Vera


Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 57

Vera - 01.02.2000, Blaðsíða 57
M A T U B Q Anna Elísabet Ólafsdóttir * A f e n g i i margar aldir hefur áfengi verið notað af okkur mannfólkinu. Menn virðast snemma hafa áttað sig á að nýta mætti það til ýmissa hluta, s. s. sem deyfilyf en alkóhólið i áfenginu dregur úr tilfmninga- næmi og minnkar þannig sársaukatilfinningu. En áfengi hefur einnig verið notað i þeim tilgangi að ná fram ýmsum öðrum áhrifum, t.d. að róa sig niður, minnka kviða og losa fólk undan hemjandi áhrifum skynseminnar. Alkóhól er eitur í raun er alkóhól eiturefni sem veikir starfsemi heilastöðva. Við neyslu áfeng- is næst ákveðin slökun til að byrja með og fram koma vellíðunaráhrif. Ein- staklingurinn verður afslappaðri og fær gjarnan aukið hugrekki til myndun- ar félagslegra tengsla. Við aukna áfengisneyslu verður einstaklingurinn sljór og það dregur verulega úr dómgreind hans. Þó áfengi geti hjálpað sumum til að ná betri tengslum við annað fólk þá er að sjálfsögðu best ef maður get- ur verið án slíkra hjálparefna þvl versti galli alkóhóls er að það er ávanabind- andi eins og mörg önnur eiturefni. Áfengi í hófi Það er gjarnan sagt að hófleg neysla áfengis sé í lagi og jafnvel af hinu góða en þá vaknar einnig sú spurning hvað sé „hófleg neysla áfengis". I raun er mjög erfitt að skilgreina það þvf þol fólks gagnvart áfengi er mjög einstak- lingsbundið. Ráðleggingar sumra um að drykkja tveggja rauðvínsglasa á dag sé heilsusamleg getur því alls ekki gilt um alla. Þol fólks gegn áfegni er háð ýmsu, eins og hæð og þyngd, líkamlegu og andlegu ástandi, aldri og ekki síst kyni. Karlar þola yfirleitt meira áfengi en konur. Hluti af skýringunni er að í maga karla er meira magn af efnahvata sem brýtur niður áfengi en hjá kon- um. Það er því Ijóst að hver og einn verður að finna út fyrir sig hvað „hófleg áfengisneysla" er ef hann eða hún á annað borð ætlar að neyta áfengis. Upptaka alkóhóls Alkóhól er lítil byggingareining samanborið við önnur næringarefni, s.s. fitu, prótein og sykur. Alkóhól kemst því mjög hratt út í blóðrásina eftir að þess hefur verið neytt. Sé maginn tómur gerist þessi upptaka enn hraðar því þeg- ar maginn er tómur kemst áfengið beint I gegnum veggi magans og á nokkrum mínútum til heilans þannig að áhrifin koma nánast strax fram. Því ætti fólk ætíð að hafa f huga að neyta ekki áfengis á fastandi maga. Ef áfengis er neytt með mat eða eftir mat kemst alkóhólið slður að magaveggn- um en veltist um með öðrum næringarefnum og fer því hægar út i blóðið, sem seinkar áhrifum í heila. Kolvetnaríkur matur eða snakk hægir á upptöku alkóhóls. Fituríkur matur eða snakk veldur því að þarmahreyfingar verða hægari og tefur þannig upptöku áfengis. Saltríkan mat eða snakk, s.s kart- öfluflögur, salthnetur eða saltstangir, getur verið varasamt að nota þegar áfengi er haft um hönd því saltið veldur meiri þorsta og ef ekki er annað en áfengi til drykkju eykur það enn á áfengisneysluna með tilheyrandi af- leiðingum. Niðurbrot alkóhóls Niðurbrot alkóhóls á sér fyrst og fremst stað f lifrinni þar sem lifrin framleið- ir efnahvata til að brjóta það niður. Sé áfengisneyslan mikil hefur lifrin ekki undan og því fer hluti áfengisins frá lifur óniðurbrotið og fer „hringi" um lík- amann meðan það bíður þess að lifrin hafi tíma til að brjóta það niður. Al- gjör hreinsun á alkóhóli úr líkamanum getur þvi tekið töluverðan tíma hafi neyslan verið mikil. Engu að síður hefur niðurbrot alkóhóls það mikinn for- gang í lifrinni að fitusýrur safnast upp í lifrinni en fitulifur er eitt af fyrstu ein- kennum tiðrar áfengisneyslu. Áframhaldandi mikil neysla fer síðan að valda skemmdum á lifrarfrumunum sjálfum með þeim afleiðingum að skorpulifur myndast að lokum. B-vítamín er hluti af ensímkerfi sem nauðsynlegt er til að brjóta niður áfengi og því gengur verulega á B-vítamínforða líkamans meðan verið er að losa líkamann við alkóhól. Einnig hefur alkóhólið I lifrinni áhrif á magn D- vítamíns f líkamanum því lifrin nær ekki að virkja D-vítamín með eðlilegum hætti vegna alkóhólsins. Áfengisneysla raskar einnig sýru-basa jafnvægi lík- amans þannig að líkaminn verður súrari. Áhrif alkóhóis á næringarefnin Áfengisneysla, sérstaklega ef hún er tíð og mikil, hefur áhrif á næringar- ástand fólks. Við áfengisneyslu verða þvaglát tiðari. Sé áfengi notað til að svala þorstanum þá aukast þvaglátin enn frekar og drykkjan verður enn meiri. Við þetta vökvatap tapast fleira en vatn. Með því tapast steinefni eins og sölt, kalk og sink sem veldur skorti á þessum efnum í líkamanum. Áfengi hindrar upptöku nokkurra næringarefna i þörmum og þá sérstaklega B- vítamína eins og þíamíns, fólasíns og B12. Afleiðingarnar eru skortur á þess- um efnum við mikla áfengisneyslu. Sé áfengi oft notað getur því verið gott að taka inn B-vítamínblöndu eða jafnvel alhliða fjölvítamín með steinefnum. Kaloríur í áfengi Áfengi er oft nefnt þegar verið er að tala um næringarefnin (fita, prótein, kolvetni, alkóhól). Það kemur ekki til af því að við lítum á alkóhól sem nær- ingarefni i þeim skilningi að það sé ómissandi I fæðuhring okkar, heldur vegna þess að alkóhól gefur orku. Mesta orku fáum við úr fitu, eða 9 kkal I einu grammi. Þá kemur alkóhólið með 7 kkal í einu grammi og loks kolvetni og prótein sem gefa hvort um sig 4 kkal í grammi. Mjög litið er af næring- arefni í áfengi, og í sumum drykkjum ekki neitt, og eins og fram hefur kom- ið hér að ofan er frekar að það „steli" frá okkur næringarefnum. Áfengi 5 7 VERA •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.