Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 49

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 49
Sóley rannsakar gnðsmynd barna Sóley Stefánsdóttir er 26 ára nemi í guðfræði og kynjafræðum við Háskóla íslands og starfskona Rann- sóknastofu í kvennafræðum. „Þegar ég var 18 ára tók ég mér frí úr framhaldsskólanum og festi kaup á sólbaðstofu sem ég rak í tvö ár. Þar kynntist ég mínum fyrrverandi manni sem var við nám í guð- fræði. Við rökræddum mikið um trúmál og varð það til þess að ég ákvað að skrá mig í guðfræði- deild HÍ." En fyrst þurfti Sóley að taka stúdentsprófið og kláraði myndlistarbrautina í FB, en námið þar jafngildir fornámi við MHÍ. Hún hefur mjög gaman af að mála og stefnir jafnvel að meira myndlistarnámi í framtíðinni. „Ég byrjaði í djáknanámi en breytti því síðan yfir í BA nám og tek kynjafræði sem valgrein með því. Áhuginn á kynjafræði kviknaði á námskeið- inu Kristin siðfræði og kvennagagnrýnin sem Arnfríður Guðmundsdóttir, nú lektor við deildina, kenndi." Sóley hefur ekki hug á að starfa innan kirkjunnar í framtíðinni. „Ég er ekki tilbúin að gangast við þeim boðskap og tungutaki sem kirkjan notar, tungutakið byggir mikið á hefðardýrkun og er hefðin að sjálf- sögðu mjög karllæg þar sem trú á FÖÐUR, skapara himins og jarðar er í fyrirrúmi," segir hún. í sumar fékk hún styrk frá Nýsköpunarsjóði til að vinna að rannsókn um framsetningu kynferðis í barnabókum og áhrif hennar á mótun barna. í fram- haldi af þvi ákvað hún að skrifa BA ritgerð um barnaefni kirkjunnar út frá kynjafræðilegu sjónar- horni, með sérstakri athygli á guðsmyndinni sem þar kemur fram. „Ég ætla að greina hvaða guðsmynd og líkingar eru í barnaefni kirkjunnar og fá svo fram, með viðtölum við börn, hugmyndir þeirra um Guð. Ekki kæmi mér é óvart að sú mynd væri frekar einhæf föðurmynd," sagði Sóley að lokum. s K Y N D I M Y N D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.