Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 26

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 26
Vitað er að hér eru starfraekt vændishús þar sem einn aðili á eða stjórnar starfseminni, tekur á móti pöntunum og útvegar viðskiptavininum hold. Vændið fer ýmist fram innan veggja vændishússins, á hótelum, vinnustöðum viðskiptavinarins eða heimili hans. Hverjir leiðast út í vændi? Ef litið er á vændi sem frelsi og val einstaklinga er um leið horft framhjá þeirri staðreynd að flestir sem leiðast út í vændi sjá enga aðra möguleika í stöð- unni. I erlendum rannsóknum kemur fram að margir sem leið- ast út í vændi hafa verið beittir kynferðisofbeldi. Kynferðisofbeldi hefur gíf- urleg áhrif á sálarlíf þess sem fyrir því verður. Líf einstaklings- ins einkennist af stöðugri bar- áttu og tilraunum til að ná stjórn á eigin lífi. Léleg sjálfs- mynd, sjálfsfyrirlitning og til- finningalegur doði er ríkjandi hjá þolendum kynferðisofbeldis (Stígamót, bæklingur um sifjaspell). Vændi er áframhaldandi niðurlæging og staðfestir fyrir þol- andanum þá mynd sem hann hefur af sjálfum sér. Jafnframt hafa rannsóknir leitt í Ijós að flestir leið- ast út í vændi á meðan þeir eru ungir og óharðn- aðir einstaklingar. Stundum vegna félagslegs þrýstings, en oftar en ekki til þess að fjármagna áfengis- og eiturlyfjaneyslu (Barry 1995; Mc- Keganey og Barnard 1996; O'Neill 1996). I Ijósi þess er erfitt að segja að þeir sem leiðast út í vændi hafi staðið frammi fyrir vali. Afleiðingar vændis I rannsóknum McKeganey og Barnard (1996) og Barry (1995) var fjallað um afleiðingar vændis. Þar kemur fram að um leið og kona hefur selt sig sér hún sjálfa sig sem úrhrak og jafnvel útlaga í sam- félaginu. En eftir að hafa selt líkama sinn einu sinni hefur hún farið yfir ákveðna línu eða mörk sem gerir það að verkum að hún sér líkama sinn sem einskonar tæki til að afla tekna. Kona sem stundar vændi reynir að blanda ekki saman því hver hún er á meðan hún selur líkama sinn og því hver hún er í einkalífinu. En aðskilnað- ur einkalífs og vændis nægir ekki eitt og sér, hún þarf líka að aftengja sig tilfinningalega frá söl- unni, þar sem líkami hennar og kynferði er aðal- söluvaran. Þetta er ekki ólíkt því sem nauðgunar- þolar lýsa að gerist hjá þeim við nauðgun. Nauðg- unarþolinn er ekki á staðnum, hann reynir að af- tengja sig tilfinningalega frá líkamanum meðan nauðgunin á sér stað. Með aftengingunni eru viðskiptavininum einnig sett ákveðin mörk um hvað af líkama kon- unnar má eða má ekki nota, en algengt er meðal vændiskvenna að þær leyfi ekki að vissir líkams- partar séu snertir. Jafnframt er algengt að þær leyfi enga kossa og sumar taka ekki þátt í ákveðn- um kynferðislegum athöfnum, svo sem munn- mökum eða endaþarmsmökum. Kona i vændi þarf einnig að aflíkamnast eða gera sig vélræna gangvart því sem fer fram. Með því að aflíkamnast nær vændiskonan að sýnast ön/uð kynferðislega og áhugasöm gagnvart viðskipta- vininum, hún nær að sýna þau viðbrögð sem við- skiptavinurinn vill fá. Þannig nær vændiskona að aðgreina á milli þess sem er og þess sem virðist vera. En þó að vændiskonur reyni að aflíkamnast og aftengja sig tilfinningalega segja margar þeirra að vændið hafa mikil áhrif á einkalífið og upplifun þeirra af kynlífi. Skýrist þetta meðal annars af því að við getum ekki bútað okkur í sundur, enda finnum við öll fyrir því að við tökum einkalífið með okkur í vinnuna eða vinnuna með okkur heim. Við erum ein og sama persónan í vinnunni og einkalífinu. Með því að reyna að hluta sjálfið niður sviptum við okkur mannlegum eiginleikum og mannlegri reisn sem er öllum nauðsynleg. Hvað eru menn að kaupa? Kaupendur virðast líta svo á að þar sem þeir hafi yfir peningunum að ráða hafi þeir öll völd í hendi sér. I augum flestra þeirra er vændiskonan ekki meira en það sem hún selur þeim og hlutverk hennar er að uppfylla þarfir þeirra og langanir. Þeir hafa engan áhuga á hvort vændiskonan hafði einhverjar skoðanir á því sem þeir fara fram á að kaupa af henni. I rannsókn sem McKeganeyog Barnard (1996) gerðu í Glasgow voru 143 viðskiptavinir spurðir hvers vegna þeir kaupi sér „þjónustu" vændis- kvenna. Margir gáfu upp þá ástæðu að þeim fyndist mun auðveldara að biðja vændiskonu að uppfylla ákveðnar kynferðislegar langanir þeirra en maka sinn. Oft var um munnmök eða enda- þarmsmök að ræða eða kynferðislegar athafnir þar sem svipur, handjárn og önnur tól og tæki voru notuð. Sumir gengu enn lengra og vildu láta míga á sig eða skíta til þess að fá kynferðislega örvun. Aðrir sögðu að áður en þeir hófu sambúð hafi þeir verið í kynferðissambandi við margar konur á sama tfma og vildu halda því áfram. Kaup á vændi væri þægilegri leið en að eiga hjákonu úti í bæ vegna samskiptaleysisins sem felst I vændinu. Þeir gætu keypt sér ákveðna „þjónustu" án kvaða um að tilfinningar væru með í spilinu. Enn aðrir töluðu um að vændi bjóði þeim upp á að hafa mök við ákveðnar kven- ímyndir, aðallega mjög ungar stúlkur eða litaðar. Karlveldishugmyndir sem flokka konur í meyju eða hóru koma skýrt fram í viðhorfum viðskiptavinanna. Meyjan er sú sem hafnar öllum kynferðisleg- um þreifingum, hún er háð og undirgefin karl- manninum og sýnir af sér tilhlýðilega hegðun. Hórunni hæfir aftur á móti að taka þátt í kynferð- islegum athöfnum sem fela í sér pyntingar og mannlega niðurlægingu. Þetta kemur einnig glöggt fram í uppeldi kvenna, en frá unga aldri er stúlkum gerð grein fyrir hlekknum sem liggur á milli félagslegrar virðingar og hreinleika í kynlífi. Vændi á íslandi Ekki er hægt með neinni vissu að alhæfa um út- breiðslu vændis hér á landi, né hvernig vændis- markaðurinn er, enda engar marktækar rann- sóknir verið gerðar. Til Stigamóta, samtaka kvenna gegn kynferð- islegu ofbeldi, hafa leitað yfir þrjátíu einstaklingar sem voru um lengri eða skemmri tíma í vændi. I langflestum tilvikum er um konur að ræða. Astæðan fyrir komu þeirra til Stígamóta var ekki vændið eitt og sér heldur kynferðisofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir I bernsku og/eða á ung- lingsárum. Með því að hjálpa þessum einstaklingum að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeldisins og vændisins fengust allgóðar upplýsingar um vændismarkaðinn hér á landi. Vitað er að hér eru starfrækt vændishús þar sem einn aðili á eða stjórnar starfseminni, tekur á móti pöntunum og útvegar viðskiptavininum hold. Vændið fer ýmist fram innan veggja vændishússins, á hótelum, vinnustöðum viðskiptavinarins eða heimili hans. Þetta er eitt skipulagðasta form vændis hér á landi. Einnig eru ákveðin veitingahús nefnd þar sem eigendur eða rekstraraðilar voru milliliðir milli viðskiptavinarins og þess sem seldi sig. Enn eitt form vændis eins og það birtist hér á landi eru fylgiþjónusturnar. í flestum tilvikum verða stúlk- urnar sér sjálfar úti um viðskiptavini með einum eða öðrum hætti. Hér á landi þrífst einnig vændi þar sem karlmenn gera skipulega út konur. Eru þeir oft á tíðum kærastar eða mak- ar þeirra sem eru í vændinu. Síðast en ekki slst þrífst hér á Karlveldishugmyndir sem flokka konur í meyju eða hóru koma skýrt fram í viðhorfum viðskiptavinanna. Meyjan er sú sem hafnar öflum kynferðislegum þreifingum, hún er háð og undirgefin karlmanninum og sýnir af sér tilhlýðilega hegðun. Hórunni hæfir aftur á móti að taka þátt í kynferðislegum athöfnum sem fela í sér pyntingar og mannlega niðurlægingu. 26 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.