Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 54

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 54
,,Þú liefur bara takmarkaðari tíma ti) þess að veiða íiskinn, þurrka kjötið þitt, tína berin - og þetta á ekki bara við Yukon fylkið (Kanada); svona er þetta í öllum löndum norðurbeimskautsins.u Louise Profeit-Leblanc, kanadísk indjánakona Nftrflurheiimskau ^konur Á ráðstefnu sem haldin var í Whitehorse í Kanada nýverið, mættu 400 konur og ræddu um hvað það þýðir að vera kona nærri norðurheimskautsbaugi jarðarinnar. Þessi þriggja daga kvennaráðstefna var haldin dagana 18. til 20. nóvember 1999 til þess að mynda tengingu milli kvenna á norðurheimskauti jarðarinnar. Eins og ein kona orðaði það: n Indjánar ofan á.” Ekki bara indjánar Mikiil meirihluti þeirra 400 mektarkvenna sem samankomnar voru á þessari ráðstefnu voru frumbyggjar frá norðurhluta Kanada, Alaska, Grænlandi og Rússlandi. En þrátt fyrir að flestar konurnar sem mættu væru indjánar, eskimóar og lappar, þá voru ekki bara frumbyggjar é ráðstefn- unni. Það var líka hægt að finna nokkrar víkinga- dætur í Whitehorse þessa helgina; Ijóshærð kona frá sænska ríkisútvarpinu mætti, nokkrir Finnar, ein eða tvær norskar konur og einn (slendingur. Konum frá átta löndum umhverfis norðurheim- skautið var boðið - Kanada, Bandaríkjunum (Alaska), Rússlandi, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Grænlandi og íslandi. Það var tólf stiga frost og nærri fullur máninn skein í gamalkunnu skammdeginu. Klædd í galla- buxur og lopapeysu - eins íslensk og ég mögu- lega gat verið án þess að hafa þjóðbúninginn hennar ömmu tiltækan - mætti ég vopnuð myndavél og skrifblokk á þessa alþjóðlegu ráð- stefnu kvenna. Tvær hollenskar konur og nokkrar breskar og skoskar konur mættu af einskærri for- vitni, til þess að kynna sér lífshætti og siði kvenna sem búa í kring um norðurheimskautið. Tólf stiga frost er bara milt svona seint í nóvember, á breiddargráðu 61 í norðvestur Kanada. En það er meira dagsljós heldur en heima á (slandi. Tilgangur „Tilgangur ráðstefnunnar var að sýna heiminum fram é að hægt er að koma mörgu í framkvæmd, þrátt fyrir ólíkan uppruna," sagði ein af ellefu stjórnendum ráðstefnunnar, Amanda Graham, frá Kanada. Shauna McLaron, kanadísk kona sem þýðir rússnesku yfir á ensku sagði: „Það eru haldnar svo margar ráðstefnur þar sem fólk bara talar, at- burðarás ráðstefnunnar er gefin út og svo ekkert meira - fólk sem hittist á ráðstefnunni hefur ekk- ert frekara samband." Stjórnendur ráðstefnunnar vonast til þess að Netið auðveldi þeim konum sem kynntust að hafa samband aftur, og ef til vill halda aðra ráðstefnu eftir aldamótin. Fleimasíða ráðstefnunnar er www.circumpolar.net. Námskeið Mörg námskeið voru haldin á ráðstefnunni. Á flestum þeirra var einblínt á mál sem viðkoma öll- um löndum sem liggja umhverfis norðurheim- skautið. Ofbeldi í samböndum unglinga; lög og réttur; ofbeldi gagnvart konum; vinna kvenna; konur og frami; konur í fjölmiðlum; jurtalækning- ar; heimastjórn á norðurhveli jarðarinnar; garð- rækt; alkóhólismi og konur og fleiri og fleiri nám- skeið voru haldin. Liflegar umræður áttu sér stað um hluti eins og hversu margt annað en grænkál og rófur sé hægt að rækta fyrir norðan sextugustu breidd- argráðu, hversu útbreiddur alkóhólismi er á norðurhveli jarðarinnar, skammdegið og tónlist kvenna. íslendingur Þar sem ég bý í Whitehorse, eða Hrímfaxa, eins og íslenskir gullgrafarar nefndu borgina I gullæði Kanada og Alaska fyrir rétt rúmum 100 árum, þá var það algjör tilviljun að Breiðhyltingurinn ég tók þátt í þessari ráðstefnu. Ég veit ekki af hverju ekki fleiri (slendingar mættu - kannski var kostnaðurinn hindrun. Flug til Yukon frá Keflavík og til baka kostar um það bil 150 þúsund krónur. Ég verð að viðurkenna að ég hafði vonast til þess að geta talað hið ástkæra, yl- hýra í þrjá daga en ekkert varð úr þeirri ósk. Vegna þess að ég hef unnið sem lausapenni I þremur löndum og unnið sem blaðakona á eina dagblaði Yukons fylkis seinasta árið, þá var ég beðin um að halda námskeið um konur í fjölmiðl- um. Hvert sæti var setið, þar af voru tveir græn- lenskir karlmenn, hollensk kona, margar kanadískar konur og ein frá Alaska. Þar sem ég var eini (slendingurinn þá var, skiljanlega, öllum spurningum um (sland beint til mln. Mér þótti at- Rita Blumenstein sem er af Athabaska ættstofninum í Alaska söng á tungumáii þjóðfiokks síns. Rita er indjánalæknir og notar þekkingu formaeðra sinna í fræðum sínum. Hún notar hanska í dönsum sínum þar sem það er óvirðing við andana að sína hendur sínar. hyglisvert að fólk virtist almennt vita minna um mitt elskaða Island heldur en um Síberiu eða Lappland. En margar konur fóru heim með mun meiri vitneskju um Island heldur en áður en þær komu. Sigrún Maria Kristinsdóttir 54 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.