Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 33

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 33
Heima í Orpington með Gísla, dætrunum Emblu og Álfrúnu og au-pair stelpunni Heiðu frá íslandi. útvarpið," segir Anna. „Leiklistin heillaði mig alltaf og lokaverkefnið mitt var að gera útvarps- uppfærslu eftir leikritinu Margréti miklu eftir Kristínu Ómarsdóttur. Þetta er skemmtilegt verk sem ég bjó í stutta útvarpsþætti." Á þessum tima höfðu Anna og Gísli kynnst mörgum Islendingum sem bjuggu i London. „Við vorum byrjuð að koma saman nokkur sem bjuggum hér, leikarar og fleira fólk sem hafði áhuga á þessum geira. Þá vaknaði draumur hjá mér að setja upp útvarps- leikhús þar sem við myndum skapa raunverulegt andrúmsloft með lifandi flutningi og þeirri sér- vinnslu sem þarf fyrir útvarp. Við gerðum alls kyns tilraunir og úr þvl varð til Lundúnaleikhópurinn sem ég rak. Við fórum svo heim til (slands með sviðsuppfærslu af Margréti miklu og sýndum þar. Ágústa Skúladóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Vala Þórsdóttir og Drífa Arnþórsdóttir léku í verkinu og þegar við komum aftur út héldum við; Ágústa og Vala og ég áfram með hópinn lcelandic Takeaway Theatre sem byggði á einþáttungum sem Vala átti til og byrjaði að flytja hérna. Leikhópurinn hefur sett upp fjórar sýningar og tekið þátt í ýmsum menningaruppákomum hér í Bretlandi. Þegar við settum upp Dóttur Skáldsins með Sveini Einars- syni komu Katrín Þorvaldsdóttir og Björn Gunn- laugsson til liðs við hópinn og þau hafa lagt mik- ið af mörkum á sama tíma og ég hef þurft að draga mig út úr vegna annarra starfa." Undir list- rænni stjórn Ágústu er fimmta verkið i fæðingu sem byggir á Völuspá og verður sviðsett í London í mars. Hópurinn hefur svo áform um að sýna ein- hver af verkunum í Reykjavík á næstunni. „Von- andi gengur það upp," segir Anna, „Sýningar hópsins eru vandaðar og eiga fullt erindi til is- lands, eins og Bretlands." segir að viðhorf Breta til Is- lands og Islendinga hafi breyst talsvert á þeim tíma sem hún hefur búið í Englandi. „(sland komst allt í einu í tísku. Þegar við komum hingað fyrst könnuðust nágrannarnir við Magnús Magnússon og Master- mind afrek hans en að öðru leyti vissi fólk ekki neitt, nema örfáir sem hlustuðu á músík vissu hverjir Sykurmolarnir voru en þau voru ekki það fræg að einhverjir í hvítu millistéttarsamfélagi í út- jaðri London þekktu til þeirra. Það sem gerðist með Björk var að Island komst virkilega á kortið og hún einfaldlega kom því í tísku, án þess að ætla sér það eða gera sér grein fyrir því, held ég. Björk hefur ekkert verið að fela það hvaðan hún er og ég held að fólk hafi heillast af framkomu hennar og náttúrulega tónlistinni. Á sama tíma var fólk líka að leita sér að nýjum, framandi stöð- Hún VERA • 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.