Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 52

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 52
A__________fcj________D_________B_________E_________A___________________J________Q__________N_________S_________D__________Q__________I_________I_________I_______B___________________S_________K_________B_________1_______E_________A__________R Langur ferill loks skráður Stella heitir kona og er Hauksdóttir. Ég sá hana fyrst og heyrði í hófi heima hjá Villu Harðar sem þá vann á Þjóðviljanum eins og ég. Þetta var sjötiu og eitt- hvað, eftir gos og á blómadögum Rauðsokkahreyfing- arinnar. Stella bjó þá enn i Vestmannaeyjum en gos- inu tókst að flytja hana timabundið til Stokkseyrar. Rauðsokkur og þeirra verkalýðs- og menningarpólitik urðu afdrifarikari. Nokkrir glöggir útsendarar þeirra úr höfuðborginni féllu fyrir Stellu og hún fyrir þeim, þannig að 1984 fluttist hún til Reykjavíkur með Gumma son sinn og er þar (hér) enn. Á þjóðarmælikvarða hefur Stella aðallega látið til sín taka á sviði verkalýðs- mála, mest sem verkakona í bæði kven- og örgustu karladjobbum, en líka sem trúnaðarmaður og fulltrúi I verkalýðs- og jafnréttisbaráttu. I mínum huga hins vegar er lagasmiðurinn Stella mest áberandi, en það var fyrst nú fyrir jól að alþjóð gafst kostur á að kynnast þeirri hlið hennar, sem vinir hennar eru búnir að njóta á góðum stundum í rúman aldarfjórð- ung. Sem sagt, geisladiskurinn STELLA á að vera fáanlegur í öllum almennilegum plötuverslunum. Á þessum fyrsta og vonandi ekki eina diski Stellu eru lög og textar sem spanna 20 ára tímabil. Elzti textinn er frá 1978, við eina lagið sem ekki er eftir hana sjálfa: Skítugar hendurnar, erlent popplag sem allir þekkja og engir nema vinir Stellu hafa tengt húmor og samkyn- hneigð... og þó: Put your hand in the hand of the man who walked on the water... Hallgrímur Guðsteinsson ervirkilega fínn eiginmaður með skítugar hendur. Alls eru 12 lög á STELLU, annar helmingurinn saminn 1978 til 1990, hinn 1995 til 1998. Flestir textarnir (8) eru um persónuleg ást- arsambönd, ekki endilega lukkuleg, sumir alvarlegir en aðrir fyndnir (Móna Lú, Marlanna, Náttúran). Svo er þarna síðasta verkalýðskvæði Stellu, að hennar eigin sögn, Allan daginn, um tilbreytingarleysið við færibandið í Vinnslustöðinni í Eyjum, frá því um 1980. Ekki er ég sammála, því að hvað annað er hið bráðfyndna lag Köben sem Stella samdi í Kaupmannahöfn 1995, þar sem hún púlaði fyrir Danskinn um hríð. Það tímabil er reyndar plássfrekast á disknum, sem undirstrikar að hátindur Stellu er ekki í fortíðinni eins og oft er með hálffimmtuga tónlistarmenn. Kaupmannahafnartímabilinu tilheyra líka áður nefndar Móna Lú og Maríanna og fyrsta lag plötunnar, Löng leið. Stella syngur öll lögin utan eitt. Imyndun heitir það, vandmeðfarið lag og texti, en þaulvön og smekkleg Andrea Gylfadóttir syngur eins og hún hafi sjálf samið hvert orð og hvern tón. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem Stella hefur sungíð í hljóðveri undir stjórn vanra manna og þeir sem hafa heyrt hana syngja þessi lög sín við eigin gítar- og munn- hörpuleik við eldhúsborðið greina kannski örlítið óöryggi á stöku stað. En í Náttúrunni heyrist virkilega hvað í söngrödd hennar býr, allt frá ýktri blíðu yfir I argasta rokk. Undirleikurinn á plötu Stellu er frábær, enda valinn maður í hverju rúmi, en ekki er það sízt að þakka aðalupptökustjóranum Tómasi Stuðmanni Tómassyni, sem hefur þann ekki of algenga eiginleika að haga undirleiknum eftir stíl flytjandans, en ekki drekkja honum í tízkustraumum. Má kannski nefna I þessu sambandi að hann var upptökustjóri á Konu, uppáhalds Bubba-plötunni minni. Aðstoðarupptökustjóri á STELLU er Georg Bjarnason og spilar jafnframt eins og mjúkur herforingi á bassa í öllum lögum nema Köben, þar sem Tómas kemur til skjalanna. Aðaltrommuleikarinn er Jón Indriðason (systur- sonur Didda fiðlu...), en auk hans tylla sér við settið Jóhann Hjörleifsson og Ásgeir Óskarsson. Aðalgítarleikarinn er Kristján Þórarinsson Eldjárn og fær liðsstyrk frá þeim Eðvarði Lárussyni og Guðmundi Péturssyni sem koma fram í þrem lögum hvor. Tómas sest öðru hverju við hljómborð, líka Hilmar Örn Hilmarsson, Pálmi Sigurhjartar við píanó, annar Sniglabandsmaður, Einar Rúnarsson, leikur á Hammond, þriðji Stuðmaðurinn líka, Jakob Magnússon, þrjú lög hvor, en Finnur Júlíusson eitt. KK mundar munnhörpu, Dægur- lagapönkhljómsveitin Húfa syngur bakraddir, líka Englakórinn og Andrea Gylfa. Af þessu „name-droppi" má sjá að spilamennskan er ekkert slor, en það má samt ekkí gera lítið úr slorinu. Upp úr því hafa stigið stjörnur og perlur eins og Stella og Bubbi, og líklega endar samlíkingin með þeim ekki þar. Við Heimir Már Pétursson hittumst á skemmtilegum útgáfukonsert Stellu á Grandrokk og urðum þá sammála um að Stella væri kven-Bubbinn í íslenzku tónlistarlífi... ef Stella hefði orðið þekkt fyrir tónlist á undan Bubba væri hann karl-Stellan... Hvað um það, þetta er íslenzk plata I húð og hár, hvort sem sungið er um slor eða ást eða annarskonar puð, ekki sízt fyrir þá stað- reynd að sterkustu lögin eru samin í og eftir vist í Köben. Vist þar virðist enn hvetja fólk til dáða eins og Fjölnis- og sjálfstæðisbaráttumenn forðum. En það er ekki bara undirleikurinn sem fellur vel að Stellu, l(ka bækling- urinn með disknum, sem er sterkur og einfaldur, rautt og gullgrænt letur á kolsvörtum grunni. Halla Kristín Einarsdóttir á heiðurinn af því og líka með- fylgjandi teikningu af Stellu, en Birna Þórðardóttir skrifaði hugleiðingu um Stellu í bæklinginn sem ég leyfi mér að birta hér með. 52 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.