Neisti - 28.11.1976, Blaðsíða 1

Neisti - 28.11.1976, Blaðsíða 1
Málgagn Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra 1. tölublað. Sunnudagur 28. nóv. 1976 45. árgangur Á aðalfundi kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra á Siglufirði 12. sept. s. 1. var kjörin ný stjóm kjördæmaráðsins: Aðalmeim: Anton Jóhannsson, form., SiglufirðL Guðbrandur Frímannsson, Sauðárkróki. Þórður (Kristjánsson, Hofsósi. Varamenn: Birgir Guðlaugsson, varaform. SiglufirðL Jón Karlsson, SauðárkrókL Bemódus Ólafsson; Skagaströnd. i t • ■ Sífé'. Finnur Torfi Stefánsson er fæddur á Akranesi 1947, sonur Stefáns Gunnlaugssonar, deildarstjóra og Gróu Margrétar Finnsdóttur. Hann várð stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- v:k 1967 og lauk prófi í lögum frá Háskóla íslands 1972. Hann las stjórnmálafræði við Háskólann í Manchester og lauk prófi í lok ársins 1973. Á námsárunum vann Finnur algenga vinnu, á togurum, síldveiðiskipum, við landbúnað og almenna verka- mannavinnu. Hann rekur nú málflutningsskrifstofu í Reykjavík og starfar einkum fyrir samtök sjómanna. Finnur er kvæntur Eddu Þórarinsdóttur, leikkonu. Edda er Fyrir þá sem áhuga hafa á ættfræði má geta þess, að Gunnlaugur föðurafi Finns Torfa Stefánssonar er sonur Stefáns Sigurðssonar frá Saurbæ í Vatnsdal og Sólveigar Gunnlaugsdóttur konu hans. Föðuramma Finns Torfa var Snjólaug Árnadóttir dóttir séra Árna Björnssonar fyrrum prests á Sauðárkróki og konu hans Líneyjar Sigurjóns- dóttur frá Laxamýri. Móðurætt Finns Torfa Stefánssonar er úr önundarfirði. Finnur Toríi Stefánsson, fiambjóðandi Alpýðuflokksins í Norðurlands■ kjördæmi vestra í næstu pingkosningum

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.