Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 20

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 20
Fyrsti íslendingurirm sem er barn 21. aldarinnar „Jú, víst er ég svolítið upp með mér. Ég get ekki neitað því," segir Ásta Císladóttir Ijósmóðir á Patreksfirði. Það var hún sem tók á móti 2000 áramóta barninu á nýársnótt á sjúkrahúsinu á Patró, stórum og fallegum strák, sem er sonur hjónanna Öldu H. Sigurðardóttur og Bjarka Birgissonar „Hann er yndislegur eins og öll lítil börn," segir Ijósan og hýrubros lýsir upp andlitið með reynslurúnum. „Nei, mér datt það nú ekki í hug á mínum yngri árum að ég mundi taka á móti fyrsta Islendingi sem væri barn tuttugustu og fyrstu ald- arinnar. Reyndar hef ég stundum hugsað sem svo - bara um venjuleg áramót - að fyrsta barnið gæti vel komið til okkar hérna fyrir vestan. Blessuð börnin vilja víst ekkert endilega fæðast í borgum. Ég er sjálf útnesjakona - og vona að ég verði aldei svo langt leidd að ég hætti að vera það. Reyndar er ég eyjakona að ætt og uppruna, frá Skáleyjum á Breiðafirði, eins og þú veist, fædd 1935." Við Ásta sitjum tvær einar í borðstofu sjúkra- hússins. Allir eru farnir heim nema kvöldvaktin, hér er rólegt og hljótt. Segðu mér frá sjálfri þér, bið ég. Það er eitt- hvað mikilfenglegt undir kyrrlátu yfirborðinu hjá fólki eins og Ástu, eitthvað sem geymir reynslu kynslóðanna. Segðu mér hvers vegna þú valdir Ijósmóðurstarfið. „Það er nú löng saga og þó stutt. Ég var sext- án ára þegar ég tók þá ákvörðun. Þannig var að elsta systir mín, sem bjó suður í Borgarfirði, kom heim í Skáleyjar til að fæða sitt fyrsta barn. Það mundu víst fáar ungar kon- ur gera nú. En auðvitað voru þá aðrir tímar, sveitir allar í byggð og læknir og Ijósmóðir í Flatey. Allt gekk vel, hún eignaðist fallegt stúlkubarn. Þetta gerðist snemma morguns og ég kom inn til hennar þegar barnið var alveg nýfætt, ekki farið að baða það eða klæða, það var bara það sjálft. Mér var þetta eins og opinberun sem ég gleymi aldrei. Mér fannst ég verða vitni að einhverju óendanlega stórkostlegu. Á þeirri stundu ákvað ég að verða Ijós- móðir. Ekkert annað kom til greina. Kannske hefur Ijósan sem var hjá syst- ur minni orðið vör við áhuga minn því hún bað mig að aðstoða sig dagana sem hún dvaldi í Skáleyjum. Ég átti að halda herbergi sængurkonunnar hreinu, fjarlægja óhrein föt og „bekken" og allt þess háttar. Ég leit mjög upp til Ijósunnar, Pálínu Sveinsdóttur, fannst hún alveg einstök kona. Frá henni geisluðu góð áhrif. Það er erfitt að lýsa því en auðvelt að finna það." Og draumurinn rættist? „Já, draumurinn minn um Ijósmóðurstarfið rætt- ist. Ég fór reyndar ekki að læra fyrr en ég var komin yfir tvítugt. Þá hafði ég þó farið nokkuð að heiman, meðal annars í húsmæðraskóla." Þig hefur ekki dreymt að þú sætir yfir álfkonu, eins og stundum bar við fyrrum? Nú kímir Ásta. „Nei, ónei. En afasystur mína, Kristínu Jónsdóttur sem var Ijósmóðir, dreymdi þannig draum þegar hún var ung stúlka. Þá var hún við heyskap með fleira fólki í eyju sem heitir Fagurey og var legið við. Eina nóttina dreymdi hana að hún væri sótt til álfkonu. Slíkt þótti mik- ið lánsmerki." En þú hefur líka verið lánsöm i starfi? „Jú, það tel ég mig hafa verið. Starf mitt hefur verið alveg sérlega farsælt, finnst mér. Auðvitað koma líka daprar stundir, eins og þegar maður þarf að taka á móti litlum, andvana börnum. En sem betur fer hef ég sjaldan þurft þess." Hvað getið þið þá gert til að hugga mæðurnar? Ásta hugsar sig um. „Maður finnur bara ósjálfrátt hvað helst getur veitt kjark og huggun hverju sinni. Auðvitað tekur maður þátt í söknuðinum, alveg eins og maður tekur þátt í gleðinni þegar allt gengur vel." Manstu eftir einhverju óvenjulegu frá starfi þínu? „Já, ég man eftir mörgu. En allt það óvenjulega er svo viðkvæmt og svo mikið einkamál að maður getur ekki talað um það. En ég skal segja þér hvað það er sem tekur öllu öðru fram - mesta gleði sem ég hef lifað í starfi: Að taka á móti barnabörnunum sínum. Það er stór- kostleg lífsreynsla." Og andlit ömm- unnar geislar við tilhugsunina. En svo við vikjum að hversdagslíf- inu. Þú fékkst stöðu hér á Patreks- firði strax eftir að þú útskrifaðist? „Já, hér hefur starfsvettvangur minn verið. Og hér kynntist ég manninum mínum sem var ungur sjómaður hér þá. Hér áttum við börnin okkar og komum þeim upp." Ert þú ekki dálítill sjómaður sjálf, eyjakonan? k * ■! ) 7 'W - Ásta við störf á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði. 20 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.