Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 51

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 51
Dr. Stefanía Óskarsdóttir skólans í Reykjavík og Deloitte & Touche. Þar er á ferð þriggja ára verkefni sem miðar að því að auka hagvöxt og samkeppnishæfni íslensks at- vinnulífs með þvf að auka þekkingu, hæfni og þátttöku kvenna í atvinnusköpun. Dæmi um annað verkefni er samstarfsverkefni Fjárfestingabanka atvinnulífsins, Hans Petersen, Sjóvár- Almennra og Námsgagnastofnunar um gerð námsefnis til jafnréttisfræðslu í grunn- skólum. Þá stendur Landsíminn fyrir þróunarverk- efni sem m.a. miðar að því að auka aðgang kvenna á landsbyggðinni að internetinu. Ráð- gjafafyrirtækið Skref fyrir skref mun bjóða upp á þjálfunarnámskeið sem sérsniðin verða að þörf- um kvenna í íslenskum fyrirtækjum. Skref fyrir skref hyggst einnig bjóða upp á slík námskeið í Rússlandi og í Eystrasaltsríkjunum. Gallup á Is- landi mun einnig bjóða upp á þjálfun fyrir ungar konur í fyrirtækjum í samvinnu við ýmsa íslenska framkvæmdaaðila. Sjálfseignarstofnunin At-konur á Vestfjörðum, sem var framkvæmdaaðili að ráðstefnunni Konur og lýðræði, hefur þegar beitt sér fyrir námskeiða- haldi á Vestfjörðum um konur og fjármálaheim- inn í samvinnu við Landsbanka íslands. At-konur hyggjast einnig standa fyrir námskeiðahaldi um konur og upplýsingatækni og þjálfun kvenstjórn- enda og leiðtoga á Vestfjörðum. Þá má geta þess að Upplýsingasamfélagið, sem er sérstök deild innan forsætisráðuneytisins, er nú í samvinnu við ýmsa aðila ( tölvuheiminum að undirbúa ráð- stefnu um konur og tölvur. Þeirri ráðstefnu er ætl- að að leggja drög að því að fá fleiri konur til starfa við tölvuhönnun og hugbúnaðargerð. Og áfram skulu upptalin nokkur af þeim fjöl- mörgu verkefnum sem nú eru í undirbúningi í kjölfar ráðstefnunnar Konur og lýðræði. Lands- virkjun mun bjóða íslenskum og erlendum konum í starfsnám í greinum sem hingað til hafa talist til karlagreina. Einnig er verið að hrinda af stað átaki, I samvinnu Háskóla Islands og Skrifstofu jafnréttismála, sem míðar að því að auka hlut kvenna í námsgreinum sem karlar hafa hingað til sótt í mun meira mæli en konur. Jafnframt er það markmið átaks Háskóla Islands og Skrifstofu jafn- réttismála að auka hlut karla í svokölluðum kvennagreinum. Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Alþýðu- samband íslands eru með ráðagerðir um samstarf við systurfélög í Eystrasaltsríkjunum með það markmið fyrir augum að miðla til þeirra reynslu sinni af rekstri frjálsra verkalýðsfélaga. Þá hyggst Alþingi bjóða þingkonum frá Rússlandi og Eystra- saltsríkjunum í kynningu á starfshátttum Alþingis. Og Hæstiréttur Islands, e.t.v. í samstarfi við dómsmálaráðuneytið, Dómstólaráð og Lög- mannafélag Islands, mun bjóða kvenlögfræðing- um frá Rússlandi og Eystrasaltsríkjunum til Islands í kynningu á íslenskri réttarhefð. Upptalning verkefna og framkvæmdaaðila hér að ofan er engan veginn tæmandi. Auk þeirra mörgu framkvæmdaaðila sem þegar hafa verið nefndir má einnig nefna Reykjavíkurborg, Flug- leiðir, Samtök atvinnulífsins, Iðntæknistofnun, Eimskipafélag Islands, Orator, Þjóðkirkjuna, Sjálf- stæðisflokkinn og Seðlabankann. Þessi fyrirtæki, samtök og stofnanir koma öll að framkvæmd verkefna sem grunnur var lagður að á ráðstefn- unni Konur og lýðræði í október síðastliðinn. Lokaorð Með ráðstefnunni Konur og lýðræði voru mörg mikilvæg skref í átt til virkara lýðræðis tekin. Ráð- stefnan dró að sér mikla athygli og sýndi í verki einlægan ásetning íslenskra stjórnvalda til þess að auka hlut kvenna á öllum sviðum samfélagsins. Það er mikilvægt að sú vinna sem unnin verður í framhaldinu uppfylli þær væntingar sem sköpuð- ust á þessari velheppnuðu ráðstefnu. Sú vinna sem þegar hefur verið unnin gefur vissulega til- efni til mikillar bjartsýni. Dr. Stefania Óskarsdóttir, forsætisráðuneytinu Næstu skref Eldrauð hátíðardagskrá í tilefni af tíu ára afmæli Stígamóta verður haldin í Hlaðvarpanum miðvikudaginn 8. mars nk. 1 ^<ZÍÍ&Ufr STEFÁNSBLÓM ENGJATEIG 17 • SÍMI: 588 5500 Húsið verður opnað kl. 19. Boðið verður upp á fiskisúpu og hvítvín. Kl. 21 hefst vönduð hátíðardagskrá í umsjá Hlínar Agnarsdóttur með aðstoð listafólks og Stígamótakvenna Aðgangseyrir kr. 1000 (súpa og hvítvín innifalið) VERA • 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.