Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 19

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 19
\ Brietarbók hin styttri stefnuskrá Bríetar, félags ungra feminista svokölluðu „kvennastörf" séu minna metin og séu verr launuð en hin svokölluðu „karlastörf." 2e tækja. Við berjumst gegn rýrum hlut kvenna I stjórnkerfi landsins og valdastöðum fyrir- X Við berjumst gegn stöðluðum kvenímynd- Z. I um I samfélaginu, sem fjölmiðlar, afþrey- ingarmenningin og menningin öll viðhalda. Við teljum að þessar ímyndir njörvi konur niður í ákveðin mót og komi I veg fyrir einstaklingsfrelsi kvenna. búa við. Við berjumst fyrir frjálsri kynhneigð kvenna. Við viljum styðja og fræða nýbúakonur og rjúfa þá einangrun sem margar þeirra 2J Við viljum að konur hafi fullan, lagalegan I rétt yfir líkama sínum, hvort sem er til fóstureyðinga eða til barneigna. Bríet vill stuðla að hugarfarsbreytingu samfélaginu öllu. Q Við viljum að konur vakni til vitundar um .3 Ca stöðu sína í samfélaginu. Við eigum það sameiginlegt, þó allar séum við ólíkar, að við erum konur sem búum i karllegu samfélagi. Áunnum réttindum okkar fylgir sú ábyrgð að nýta sér þau. Við viljum að stjórnvöld setji á sig kynja- gleraugun þegar þau taka ákvarðanir, og meti það hvernig ákvarðanirnar muni hafa áhrif á stöðu kynjanna I landinu. Við viljum að kvenfrels- isbaráttan og kynjafrelsisbaráttan sé ekki talin sjálfsögð þróun núverandi ástands. Samfélagið breytist ekki til hins betra með voninni einni saman. Það þarf stöðugt aðhald, bæði karla og kvenna, til þess að samfélagið breytist til hins betra. Q _ Bríet vill stuðla að þessari hugarfarsbreyt- ..J L ingu með því að fræða fólk um kynjarétt- indi. Við viljum auka skilning á nauðsyn baráttu okkar fyrir áframhaldandi þróun kvenréttinda og nauðsyn fæðingar nýs anga kynjabaráttunnar, baráttunnar fyrir karlfrelsi. 4Bríet er kvenfrelsissamtök sem stefnir að kynjafrelsi. Kynjafrelsi er að okkar mati réttur einstaklingsins til að gera hvað sem er og vera hvað sem er án þess að hann sé talinn ókvenlegur eða ókarllegur. Ljóst er að bæði kynin tapa á núverandi samfélagsástandi, karlar sem og konur. En mikið ójafnvægi myndast þegar aðeins konur berjast fyrir kynjafrelsi. Við getum ekki tal- að fyrir hönd karlmanna, en kynin geta þó talað hvort við annað og lært hvort af öðru. Því vonum við að karlmenn í okkar samfélagi myndi sín eigin baráttusamtök á sínum eigin forsendum. Bríet er félagssamtök sem byggir á langri sögu kvenfrels- isbaráttu og getur miðlað reynslu sinni, en að sjálfsögðu aðeins út frá okkar sjónarhorni, sem konur. Bríet er því og getur aðeins verið samtök kvenna um kvenfrelsi. IBríet er sjálfstæð, óflokksbundin félagssam- tök sem starfar utan allra pólitískra hreyf- inga. Bríet er í mun að halda sjálfstæði sínu til þess að hinar ýmsu hugmyndir fái framgang innan félagsins. 2Bríet, sem samtök kvenfrelsis, vill bæta stöðu kvenna i samfélaginu. Bríet gerir sér grein fyrir því að hún talar ekki fyrir hönd allra kvenna, en telur að barátta sln fyrir vakningu geti bætt stöðu allra kvenna að einhverju leyti. _ Við viljum gera konur sýnilegri í samfélag- /— Ö inu og stuðla að þeirri hugarfarsbreytingu innan samfélagsins að það sem konur gera teljist ekki ómerkilegra eða óverðugra en það sem karlar gera, heldur að það teljist merkilegt á eigin forsendum. '*) l_ Við berjumst á móti heimilisofbeldi og £— LJ nauðgunum, ofbeldi karla gegn konum. Heimilisofbeldi er samfélagsvandamál, ekki einka- mál. Við krefjumst bættra hegningarlaga kyn- ferðisafbrota. _ Það er ekki hlutverk Bríetar að hafa skoð- /— L- un á persónulegu kynlífi einstaklinga. Brí- et er hins vegar á móti klámiðnaðinum þar sem fólk er hlutgert og sett á svið sem söluvara. Bríet er á móti því að þriðji aðilinn; hórmangarar, fram- leiðendur klámmynda/rita og eigendur klámstaða lifi af líkömum annarra. —I Við berjumst fyrir hærri launum kvenna á LJ launamarkaði og fyrir því að konur séu metnar á eigin forsendum, ekki á forsendum karl- legs samfélags. Við berjumst gegn því að hin Kvenréttindi eru mannréttindi. Brot gegn konum eru mannréttindabrot og gegn þeim skal vinna hvar sem í heiminum þau gerast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.