Neisti - 18.05.1978, Side 2

Neisti - 18.05.1978, Side 2
2 NEISTI Fimmtudagurinn 18. maí 1978 3 LÝÐRÆÐI JAFNRÉTTI SANNGIRNI Því er stundum haldið fram að hugsjónir eigi- ekki lengur erindi inn í umræður um bæj- armál. Stjóm bæjarmálá eigi að ráðast einvörðungu af sjónar- miðum arðsemi og hagkvæms rekstrar eins og um fyrirtæki væri að ræða, og Ufviðhorf manna skipti þar ekki máli. Vissulega má á það fallast að fyllstu hagsýni þarf jafnan að gæta x meðferð bæjarmála. Hitt er þó jafnljóst að hagræn sjón- armið mega hér ekki vera ein- ráð. Bæjarmál snúast hér nefnilega ekki eingöngu um peninga og ráðstöfun þeirra, heldur ekki síður um samskipti lifandi fólks. Þessi staðreynd veldur því að félagsleg sjónar- mið þurfa oft að verða hag- kvæmissjónarmiðunum yfir- sterkari. Það er þess vegna fullt tilefni til þess að rifja upp þau grundvallarsjónarmið sem jafnaðarmenn vilja byggja af- skipti sín á bæjarmálum á. Þessi grundvallarsjónarmið felast í orðunum lýðræði-jafn- rétti-sanngimi. Þannig vilja jafnaðarmenn að andi lýðræðis móti öll stjómunarstörf í bæj- arfélaginu, ekki aðeins að formi til, heldur einnig í framkvæmd. Um þetta atriði kom nýlega upp ágreiningur í bæjarstjóm Siglufjarðar. en þá ætluðu nokkrir bæjarfulltrúar að koma í veg fyrir að ákveðnar tillögur varðandi fjárhagsáætlun bæj- arins fengju eðlilega umræðu, þar sem þeir voru tillögunum ósammála. Sem betur fer tókst með tilstyrk góðra manna áð koma í veg fyrir þessi áform, en atvik þetta er þörf áminning um að menn verða jafnan að vera á varðbergi um lýðræði og alltaf munu einhverjir verða tilbúnir til þess að skoða það fótum. Jafnaðarmenn um allan heim hafa lengi barist fyrir at- vinnúlyðræði og þáttöku starfsfólks í stjóm fyrirtækja. íslendingar eiga mikið verk ó- unnið í þessum efnum, og ekki seinna vænna að hefjast handa. Hér á Siglufirði eru ýmiss fyr- irtæki, sem gætu áreiðanlega haft hag af þátttöku starfsfólks í stjóm. Má þar t.d. nefna Þor- móð ramma H/F, 1 þar sem auðvelt væri að stíga fyrstu skref til atvinnulýðræðis með því að fjölga um tvó menn í stjóminni, sem yrðu kosnir af starfsfólki fyrirtækisins, annar af sjómönnum, en hinn af starfsfólki í landi. Hugmyndir jafnaðarmann^ um jafnrétti hafa grundvallar- þýðingu í bæjarmálum. Þannig telja jafnaðarmenn að allir eigi að hafa jafnan rétt í leit sinni að lífshamingju einnig- þeir, sem aldraðir eru eða sjúkir og einnig þeir sem fátækir eru. Á þessar hugsjónir jafnaðarmanna reyn- ir á fjölmörgum sviðum hins daglega lifs, í atvinnumálum, heilbrigðismálum, menntamál- um og félagsmálum. Nú á dög- um deila fáir við jafnaðarmenn um réttmæti þessara hugsjóna. Þær eru orðnar sú Lilja sem allir vildu kveðið hafa. Einnig í þessum málum verða menn samt að halda vöku sinni og minnast þess að ekki er langt síðan margir menn töldu jafn- réttishugsjónir jafnaðarmanna óraunhæfar skýjaborgir. Þá þarf að gæta þess að hneigð til misréttis birtist sífellt í nýjum myndum. Sú hugmynd er t.d. lífsseig hjá sumum, að menn eigi að hafa meiri rétt séu þeir félagar í tilteknum stjómmála- flokki. Á þessar hugmyndir hefur mjög reynt í bæjarmálum Siglufjarðár í seinni tíð, einkum varðandi stöðuveitingar. Jafn- aðarmenn eru að sjálfsögðu ósammála þessum hugmynd- um í grundvallaratriðum. Um- sækjanda um stöðu nægir þannig ekki það eitt að vera t.d. framsóknarmaður, til þess að eiga að fá stöðuna, eins og sumir virðast telja. Til grund- vallar stöðuveitingum þarf auðvitað að liggja mat á hæfni umsækjenda án tillits til stjómmálaskoðana þeirra. Síðast en ekki síst vilja jafn- aðarmenn láta sanngimi ráða athöfnum sínum í bæjarmál- um. í því felst m.a. að sýna andstæðingum sínum og skoð- unum þeirra fyllstu tillitssemi og freista samstarfs um öll þau málefni sem samstaða næst um. Það er því miður alltof algengt að til bæjarstjómar veljast óbil- gjamir menn, sem öllu vilja einir ráða og hamast gegn öll- um tillögum andstæðinga, án þess að taka tillit til þess hvort þær eiga ' rétt á sér eður ei. Dæmi um slíka af$töðu var nefnt hér að framan. Slík vinnubrögð vilja jafnáðarmenn kveða niður i þeirri trú, að í i öllum mönnum búi eitthvað gott og þrátt fyrir ýmis ágrein- ingsefni hljóti allir þeir sem að bæjarmálum starfa vilja vinna bæjarfélagi sínu gagn. - ' ....................................................................................................................................................................................... Sauðárkrókur Listi Alþýöuflokks við bæjarstjórnarkosningarnar 28. maí 1978 1. Jón Karlsson, bæjarfulltrúi, Form. Verkamannafél. Fram, Hólav. 31. 2. Baldvin Kristjánsson, húsvörður, Víöihlfð 13. 3. Helga Hannesdóttir, húsmóðir, Hólmagrund 15. 4. Guðmundur Guðmundsson, byggingameistari, Grundarstíg 14. 5. Einar Sigtryggsson, byggingameistari, Smáragrund 6. • 6. Dóra Þorsteinsdóttir, húsmóðir! Ægisstíg 10. 7. Pétur Valdimarsson, verkamaður, Fornósi 4. 8. Ólöf Konráðsdóttir, verkakona, Víðigrund 8. 9. Valgarður Jónsson, vélsmiður, Öldustíg 17. 10. Ragnheiður Þorvaldsdóttir, verkakona, Víðigrund 6. 11. Gestur Þorsteinsson, bankafulltrúi, Grundarstíg 2. 12. Svavar Jósefsson, vinnuvélastjóri, Raftahlíð 33. 13. María Gréta Ólafsdóttir, verslunarmaður, Hólavegi 20. 14. Kristinn Björnsson, bifreiðastjóri, Víðihlíð 1. 15. Bára Haraldsdóttir, verkakona, Öldustíg 6. 16. Friðrik Friðriksson, sjómaður, Bárustíg 7. 17. Jóhanna Jónsdóttir, húsmóðir, Hólavegi 14. 18. Erlendur Hansen, framkvæmdastjóri, Skagfirðingabraut 45. - Skagaströnd Listi Alþýðuflokks við hreppnefndarkosningarnar 28. maí 1978 1. Elín H. Njálsdóttir, póstmaöur Fellsbraut 15. 2. Bernódus Ólafsson,oddviti Bankastr 3. 3. Gunnar Sigurðsson, lögr.þjónn Sunnuvegi 3. 4. Magnús Ólafsson, skipasmiður Fellsbraut 15. 5. Gunnar H. Stefánsson, verkam. Hólabraut 27. 6. Þórarinn Björnsson, vélsmiður Bankastr. 9. 7. Ragna Friðriksdóttir, húsmóðir Miðnesi. 8. Einar S. Helgason, verkam. Sólvangi. 9. Sigurjón Guðbjartsson, skipstj. Hólabraut 5. 10. Guðmundur Jóhannesson, kafari Hólabraut25. Alþýðuflokkur og óháðir til sýslunefndar Björgvin Brynjólfsson, sparisjóðsstjóri. Gunnar Sveinsson, skipstjóri. Siglufjörður Listi Alþýðuflokss við bæjarstjórnarkosningarnar 28. maí 1978 1. Jóhann G. Möiler, bæjarfulltrúi 2. Jón Dýrfjörð, vélvirki 3. Viktor Þorkelsson, verslunarmaður 4. Anton Jóhansson, kennari 5. Arnar ólafsson, rafmagnseftilnaður 6. Hörður Hannesson, sjómaður 7. Björn Þór Haraldsson, verkstjóri 8. Sigfús Steingrímsson, verkamaður 9. Erla Ólafsdóttir, húsfrú 10. Erling Jónsson, vélvirki 11. Birgir Guðlaugsson, byggingamaður 12. Ragnar Hansson, rafvirki 13. Óli Geir Þorgeirsson, verkamaður 14. Ásta Kristjánsdóttir, fóstra 15. Páll Gíslason, útgerðarmaður 16. Sigurgeir Þórarinsson, verkamaður 17. Þórarinn Vilbergsson, byggingamaður 18. Friðrik Márusson, verkstjóri

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.