Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 42

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 42
 Erindi Þóru Þorsteinsdóttur og Þórunnar Hafstað lónsdóttur á ráðstefnu Kvenréttindafélags íslands, Kynjaveröld kynjanna Feministar hafa lengi gagnrýnt það hversu einhlíta mynd fjölmiðlar og auglýsendur gefa af konum. Feitar konur, fatlaðar konur, konur af öðrum kynþáttum en hvíta kynstofninum sjást varla, hvað þá að þær séu sýndar sem fallegar og eftirsóknarverðar. Þessi þröngsýni fjölmiðla getur ekki leitt neitt gott af sér, hún ber keim af rasisma og fordómum og gefur óraunhæfa mynd af konum. Ef konur eru stöðugt sýndar sem mæður og eiginkonur í auglýsingum í samfélagi þar sem flestar konur eru útivinnandi, er þá ekki verið að gera lítið úr mikilvægi kvenna sem fyrirvinna? Og hvað með karlana? Aldrei sést karlmaður í bleyjuauglýsingu. Sömuleiðis ef konur eru stöðugt sýndar sem kyntákn og dæmdar út frá því hversu aðlaðandi þær eru, er þá ekki útilokað að þær verði dæmdar eftir verðleikum? Imynd kvenna býður upp á að það sé glápt á þær, fðtin sem konur klæðast eru þrengri, litríkari og fjölbreyttari en fötin sem karlar ganga í. Þæg- indi eru ekkert tiltökumál, mestu máli skiptir að konur séu kynþokkafullar. Það skiptir ekki máli hvernig fötum karlmenn klæðast því það er eng- inn að fylgjast með þeim. Það eru karlar sem glápa á konur, konur fylgjast bara með í laumi. Þær hirða vel um útlitið, tolla í tískunni og passa að láta ekki fara of mikið fyrir sér, því þær gera sér grein fyrir því að þær eru dæmdar eftir útlitinu. Fegurðariðnaðurinn, snyrtivöruframleiðendur og seljendur hinna ýmsu megrunarhjálpartækja græða á því að ímynd kvenlegrar fegurðar séu settar sem þrengstar skorður. Það eru þeirra hags- munir að ala á minnimáttarkennd kvenna og til- finningu um ófullkomleika. Allir verða fyrir áhrifum af auglýsingum og ekki slst börn. Hvernig stendur á því að Islensk leik- skólabörn, sem flest eiga útivinnandi mæður, teikna mæður sínar fyrir framan eldavélina með svuntu og sítt hár? Þessi ímynd af íslensku mömmunni er líkari einhverju sem sést í auglýs- ingum en gerist í raunveruleikanum. En það sem er verst er að þessar einhlítu kvenímyndir viðhalda kerfi sem er körlum I hag og konum I óhag. Einhæf kvenímynd En hvernig stendur á því að konur skuli enn vera settar allar undir sama hatt? Eins mismunandi og við nú erum, hvernig stendur á því að við sættum okkur við (og tökum fullan þátt I) að vera settar I eitthvað fyrirfram ákveðið mót kvenleika? Alls staðar I kringum okkur er verið að skapa ímynd af konum: I skólabókum, kvikmyndum, auglýsingum, óperum, bókmenntum og mörgu fleira. Konur eru sýndar á hátt sem skilgreinir hvað það er að vera kona I samfélaginu: hvernig hin eðlilega kona er. Hvernig þær ættu að vera, hvers þær eru megn- ugar og hvernig þær eru frá- brugðnar karlmönnum. Það eru karlmenn sem hafa haft valdið til að skapa ímynd kvenna, þeir eru ritstjórar, leik- stjórar, Ijósmyndarar, fatahönn- uðir og svo mætti lengi telja. Þeir hafa haft valdið til að skilgreina konur. Og þó svo að konur séu að þoka sér I áhrifastöður virðist fegurðarímyndin lítið ætla að breytast. Þar af leiðandi kaupi konur vörur þeirra I eltingar- leik slnum við að líkjast tölvubreyttum myndum af fyrirsætum. Hvers vegna fegurðarsamkeppni? Nú hafa fjórar metnaðarfullar, ungar nútímakon- ur risið upp og ætla í samstarfi við stóra markaðs- aðila að skapa nýja kvenímynd. Orðrétt segja þær: „Það er greinilega þörf fyrir fegurðarsam- keppni á Islandi sem er samstíga tíðarandanum sem nútímakonan býr I og endurspeglar hana án þess þó að missa sjónar af þeim þáttum sem nauðsynlegir eru I slíkri keppni." „Sérstaða íslenskra kvenna liggur ekki einung- is I ómótstæðilegri fegurð þeirra, heldur einnig I því hvað þær eru metnaðarfullar og sjálfstæðar en umfram allt kynþokkafullar." Hvað er átt við með „þörf fyrir fegurðarsam- keppni?" Er ekki bara verið að taka gamalt úrelt fyrirbæri frá tímum skarp- ari kvennakúgunar og færa hana I nýj- an blekkingarbúning sem á að sann- færa konur um að hér sé „nútíminn" á ferðinni og fyrirbærið því framúr- stefnulegt og gott. Ekki ætla þær þó „að missa sjónar af þeim þáttum sem nauðsynlegir eru f slíkri keppni." Hvaða þættirskyldu það vera? Eru það ekki þeir þættir sem viðhalda sömu gömlu, óraunhæfu útlitslmyndinni? Hvergi er spurt: Hvers vegna fegurðarsamkeppni og hvaðan kemur þessi mikla þörf fyir hana? Þær stöllur undirstrika í 42 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.