Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 34

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 34
Anna og Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur - Mynd RÚV, Ásdis Emilsdóttir Petersen. um til að heimsækja í staðinn fyrir endalausar sól- arlandaferðir. Fólk var til í ævintýri og útivist og sagan endurtekur sig alltaf, Island var vinsæll staður fyrir ævintýramenn fyrir hundrað árum og verður það örugglega eftir önnur hundrað. Nú er Island svo áberandi og vinsælt að ég held að það séu nokkur ár í að það detti úr tísku." 0 upphafi samtalsins minntist Anna Hildur á að hún væri að skrifa ævisögu. Af hverju ákvað hún að takast á við að skrifa ævi- sögu Gísla Guðjónssonar? „Ég tók strax eftir störfum Gísla þegar ég byrjaði að vinna sem fréttaritari, ég tók við hann mitt fyrsta sjón- varpsviðtal og fljótlega tókst með okkur vin- skapur. Ég hafði mikinn áhuga á því sem hann var að gera og sóttist eftir að segja frá því og það kom mér á óvart hvað hann var lítið þekktur á Islandi miðað við þau stór- kostlegu afrek sem hann hafði unnið á sínu sviði. Hann er almennt viðurkenndur sem fremsti réttarsálfræðingur í heimi. Þegar ég fór að finna fyrir því að það gæti verið að mig langaði að skipta um starfsvettvang, þá langaði mig að kafa djúpt í eitthvert eitt mál því það að vera fréttaritari getur verið dálítið yfirborðs- kennt. Ég ákvað að búa til heimildaþátt um Gísla fyrir útvarp til að sýna fram á eitthvað af því sem ég hafði lært. Það tókst mjög vel og uppfrá því impraði ég á því við hann hvort við ættum ekki að skrifa bók." Hún er ekki í vafa um að það sé þess virði að skrifa ævisögu Gísla Guðjónssonar. „Ef það er einhver maður sem mér finnst að sé verðugur þess að ævisaga hans komi út á ís- landi þá er það Gísli Guðjónsson því hann á heillandi sögu að baki og starfsferill hans hefur verið alveg einstakur," segir hún. Anna Hildur er byrjuð að ókyrrast. Ég veit að hún á að vera mætt á fund en ákveð að spyrja einnar spurningar til: Hvað heldurðu að þú verðir að gera eftir eitt ár eða fimm eða tíu? „Ég hef ekki hugmynd um það," segir hún snarlega. „Ég vona bara að ég verði með fjölskyldunni á stað sem mér líður vel á. Ég velti því aldrei fyrir mér hvað framtíðin ber í skauti sér, ég flýt áfram á því sem ég er að gera, helli mér alltaf í allt af miklum áhuga og ákafa. Þau verkefni sem ég er nú að vinna eru ákaflega skemmtileg og ég vona að þau haldi áfram að vera það. Mér gengur mjög vel að vinna með Bellatrix, andrúmsloftið er skemmtilegt og hlutirnir ganga vel. Ég ætla líka að leyfa mér þann munað að fara í sumarþústað bráðlega og vinna að ævisögunni. Það er lærdómsrík og góð samvinna sem ég á við Gísla Guðjónsson sem ég vona að eigi eftir að skila sér í aðgengilegri ævi- sögu um athyglisverðan og afkastamikinn vís- indamann. Þannig að ég get ekki kvartað yfir því að mér leiðist ( vinnunni," segir Anna Hildur og bætir við: „Maður veit aldrei, ævintýrin liggja alltaf þar sem maður á síst von á, þannig að ég ætla ekki að gefa neinar yfirlýsingar um framtíð- ina." Svalbarðsströnd sími: 462 4769 fax: 462 7040 netfang: kvam@est.is Inniheldur græðandi, bólgueyðandi og kláðastillandi jurtir m.a. vallhumal, blóðberg, lofnarblóm og kamillu. í smyrslinu er einnig tea- tree olía sem þekkt er fyrir frábær áhrif gegn sýklum og sveppasýkingu. Græðismyrslið hefur reynst mörgum vel við ýmsum húðkvillum s.s. þurrkublettum, exemi og psoriasis. Flýtir fyrir að græða sár og ör. Dregur úr bólgu, sviða og kláða. Mýkir og verndar viðkvæma húð. Góð kuldavörn úti í frosti. Einnig fáanleg Græðiolía. Gigtarolía Kröftug og áhrifarík nuddolía fyrir liði og vöðva. Vinnur gegn stirðleika í liðum, sinadrætti, vöðvabólgu og spennu. Dregur úr verkjum og örfar blóðrás til húðarinnar og tregt sogæðarennsli. Vörur Urtasmiðjunnar eru hrein Náttúruleg framleiösla úr íslenskum jurtum, sem læknar hafa mælt með. Fást m.a. í helstu heilsuvöruverslunum, hjá framleiðanda og á netinu. 34 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.