Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 45

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 45
Eitthvað annað og meira en sýni ngarbrúða, f egurðarskv ísa Hvaða áhrif hefur það á ungar konur að vera dæmdar eftir útliti — settar á stall vegna fegurðar? Hér lýsir Bryndís Schram því, en hún var kosin fegurðardrottning íslands fyrir 40 árum. Bryndís er pistlahöfundur í Degi og við fengum leyfi til að birta hluta úr pistli hennar frá því sl. haust. Myndirnar eru frá fegurðarsam- keppninni í Tívolí. Bryndís á pallinum, númer sex. Mynd: ÓI.K.M. Það er býsna erfitt að verða fullorðinn. Reynist mörgum dýrkeypt reynsla. Erfiðustu árin min voru á milli tvítugs og þrítugs. Það voru engin takmörk fyrir því hvað ég gat verið vitlaus. Hugsaðu þér, í blóma lífsins. Ég hafði ekkert sjálfstraust. Fannst ég svo Ijót og ómerkileg, svo ósmart, svo vitlaus. Gekk með veggjum, vissi ekki hvað ég vildi með þetta líf. Þorði aldrei að tjá mig. Kannast þú nokk- uð við þetta? Tveimur érum áður hafði ég asnast til að taka þátt í fegurðarsamkeppni heima. Svona eftir á að hyggja þá er ég núna sann- færð um að það voru þessi fegurðarverðlaun, sem brutu niður sjálfstraust mitt. Finnst þér þetta vera þversögn? Jú, sjáðu til. Ég var nemandi í Menntaskólanum (Reykjavík. Gekk mjög vel. Ég var líka einn af aðaldönsurum Þjóðleikhússins. Naut þess ríkulega. Sjálfsmat mitt var bærilegt. Ég gekk menntaveginn, listabrautina. Hvort tveggja virðingarvert. Svo var mér allt í einu kippt út úr þessari nota- legu veröld. Stillt upp á pall. Vegin til undaneldis. Mæld hátt og lágt eins og hver önnur verðlauna- hryssa. Líklega var sjálfsvirðingu minni misboðið á þessari stundu. Það kom brestur I sálartötrið, þó að ég skildi það ekki þá. Að ég skyldi láta hafa mig í þetta. Ég hafði lok- ið fimmta bekkjar prófi þetta vor. Var að dansa í söngleik, Sumar í Týrol. Bessi í hlutverki elskhug- ans. Það voru tvö löng hlé í sýningunni. I hléunum hljóp ég út í leigubíl. Renndi vestur í Tívolí. Norð- anstrekkingur. Hræðilega kalt að ganga hálfnakin eftir langri brú. Hún hlykkjaðist í gegnum starandi mannfjöldann. Ég var alveg tilfinningalaus. Ekki einu sinni kvíðin. Man ekki hvort ég brosti einu sinni. Varla hefur mér þó staðið á sama. Ómáluð. Af og frá að klína á sig málningu á þessum árum. Það var bara gert í leikhúsinu. Þetta kvöld hafði ég sleppt því. Vildi vera eðlileg í kvöldsólinni í Tívolf. Eftir þetta kvöld var ég gerbreytt manneskja. Án þess að hafa hugmynd um það. Sjálfsmat mitt hrundi, ómeðvitað. Ég varð aft- ur að byrja á byrjuninni. Sanna mig fyrir sjálfri mér og öðrum. Sanna að ég væri eitthvað annað og meira en sýningarbrúða, fegurðarskvísa. Sýna fram á að ég væri hugsandi mannvera. Er þetta ekki skrítið, Kolla? Ég skammaðist mín í alvöru. Ég sá eftir að hafa látið teyma mig á asnaeyrunum. Árum saman minntist ég aldrei á þetta við nokkurn mann. Reyndi að gleyma þessu. Og af hverju I ósköpunum er ég þá að trúa þér fyrir þessu núna, mörgum árum seinna? Ég hitti mann í samkvæmi um daginn. Kominn af bezta skeiði. Gestkomandi. Frá Glasgow. Gott ef hann var ekki menningarfulltrúi borgarinnar. I kynnisferð. Nema hvað. Hann Ijómaði þegar hann heyrði að ég væri frá Islandi. „Island! Ég þekkti einu sinni svo fallega stúlku frá Islandi. Að v(su get ég ekki sagt að ég hafi beinlínis þekkt hana, en hún var í sama skóla og ég, í Edinborgarháskóla. Hún var fegurðardrottning. Hún tók hæstu prófin. Við strákarnir sátum fyrir henni þegar skóla lauk á daginn. Bara til að sjá hana ganga hjá. Við þorð- um auðvitað aldrei að ávarpa hana. En við vorum allir svo - svo - svo... " Maðurinn missti skyndilega málið. Hann glápti á mig. Ég veit ekki hvort hann var skelfdur eða skömmustulegur á svipinn. „En - en - það varst þú." Hann benti á mig með vísifingrinum. „Þú ert stúlkan sem okkur dreymdi um!" Ég bara brosti og kinkaði kolli. Sagði ekki orð. Hefði samt getað sagt svo margt. Ef þessir strák- ar hefðu bara kinkað til mín kolli, brosað til mín eða sagt eitthvað, þá hefði líf mitt kannski orðið allt öðru vísi. Hefði mig bara órað fyrir því að þeir væru að horfa á mig, bíða eftir mér, þá hefði ég kannski hætt að læðast með veggjum og öðlast örlítið sjálfstraust. Og þá hefði verið meira gaman að lifa. Ég hefði orðið betri manneskja. En þeir voru sjálfsagt líka feimnir og kjarklausir. Jafn villu- ráfandi og ég. En, hugsaðu þér, þetta var fyrir fjörutíu árum. Ég get sagt þér þetta allt núna af því að ég er löngu hætt að vera fegurðardrottning. Ég er líka löngu hætt að fyrirverða sjálfa mig. Og í sumar gekk ég aftur eftir Prinsessustræti. Blómaklukkan er enn á sínum stað. Grasið er jafn grænt. Allt er óbreytt. Nema ég. En engu að síður. Ég hafði nú lúmskt gaman af því að hitta þennan mann frá Glasgow! I Þin Bryndis VERA • 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.