Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 36

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 36
F E M I N I S T I F E R Á B í Ó Anna Ólafsdóttir Björnsson Nýju fötin ke i sa ra n s í kvikmyndapistlum VERU er yfirleitt ekki fjallað um aðrar myndir en þær sem mælt er með. Ég ætla að rjúfa þá hefð að þessu sinni. Það er nú eiginlega hálfgerð synd, þvi myndin lofaði svo Ijómandi góðu. Romance X, ný kvikmynd sem unnið hefur til verðlauna á kvikmyndahátíðum, er leikstýrt af konu, erótísk, feminisk og nýstárleg. Ég get tekið undir það síðastnefnda. Og það er síður en svo ástæða til að vara við þessari mynd. Hún ætti svo sem ekki að meiða neinn nema þann sem þolir ekki að láta sér leiðast. Vissulega er fullt af nekt og kynlífi í mynd- inni. Talsvert af öfgafullum senum. En þær byggja ekki á kvenfyrirlitningu heldur í mesta lagi skoðunum um konur sem ég er ósammála. Og þær meiða ekki aðra en þá sem eru viðkvæmir fyrir nekt og kynlífi á hvíta tjaldinu. Karl- menn sem séð hafa myndina hafa ekki kvartað undan karlfyrirlitningu held- ur og ég held að það sé í mesta lagi hæðst agnarögn að einhverjum þeirra. En ekki meir. Einhverjir fjölmiðlar komu því á kreik að hér væri um klámmynd að ræða. Ég held að fjórir sáravonsviknir stráklingar um tvítugt sem gengu snúðugt út snemma í myndinni séu besta staðfestingin á því að sá orðróm- ur á ekki við rök að styðjast. Evrópsk og amerísk kvikmyndahefð Ég er alveg reiðubúin að skrifa hluta af áhugaleysi mínu á allt of ameríkan- íseraðan kvikmyndasmekk. Þá má eflaust með góðri æfingu verða næmur og hrifinn af myndum á borð við Romance X. En ég verð líka að benda á að á fjörur okkar að undanförnu hefur rekið mýgrút af mjög áhugaverðum myndum eftir evrópska leikstjóra; franska, þýska, ítalska, spánska, danska, júgóslavneska - svo og óháða „öðruvísi" leikstjóra vestanhafs. Auk þess nokkrar frábærar íslenskar kvikmyndir. Svo ekki liggur öll sökin í æfingaleys- inu. Persónulega fannst mér meira að segja kvikmynd um stærðfræðitáknið „pí" mun meira krassandi en Romance X. Og ég hef heyrt af fleirum sem eins er farið. Ekki gersneydd húmor Myndin hefur bæði kosti og galla en því miður vega gallarnir þyngra að mínu mati. Hún fjallar eins og fleiri franskar myndir um leit að einhverju sem erfitt er að finna. Ég hef bæði séð betri og verri franskar myndir af því tagi. I þessari mynd eru gullfallegar senur og myndrænt séð er hún mjög vel af hendi leyst. Kalda, hvíta umhverfið spilar vel á móti dökkum og reykmettuðum búllunum og rauðu, sterku og ex- ótísku umhverfi ástarprinsins ólíklega sem sofið hafði hjá 10.000 konum. Myndin er heldur ekki gersneydd húmor, t.d. er atriðið í mæðraskoðuninni grátbros- legt, en eftir á að hyggja er ég ekki alveg viss um að það hafi verið ætlan höfundar. Hins vegar lá þunn- skipaður salurinn í Bíóborginni í hysterískum hlátri þá og svona tvisvar, þrisvar í viðbót. Veikleiki myndarinnar er hversu gersamlega óáhugaverðar sögupersónurnar eru. Og þar með vandamál þeirra, langanir, órar, væntingar. Eini karakterinn sem náði að skila smá mannlegri hlýju inn í myndina var óvænt skólastjóri nokkur sem kem- ur við sögu í myndinni. Hans framlag náði þó engan veginn að bæta úr því sem á skorti hjá öðrum og fyrirferðarmeiri leikurum. Mistækir leikarar Nú bíð ég bara eftir að leikstjórinn, Catherine Breillat, fái tækifæri til að fylgja fantagóðri hug- mynd sinni eftir og geri aðra og betri feminíska, eró- tíska kvikmynd. Ég hef fulla trú á því að hún geti gert þessu efni betri skil og býst við að hún hafi áhuga á því. Hún er mjög fjölhæfur leikstjóri, hefur bæði komið nálægt handritsgerð og hóf feril sinn sem kvikmyndaleikkona, m.a. f mynd Bertolucci Last Tango in Paris, sem einnig fjallaði um kynllf og var umdeild. Romance X er sjöunda mynd Breillat. Ég sé ekki ástæðu til að tíunda framlag leikaranna að öðru leyti en því að mér fannst Francois Berleand skila ágæt- um sprettum I undarlegu hlutverki. Aðalleikkonan, Caroline Ducey sem leikur Marie, ófullnægða konu eigingjarns manns, skilar mjög vel þeim leiðindum sem hrjá hana en er mun síðri í átakameiri senum. Niðurstaðan er sú að þessi mynd minnti mig svolítið á ævintýri H.C. Andersen um Nýju fötin keisarans. Alla vega er hægt að segja með góðri samvisku að keisar- inn var ekki I neinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.