Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 23

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 23
femínistar, og stoltar af því! En hristir kyngervisruglingurinn ekki upp i heims- mynd fólks? „Jú, það vilja allir að annað fólk passi inn í litla kassa sem raðast snyrtilega upp ( heimsmynd þeirra." Má ekki segja að það hafi einmitt verið kyngerv- isfiakkið sem varð til þess að Tom og John ákváðu að nauðga og síðan myrða Brandon? „Nei, Tom og John voru ekki nógu útpældir til að detta þessi ástæða í hug þegar þeir myrtu Brandon. Þeir voru reiðir vegna þess að þeir héldu að Brandon væri karl. Hann var hinn fullkomni kærasti fyrrverandi kærasta þeirra og þegar þeir komust að því að Brandon var kona urðu þeir brjálaðir. Kona var betri karl en þeir sjálfir..." Hvað með umhverfið sem Brandon sprettur úr? Hvaða áhrif teljið þið að það hafi haft á mótun hans og morðingja hans? „Brandon var frá smábæ og var drepinn I enn minni bæ þar sem fólk hafði að mjög litlu leyti kynnst einhverjum „öðruvisi" en öllum hinum og hafði þar af leiðandi mjög lágan þröskuld gagn- vart slíku fólki. Það var einfaldlega auðveldara að hata þá sem voru öðruvísi en að umþera þá. Þetta umhverfi hafði vissulega áhrif á að Brandon var nauðgað og hann drepinn. Umhverfi sem þetta er mjög víða og takmarkast alls ekki við Nebraska!" Hvernig líst ykkur á samkeppnina um athyglina frá Hollywoodkvikmyndinni „Boys don't cry", þar sem saga Brandons ersögð „a la Hollywood?" „Við teljum ekki vera um neina samkeppni að ræða. „The Brandon Teena Story" er gjörólík Hollywoodútgáfunni. Við eyddum fjölda ára í að ræða við raunverulegt fólk um raunverulega at- burði í stað þess að skálda upp atburði og nöfn." Hvað getið þið sagt um nýjasta verkefni ykkar þar sem fjallað er um konur i Kosovo? „I þessari mynd fjöllum við um áhrifin sem þetta eiginlega þjóðarmorð hafði á samfélagið og fjöl- skyldur kvenna sem lifðu hörmungarnar af. Við vonum að með því að segja sögur þessara kvenna takist okkur að sýna hvernig hatur og firring stríðsins hafi áhrif á okkur öll og samfélagið í heild sinni. I þessu tilviki fannst okkur mjög mikilvægt að segja sögur kvenna því maður heyrir litið af þeim og þjáningum þeirra á striðstímum, t.d. ef við skoðum Helför nasista gegn Gyðingum. Stríð í heiminum í dag eru ótrúlega grimmileg gagnvart óbreyttum borgurum. Það er ekki þannig að ung- ir menn og strákar fari að berjast fyrir föðurland- ið og séu drepnir. Þeir sem eru mest pyntaðir eru konur og þeir sem verða eftir heima, börnin og gamla fólkið." En hvers vegna völduð þið að fjalla um konur i Kosovo? „Undanfarin þrjú ár höfum við verið að skoða fyr- irbærið þjóðarmorð og hryllinginn sem því fylgir. Það sló okkur að konur eru meirihluti fórnar- lambanna sem eru eftir til að byggja samfélagið upp að nýju, ef þær eru nógu heppnar að hafa lif- að fjöldanauðganir og fjöldamorð af. Við höfum lengi velt því fyrir okkur hvers vegna engin fjallaði um þær þúsundir kvenna sem hefur verið nauðg- að og misþyrmt af körlum í stríði. Það er sorgleg staðreynd að nauðgun var fyrst skilgreind I al- þjóðalögum sem stríðsglæpur á síðasta ári. Okkur fannst stríðshrjáðar konur hvorki fá tíma né skiln- ing fjölmiðla, þú sást I mesta lagi eina eða tvær sögur um konur sem var nauðgað eða konur sem misstu karlana sína. Að auki er það staðreynd að I heiminum í dag er meirihluti þeirra kvenna sem þjást vegna „þjóðernishreinsana" frá samfélögum þar sem lit- ið er á þær sem annars flokks þegna. Byrði þeirra er því tvöföld ef þeim er nauðgað eða þær standa uppi sem ekkjur. Okkur finnst mjög mikilvægt að Ijá þessum konum rödd þar sem saga þeirra er sögð. Með því móti getum við vonandi upplýst fólk og skapað meiri skilning og umburðarlyndi í heiminum. Fyrst og fremst vildum við gera fólk meðvit- aðra um að það eru yfirleitt konur sem þjást mest í þessari tegund stríðsátaka, þær þurfa að búa við þjáningar vegna þess sem gert er við þær í stríð- inu það sem eftir er lífsins. Við viljum líka sýna styrkinn sem þessar konur búa yfir þar sem þær endurbyggja líf sitt." Er eitthvað sem þið viljið deila með íslenskum feministum? „Verið sýnilegar og haldið áfram að vinna að jafn- rétti!" Myndir: Jóhanna Vigdis Guðmundsdóttir VER A • 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.