Neisti - 28.11.1976, Blaðsíða 4

Neisti - 28.11.1976, Blaðsíða 4
4 NEISTI Sunnudagur 28. nóvember 1976. — Hvaða möguleikar eru á því að þú farir inm á þing? — tÉg geri mér litlar von- ir um að ná kjördæmis- kosningu. Hins vegar tel ég allgóða möguleika á því að ég komist inn sem uppbótar- maður. 1 kosningunum 1963 náði Jón Þorsteinsson upp- bótarsæti með 537 atkvæð- um og 1971 komst Pétur Pétursson inn á 566 atkvæð- um. ÍÉg held að óhætt sé að álykta af þessu, að fái A- listinn u.þ.b. 550 atkvæði sé ég nokkuð öruggur með upp- bótarsæti. Alþýðuflokkurinn á vel að geta náð þessu at- kvæðamagni við næstu kosn- ingar ekki síst þegar það er athugað að hann er eini flokkurinn hér í kjördæminu sem á raunhæfa möguleika á uppbótarsæti. Nái Alþýðu- ílokkurinn 550 atkvæðum fær kjördæmið 6 þingmenn í stað 5, eins og nú er. Prá mínum bæjardyrum séð munu næstu kosningar snú- ast m.a. um þetta. 5 þing- menn eða 6 fyrir Norður- landskjördæmi vestra. — Hvers vegna er fram- boð þitt ákveðið svona snemma? Til þess liggja ýmsar á- stæður. Jafnaðarmenn hér hafa ekki átt þingmann síð- an 1974 og það hefur auð- vitað dregið úr starfi þeirra. Nú þarf að vinna þetta upp og til þess er gott að hafa rúman tíma. Auk þess kem- ur það sér vel fyrir mig sjálfan að hafa gott ráð- rúm að kynnast mönnum og málefnum hér í kjördæminu. Það skipti og máli að rík- isstjórn sú er nú situr hefur almennt ekki þótt líkleg til langlífis og því skynsamlegt að vera við því búinn, að kosningar verði fyrr en lög gera ráð fyrir. — Margir hafa haldið því fram að virðing Alþingis meðal kjósenda sé í lág- marki. Hvemig skýrir þú þetta? leysi þingsins má nefna, að það sá ekki ástæðu til að fjalia sérstaklega um land- helgissamninginn við Breta nú í sumar, heldur lætur það bíða þar til samningstímiim er nær útrunninn. Ennfrem- ur lætur þingið það líðast að ráðherra svipti sjómenn verkfallsrétti að tilefnislausu og með bráðabirgðalögum fyrir þingbyi'jun. Starfsleysi þingmanna í þingsölum hefur verið út- skýrt með að þeir starfi af því meiri dugnaði í nefnd- um og á þingflokksfundum. Þetta má vera rétt. Hins vegar fær þjóðin engar upp- lýsingar um hvað gerist á Hiium endurheimta Finn Tirfa Stefánsson Viital viö — Að mínu áliti er Al- þingi alls ekki eins valda- mikið og stjórnskipun okkar gerir ráð fyrir, og því ber að hafa sem lýðkjörinni stofnun. iVöld Alþingis hafa færst í hendur framkvæmda- valdshafa, ráðherra og em- bættismanna. Þannig er eftirlit þingsins með teknaJöflun rikisins og eyðslu ríkisfjár losaralegt. Bráðabirgðalögum er beitt af minnsta tilefni. Þingið gerir meira af því að sam- þykkja frumvörp embættis- manna en að koma fram sín- um eigin. Sem nýleg dæmi um sinnu-1 Finnur Torfi Stefánsson slíkum lokuðum fundum. Fólk á heimtingu á að þing- ið starfi í heyranda hljóði og fá að vita hvaða skoðun þingmenn hafa á málum. — Nú ert þú nýkominn úr ferð frá Bandaríkjunum. Getum við dregið nokkurn Iærdóm af þeim? — Þjóðfélagið í Banda- ríkjunum er um margt ólíkt okkar Samt er fordæmi Bandaríkjamanna í sumum efnum athyglisvert fyrir okkur. Þeir hafa átt í ýmsum erf- iðleikum ekki síður en við. Víetnamstríð, Watergate og uppljóstranir um C.I.A. Þing þeirra var sniðgengið, en framkvæmdavaldið og for- setaembættið réðu mestu. Margir héldu að stjómkerfi þeirra kynni að bresta. Svo fór þó ekki. Inn á þingið komu nýir ungir menn. Þeir höfðu hæfileika og dugnað til þess að hreinsa til og gerðu það. Nú er svo kom- ið að völd þingsins eru í fullu jafnvægi við fram- kvæmdavaldið og bandaríska þjóðin hefur að mestu jafn- að sig eftir áföllin. Að mörgu leyti er ástand- ið hjá okkur ekki ólíkt. Margs konar spilling hefur komið í ljós, glæpafaraldur, óðaverðbólga. Stjómvöld ráða ekki við neitt Virðing Alþingis er í lágmarki. Ég tel að tími sé kominn til að hleypa nokkrn nýju blóði í Alþingi og koma nýrri kyn- slóð að. Upp á síðkastið hafa komið fram í öllum flokkum ungir menn sem sýnt hafa getu og vilja til að takast á við málefnin. Því miður er flokksvald hér á landi mjög öflugt og venjulega hleypa flokkamir yngri mönnum ekki að fyrr en þeir em orðnir samdauna gamla hugsunarhættinum. Hér þurfa kjósendur að grípa í taumana, slíta af sér flokksböndin og láta ekki flokksforingjana segja sér hvað þeim er fyrir bestu, heldur meta það sjálfir, og kjósa samkvæmt því. — Hvemig stendur á því að þú skrifar greinar í Vísi málgagn Sjálfstæðisflokks- ins? — Það er einföld skýring á þvi. íslenskir fjölmiðlar framhald á 3. síðu. STÆRÐIR VERÐ 600x16/6 - 9.600.- 650x16/6 - 11.020,- 750x16/6 - 13.760.- I Tékkneska bifreiðaumboðiú Auóbrekku 44-46 - Kópavogi - S. 42600

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.