Vera - 01.02.2000, Page 58

Vera - 01.02.2000, Page 58
gefur okkur því það sem við gjarnan köllum „tómar kaloríur". ( hátíðarmáltíð sem felur í sér fordrykk, drykk með mat og e.t.v. líkjör eða slíkt eftir máltíð gefur áfengið ótrúlega margar kaloríur. Tökum dæmi: Fordrykkur (tvöfaldur wisky): ca: 150 kkal 1 hvítvínsglas m/forrétti: ca: 170 kkal 2 rauðvínsglös m/aðalrétti: ca: 350 kkal Líkjörsglas ca: 215 kkal Samtals: 885 kkal I þessu dæmi komast drykkirnir einir og sér upp í tæpar 900 kkal sem er um 40 % af dagsorkuþörf konu. Jákvæðar hliðar áfengis Hér hef ég dregið fram neikvæð áhrif áfengis en nái maður að finna út hvað hófleg drykkja er, á áfengi ekki að skaða. Nokkrir vísindamenn hafa bent á vísbendingar um að hófleg áfengisneysla geti dregið úr tíðni hjarta- og æða- sjúkdóma. Þetta hafa þeir bæði rakið til alkóhólsins sjálfs en einnig til andox- unarefna sem finnast þá fyrst og fremst í vínum sem gerð eru úr ávöxtum, s.s. rauðvín. Eitt rauðvínsglas að kvöldi af og til hefur engin afgerandi heilsufarsleg áhrif til hins verra, ekki frekar en einn súkkulaðimoli með kaffi af og til, en vörum okkur á að ofnota ekki áfengið því I raun er það eiturefni sem er ávanaþindandi og að því leytinu til varasamt. bókadómur Rómantíska liænan og íleiri Afródíta eftir Isabel Allende Mál og menning 1999 Fyrir jólin 1999 kom út bókin Afródíta eftir Isabel Allende, í íslenskri þýðingu Tómasar R. Einarssonar, og ber hún yfir- skriftina Sögur, uppskriftir og önnur kynörvandi fyrirbæri. Á frummálinu heit- ir hún Afrodita Cuetos, Recetas, y Otros Afridisíacos og kom fyrst út árið 1997. Cflfródita l Ólíkt fyrri bókum Isabelu Allende, að / <stnr.vpAfi' 1 Paulu (1995) frátalinni, er ekki um skáldsögu að ræða heldur er hér á ferð- inni annars vegar uppskriftabók og hins vegar hugleiðingar skáldkonunnar um tengsl matar og kynlífs. Isabel Allende dregur fram það sem húsmæður og gróteskufræðingar hafa vitað lengi - að matur og kynlíf eru nátengd fyrirbæri - en hún sér það í svolítið öðruvísi og skemmti- legri blæ. I báðum tilfellum er um að ræða líkamlegan unað og því eðlilegt að þessi tvö fyrirbæri skarist hvað varðar athafnir, serimóníur og andlega jafnt sem líkamlega örvun. Bókin skiptist í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn samanstendur af frásögnum og vangaveltum Allende þar sem hún byrjar á útskýringu á tilurð bókarinnar, lýs- ir rannsóknarferlinu og blandar inn í sögum, bæði skálduðum (hennar eigin og annarra) svo og sönnum. Einnig er þar að finna skemmtilegar lýsingar á matarvenjum ýmissa þjóða, samanburð á ólíkum smekk manna, sögulegar vísanir (og er þar af nógu að taka) og hugmyndir og forskriftir að tælingu, svallveislum og sáttasúpu. I öðrum hlutanum einbeitir Allende sér að hráefnunum og telur til allt það er mögulega getur talist kynörvandi og spannar umfjöllun hennar allar mögulegar fæðutegundir og lostavekjandi áhrif þeirra. Inn á milli koma svo vangaveltur og sögur sem tengjast ákveðnum fæðutegundum. Ýmislegt áhugavert kemur i Ijós (hallsveppir eru víst einstaklega kynæsandi) og gaml- ar mýtur eru kveðnar niður (ekkert merkilegt við banana annað en lögunin). I þriðja og síðasta hlutanum er svo að finna uppskriftir af þeim réttum sem Allende telur mest örvandi og eru nokkurs konar afrakstur rannsóknar hennar. Uppskriftirnar eru eftir móður hennar, Panchitu, en Allende skrifar íreistandi rettir athugasemdir með. Margir réttir hafa fengið viðeigandi nöfn s.s. Adams- hnetur, Geirvörtur nunnuefnisins, Elskendakakan, Flkjurekkjumannsins, Létt- úðarsveskjur, Bananastuna, Kalkúnninn í kvennabúrinu, Hífaðar perur og svo mætti lengi telja. Því miður gaf undirrituð sér ekki tíma til að elda neinn af þessum áhugaverðu réttum en fylltist þó óræðri löngun (hungri?) við að lesa um þá. Bókin er óaðfinnanlega saman sett og listilega myndskreytt af Robert Shekter ótal fögrum myndum er hæfa viðfangsefninu hverju sinni. Ekki er nauðsynlegt að lesa bókina spjaldanna á milli heldur er vel hægt að stinga niður nefi nær hvar sem er og byrja að lesa. Helsta gagnrýnin væri sú að sög- ur Allende fara svolítið að endurtaka sig þegar á líður (hún minnist trekk í trekk á galdramátt hallsveppanna og takmarkalaust aðdráttarafl hins eldandi karlmanns) og eins er hún oft rétt komin ofan í áhugaverða sögu þegar at- hyglin beinist einhvert annað. Til allrar hamingju eru þær frásagnir sem taka við nær undantekningalaust jafn fyndnar og fræðandi og þær sem skilið var við. Stóra spurningin sem situr eftir er aftur á móti þessi: Eru tengslin milli matar og kynörvunar jafn augljós og Allende vill vera láta? Þegar upp er staðið er það undir hverjum lesanda komið hvort eitthvað er á bókinni að græða. Eins og Allende bendir á í byrjun þegar hún var að rannsaka áhrif réttanna á (oft) grunlausa vini sína þá skiptir höfuðmáli að nálgast (mat- ar)málið með réttu hugarfari: „Hvað þessa bók áhrærir þá viðurkenndu vinir okkar sem prófuðu hina kynörvandi rétti og vissu um áhrifin sem þeir áttu að hafa, að hafa fengið dá- samlegar hugdettur og þeir höfðu verið gripnir skyndilegri löngun, fengið hviður af ósiðsamlegum hugarórum og hagað sér pukurslega, þeir sem ekk- ert vissu um tilraunina hökkuðu í sig kássurnar án þess að nein áhrif yrðu á þeim séð." (16) Ekki er ósanngjarnt að krefjast hins sama af lesenda þessarar bókar. Ef lesandi heldur því fram að matur sé bara matur og litlu skipti hvort borðað sé hunang eða hafragrautur - hvað þá að kalóríuinnihald skipti meira máli en bragð - þá er ólíklegt að hann sjái mikið gildi í þessari bók nema sem for- vitnilega afþreyingu. Á hinn bóginn getur opinn og viljugur hugur komið nær hverju sem er til leiðar og því er um að gera að sökkva sér ofan í Afródítu með jákvæðu og fróðleiksþyrstu hugarfari. Ásta Gísladóttir bókmenntafræðingur 58 • VERA

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.