hef það gott en ég á bara mjög erfitt með að sjá það þessa stundina." Hinar bæta við að þær fái oft á tilfinninguna að aðrir líti svo á að þær séu í mömmuleik og komi fram við börnin eins og dúkkur. Þær urðu sérstaklega varar við þetta þegar þær fóru ( mæðraskoðun og á spítalanum fyrst eftir að þær áttu. Þær tala um að þetta sé stundum erfitt því þær falli ekki að ímyndum eða hugmyndum fólks um mæður. Haldið þið að jafnaldrar ykkar noti almennt ekki getnaðarvarnir? „Fóstureyðing er aðal getnaðarvörnin hjá ungu fólki," segir Birgitta. Hinar taka undir með henni og segja að unglingar noti yfirleitt ekki getnaðar- varnir. Þær segjast ekki þekkja neinn strák sem gangi með smokk á sér en Irma þekkir eina stelpu. Þær eru einnig sammála því að stelpur geri heldur ekki þá kröfu að strákarnir noti smokka. Þær segjast allar hafa ætlað sér á pilluna en ekki komið því í verk. Birgitta segir að hún hafi ekki þorað að fara á pilluna því hún hélt að hún þyrfti að fara I leghálsskoðun. Þær eru sammála um að upplýsingar um svona hluti fréttist aðallega milli vinkvenna. Cerður Ósk Jóhannsdóttir er 18 ára og á tveggja ára dóttur sem heitir Kolbrún Emma. Hvaða væntingar höfðuð þið til móðurhlut- verksins? Birgitta: „Ég sá þetta mjög flott fyrir mér og mikla rómantík ( kringum þetta. Ég sá okkur í anda úti að ganga með barnið og að allt myndi ganga mjög vel. En svo var þetta bara ekki þannig." Anna: „Já, ég sá þetta líka fyrir mér I hilling- um og að barnið myndi sofa allar nætur. Þetta er miklu meira mál en ég ímyndaði mér. Ég vaki oft á næturnar og geng um gólf með hana grátandi. Hún hefur verið mikið veik og það er undantekn- ing ef ég næ að sofa heila nótt." Gerður tekur undir með hinum en Irma segir að henni finnist þetta minna mál en hún hafði ímyndað sér. Hún gæti vel hugsað sér að eignast annað barn ef aðstæður væru aðrar og hún nokkrum árum eldri. En hvað með pabbana, taka þeir þátt í þessu með ykkur? „Hann hefur haft mjög lítið samband síðan við hættum saman um áramótin," segir Birgitta. Anna segir að barnsfaðir hennar taki Freyju Sól aðra hverja helgi en þegar eitthvað er um að vera hjá honum þá láti hann það ganga fyrir. Hún seg- ir að hann sýni ekki mikinn skilning á því þegar hún þurfi nauðsynlega að fá pössun. Gerður: „Pabbi Kolbrúnar tekur hana annan hvern föstudag og er með hana fram á miðviku- dag. Hann er mjög áhugasamur og vill fá að taka hana meira." Anna: „Pabbi Freyju Sólar er þeirrar skoðunar að það sé hlutverk konunnar að sinna barninu á meðan það er svona Ktið. Mamma hans ýtti und- ir svona kjaftæði. Þegar við vorum saman vaknaði hann aldrei á næturnar. Ég skil stundum ekki hvernig hann gat sofið á meðan ég var með hana inni I herberginu hágrátandi og með kveikt Ijós.” Gerður: „Þeir nenna þessu ekki." Birgitta: „Ég vil jafnrétti í þessum málum og að þáðir aðilar skiptist á." Gerður: „Ég var í skóla en hann að vinna þeg- ar við vorum saman. Við keyptum okkur íbúð og fórum í allan pakkann. Hans væntingar gengu út á það að ég átti að sjá um heimilið samhliða því að sinna skólanum. Hann leit svo á að þar sem hann væri í vinnu þá ætti hann að hafa rétt á því að slappa af þegar hann kæmi heim. Hann svaf alltaf þegar hún vaknaði á næturnar. Ég held að það sé eitthvað að svefninum hjá honum því hann getur ekki vaknað á næturnar." Birgitta: „Karlmenn eru bara svona. Pabbi Grétars Rafns var líka alltaf með einhverjar afsak- anir. Núna skiptumst við mamma á að hafa hann inni hjá okkur. Mamma tekur hann þrjár nætur þegar ég þarf að mæta I skóla daginn eftir." Irma: „Pabbi hennar Ástbjartar á heima fyrir austan en kemur stundum I bæinn. Við förum llka stundum austur yfir helgar og gistum. Hún hefur aldrei verið hjá honum ein yfir nótt enda er ég ennþá með hana á brjósti. Þegar ég hætti með hana á brjósti mun hún örugglega gista hjá hon- um. Við erum mjög góðir vinir og fjölskylda hans er frábær. Ég er svo ánægð að hafa kynnst þeim og að samgangurinn sé svona góður. Mamma hjálpar mér mjög mikið og pabbi minn líka." Nú tökum við smá pásu og Irma notar tækifærið og leggur dóttur sfna á brjóst. Talið heldur áfram um pabbana og þær gera grín sín á milli hvað þeir hafi gerst miklir töffarar eftir að þeir urðu einir. Þeir hugsi nú miklu meira um útlitið, fari reglulega Anna Kristin Samúelsdóttir var 16 ára þegar hún eignaðist dóttur sina, Freyju Sól, sem er 16 mánaða. I Ijós og séu alltaf í nýjum fötum. Síðan snýst talið um aðra stráka, jafnaldra þeirra og hvaða viðhorf þeir hafi til þeirra. „Við erum alltof miklar kerling- ar fyrir þá," segir Irma. „Við erum kerlingar sem eru ekki ( formi því við erum búnar að eignast barn," bætir Anna við. Gerður segir jafnframt: „Strákar á okkar aldri eru ekki tilbúnir til að fara I samband við okkur af því við eigum börn." VERA • 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.