Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 16

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 16
c rð o> c 3 «0 »- « -Q <o £ 'O Hafið þið tíma til að fara út að skemmta ykkur með vinum og kunningjum? Anna: „Já, já, ég reyni að fara eitthvað þegar það gefst timi og þegar hún er hjá pabba sínum. Ég kemst hins vegar ekki allt sem mig langar og sem dæmi þá hef ég aðeins tvisvar komist á skólaball. Af mínum bestu vinkonum er ein eftir sem ég held sambandi við. Hún tekur þátt í þessu með mér og finnst ekkert mál þótt Freyja Sól komi með okk- ur í bæinn og þess háttar. Hin- ar vinkonurnar bara gufuðu upp og ég veit ekki hverjum það er að kenna." Gerður: „Ég held ennþá sambandi við allar vinkonur mínar og ein þeirra er líka komin með barn. Ég nota tækifærið og fer eitthvað þeg- ar ég er ekki með Kolbrúnu Emmu." Irma: „Ég hafði nánast ekki farið neitt í heilt ár en núna í jólafríinu fórum við Birgitta nokkrum sinnum út að skemmta okkur. Núna erum við með samviskubit." Gerður: „Konur eru með krónískt samvisku- bit. Þegar ég kem heim úr skólanum er ég með samviskubit yfir því að vera ekki búin að skúra fyr- ir mömmu, svo fæ ég samviskubit yfir því að vera ekki búin að læra og þegar ég er búin að læra fæ ég samviskubit yfir því að hafa ekki eytt meiri tíma með dóttur minni." Anna: „Ég finn oft fyrir því að ég hef áhyggj- ur af öðrum hlutum en vinkonur mínar. Þær hafa kannski áhyggjur af því að einhver strákur hringir ekki í þær í tvo daga. Mínar áhyggjur snúast mik- ið um Freyju Sól, hvort pabbi hennar taki hana, hvort ég komist í prófin, hvort ég fái pössun og komist á árshátíðina, o.s.frv. Hlutirnir eru ekki eins sjálfsagðir og áður. Ég komst t.d. ekki í jólaprófin því Freyja Sól var veik og ég fékk ekki pössun. Ég komst heldur ekkert út á gamlárskvöld með vin- um mínum því hún var með eyrnabólgu og 40 stiga hita." Birgitta: „Ég missti samband við allar vinkon- ur mínar þegar ég var á föstu og svo tók með- gangan við. Þær hafa engan áhuga á þessu og eru að spá í allt aðra hluti. Eftir að slitnaði upp úr sambandinu við barnsföður minn hef ég miklu meira samband og geri hluti með þeim þegar ég hef tíma." Eg mæli ekki með því að eignast barn á þessum aldri því þetta er eitthvað sem getur alveg beðið. Þær sem kjósa að eignast barn á þessum aldri verða líka að gera ráð fyrir því að sjá einar um uppeldið. Ég þekki aðeins eitt tilfelli þess að samband hafi gengið upp hjá ungu pari. Anna: „Nei, það er mjög lítið svigrúm. Ég fékk frjálsa mætingu þegar ég var ófrísk en ekki núna. Þetta hefur verið mjög erfitt og sérstak- lega þar sem dóttir mín vaknar kannski sjö sinn- um á næturnar." Gerður: „Ég veit að nafn mitt er komið í sér- staka möppu sem ber heitið: „Nemendur með börn" og við sem erum í möppunni njótum ein- hverra forréttinda. Ég fékk að sleppa við próf daginn sem ég eignaðist Kolbrúnu og það er svona dæmigert fyrir það hversu lítið tillit er tekið til okkar. Mér finnst að við sem erum með börn ættum að fá að hafa frjálsa mætingu." Birgitta og Irma taka undir með hinum en þær eru báðar með frjálsa mætingu í sínum skólum. Þær segja að það hafi oft komið sér vel. Hvernig gengur ykkur fjárhagslega séð? Anna, Gerður og Birgitta segja að þetta gangi ágætlega þar sem þær búi heima hjá foreldrum. Anna og Gerður fá skólastyrk frá Félagsþjónust- unni í Reykjavík sem nemur um 60 þúsund krón- um á mánuði. Lögum samkvæmt er þessi styrkur veitturtil ungmenna i skóla á aldrinum 18-24 ára sem búa við bágar félagslegrar aðstæður. Anna er ekki orðin 18 ára og er því á undanþágu. Birgitta er ennþá í fæðingarorlofi. „Draumurinn er að flytja að heiman," segir Anna, „en ég get ekki séð fyrir okkur nema að ég fari að vinna. Mig langar hins vegar að klára stúd- entspróf og hef áhuga á að læra þroskaþjálfun. Irma er búsett í Hafnarfirði og fær aðeins 15 þúsund krónurá mánuði í samsvarandi styrk. Hún segir að fjölskylda hennar hafi mjög litla peninga milli handanna. Mamma hennar er einstæð móð- ir með þrjú börn, auk Ástbjartar Viðju. Henni finnst mjög ósanngjarnt að styrkurinn í Hafnar- firði sé ekki eins hár og í Reykjavík. Ungar mæður: Hvað hefur þetta starf gefið ykkur? „Hér skilur einhver mann," segir Irma. „Þetta er mjög góður félagsskapur og við höldum hópinn," segja hinar og halda áfram: „Við skipt- umst á upplýsingum varðandi hitt og þetta. Það er mjög gott að tala við aðrar sem búa við svipaðar aðstæður og eru á svipuðum aldri." „Mér finnst að það ætti að vera svona hópur fyrir feður," segir Birgitta. Gerður bætir við að þeir hefðu svo sannarlega gott af að deila sinni reynslu með öðrum og fá leiðbeiningar um barna- uppeldi. Breyttist sjálfsmynd ykkar við það að verða móðir? Birgitta: „Já, ég er ekki gelgja lengur. Ég sakna þess óendanlega mikið að vera ekki gelgja. Mér finnst ég hafa misst af því sem var rétt að byrja. Ég hef reynt að vera gelgja og litaði m.a. hárið á mér fjólublátt en það bara var ekki eins og áður." Irma: „Ég er sáttari við útlit mitt núna, kannski vegna þess að nú hef ég afsökun fyrir að vera með einhver aukakíló. Mér líður vel að vera mamma. Ég er meira að segja mjög stolt mamma." Anna: „Mér finnst sjálfsmynd mín ekki hafa breyst mikið og ef eitthvað þá batnað. Ég er auð- vitað mjög stolt að vera móðir." Að lokum, hvaða ráð viljið þið gefa ungum stelpum sem eru byrjaðar að sofa hjá? Gerður: „Farið varlega. Ég mæli ekki með því að eignast barn á þessum aldri því þetta er eitthvað sem getur alveg beðið. Þær sem kjósa að eignast barn á þessum aldri verða líka að gera ráð fyrir því að sjá einar um uppeldið. Ég þekki aðeins eitt til- felli þess að samband hafi gengið upp hjá ungu pari." Anna: „Þetta er líka einstaklingsbundið. For- eldrar mínir eignuðust börn ung og eru ennþá saman." Irma: „Ekki byrja á þessu fyrr en þú kynnist einhverjum sem þú gætir hugsað þér að deila l(f- inu með. Fólk verður að taka ábyrgð á gjörðum sínum og mér finnst ekki rétta leiðin að fara I fóst- ureyðingu." Birgitta: „Ég vil bara minna þær á að nota getnaðarvarnir. Ég ráðlegg stelpum að vera búnar að koma sér í góða stöðu áður en þær eignast börn." Er tekið tillit til ykkar aðstæðna í skólanum? Viðtal: Ragnhildur Helgadóttir 16 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.