Neisti - 28.11.1976, Blaðsíða 2

Neisti - 28.11.1976, Blaðsíða 2
2 NEISTI Sunnudagur 28. nóvember 1976. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn, Siglufirði Ábyrgðarmaður: Sigurjón Sæmundsson Tími kominn til kjarabóta Undanfarin tvö ár hafa kjör íslenskra launþega farið hraðversnandi og standa nú langt að baki því, sem er í helstu nágranna- löndum. Varnarbarátta launafólks hefur hrokkið skammt í samanburði við hina stöð- ugu kjararýrnun sem leiðir af óðaverðbólg- unni. Þá hefur óréttlátt skattakerti leitt til þess að launafólk hefur orðið að bera uppi óeðlilega mikið af hinum sívaxandi álögum ríkisvaldsins. Enginn sanngjarn maður neitar því að ís- ienskt efnahagslíf hefur búið við örðug ytri skilyrði nú um skeið. Þessu hlaut að fylgja byrðar sem lögðust á landsmenn. Annað mál er það hvort byrðunum hefur verið rétt- látlega dreift. Nú hafa hin ytri skilyrði breyst mjög til batnaðar og vonir standa til að svo haldi á- fram. Verðlag útflutningsafurða okkar hefur hækkað mjög og umráð yfir 200 mílna land- helgi hljóta að segja til sín í auknum afla áður en langt líður. Slíkur bati í efnahags- málum verður fyrst að koma til þeirra sem mest hafa mátt þræla í erfiðleikatímum. Það er augljóslega sanngjörn krafa að launþeg- ar fái kjör sín bætt. Forsendur kjarabóta nú eru fleiri. Gjör- breyting í skattakerfinu skiptir hér miklu máli. Þá þarf að smá draga úr iaunamis- mun. Síðast en ekki síst má skapa svigrúm til kjarabóta með sparnaði í ýmsum greinum ríkisrekstrar, sem ekki varða nauðsynlega félagslega þjónustu og að halda uppi fullri atvinnu. Hér má einkum nefna til ýmsar fjár- festingarframkvæmdir hins opinbera, þar sem sóun vegna óskipulagðra vinnubragða og flaustursgangs virðist gengdarlaus. Ríkisstjórnin hefur löngum afsakað léleg- an árangur í stjórn efnahagsmála með til- vísun til óhagstæðra ytri skilyrða. Sú afsök un á ekki lengur við. Hér veltur allt á póli- tískum vilja. Skíðavörur og barnaföt í fjölbreyttu úrvali. Verslunin GRUND Lækjargötu 2 fllyklanir kjðrdæmisráðs í Morðurlandskiördæmi vestra Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbúluuna Aðalfundur kjördæmaráðs Alþýðuflokksins í Norður- landskjördæmi vestra hald- inn á Siglufirði 12. septem- ber 1976, ályktar eftirfar- andi: Dýrtíðar- og verðbólgumál Verðbólgan er mesti ógn- valdur í íslensku efnahags- lífi. Ekki eimmgis raskar hún skiptingu eigna og tekna, alþýðufólki í óhag, heldur grefur hún undan fjármála- siðferði, spillir möguleikum til réttlátrar skattheimtu og ógnar lýðræðislegum stjórn- arháttum. Ríkisstjóminni hefur full- komlega mistekist það meg- inhlutverk sitt, að vinna á verðbólgunni og koma henni a. m. k. niður í það sem er í helstu viðskiptalöndum, þrátt fyrir gífurlega inn- lenda og erlenda skuldasöfn- un, og varanlegan viðskipta- halla, sem leggur drápsklyf j- ar á þjóðina um langa fram- tíð. Sú afsökun ríkisstjórn- arinnar að ekki sé unnt að ná meiri árangri án þess að stofna til atvinnuleysis er yfirklór eitt, enda hefur lít- ið af skuldafénu farið til at- vinnuuppbyggingar heldur runnið mest í eyðslu og mis- jafnlega skynsamlegar fram kvæmdir. Verkfallsréttur sjómanna Kjördæmisþingið mótmælir því, að sjávarútvegmálaráð- herra hefur með bráðabirgða lögum svipt sjómenn verk- fallsrétti. Þessi réttindasvipt ing er tilefnislaus, þar sem ekkert verkfall er á fiski- skipaflotamnn og engar raddir uppi meðal sjómanna um verkfallsaðgerðir. Bráða- birgðalög þessi brjóta þann- ig gegn ákvæðum stjórnar- skrár um að einungis megi setja bráðabirgðalög þegar brýna nauðsyn ber til. Hér er um að ræða gróft brot á mannréttindum einnar mikilvægustu atvinnustéttar í landinu. Skattamál Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokkur hafa farið með yf- irstjórn skattamála í ríkis- stjórn vmdanfarin 16 ár. Af- leiðingin er öllum ljós. Ekki hefur verið hróflað við þeim megingöllum skattalaga, sem leiða af sér mesta misréttið. Þetta er glöggt dæmi um hvaða hagsmunahópum í þjóðfélaginu ríkisstjórnin heldur vemdarhendi yfir. Kjörd.ráð skorar á þingflokk Alþýðuflokksins að halda áfram baráttu fyrir gagn- gerum endurbótmn á þessu sviði. Dómsmái ....Þingið lýsið þungum á- hyggjum yfir þeim margvís- legu spillingar og afbrota- málum, sem skollið hafa sem hrollvekja yfir þjóðina, und- anfarin misseri. Það blasir við að dóms- kerfið 1 landinu er ekki til þess búið að ráða við þessi verkefni. Brýn nauðsyn er á gagngerum endurbótum réttargæslu í landinu ef unnt á að vera að varðveita þá siðferðisvitund og virðingu fyrir lögum og rétti sem ekkert þjóðfélag fæst stað- ist án. Orkumál Þingið fagnar því átaki, sem nú loks er verið að gera í orkumálum Norðurlands en átelur hins vegar harð- lega það óskipulega flan, sem einkennt hefur vinnu- brögð við Kröfluvirkjun. Það getur með engu móti talist eðlilegt, að Norðlend- ingar einir standi undir þess um framkvæmdum með rán- dýru orkuverði, heldur hlýt- ur þjóðin öll að taka þátt, og rafmagn frá Kröflu að verða á sama verið og frá Landsvirkjun. Nauðsynlegt er að gera nú stórátak í því að stækka orkumarkað á Norðurlandi með uppbyggingu orkufreks iðnaðar eða öðrum hætti. Æskulýðs- og íþróttamál Á þinginu ræddi Kristján Möller sérstaklega um æsku- lýðs- og íþróttamál og lagði fram ásamt Birgi Guðlaugs- syni eftirfarandi tillögu sem samþykkt var samhljóða: Kjördæmaþing Alþýðu- flokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra haldið á Siglu- firði 12. sept. 1976 skorar á þingmenn Alþýðuflokks- ins að þeir beiti sér fyrir stórhækkun styrks ríkisins til æskulýðs- og íþróttamála við gerð fjárlaga fyrir árið 1977. Ennfremur að þeir styðji eða leggi fram tillögu á Al- þingi um uppbyggingu 1- þróttakennaraskóla íslands að Laugarvatni, til þess að gera skólanum kleift að framfylgja nýjum lögum, sem samþykkt voru á Al- þingi 1972. Verslunin Ogn NÝJAR SENDINGAR: Bílar og bátar fyrir battery Spildósir Silfurhúðaðir hringar Silfurskartgripir NÝJAR VÖRUR VIKULEGA ■■ Verslnnin Op GRUNDARGÖTU 5B, SIGLUFIRÐI flRflMIS-herrasnyrti- vnrnrnar iást í Siglufjarðarapnteki

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.