Neisti - 18.05.1978, Blaðsíða 8

Neisti - 18.05.1978, Blaðsíða 8
8 NEISTI Fimmtudagurinn 18. maí 1978 FIMM efstu menn a listans á Sauðárkrók /. Jón Karlsson 2. Baldvin Kristjánsson 3. Helga Hannesáóttir 4. Guðmundur Guðmundsson 5. Einar Sigtryggsson Viðtal við forseta bæjarstjórnar Sauðárkróks A - listinn þarf á öllu sínu að halda Eftir síðustu bæjarstjórn- arkosningar á Sauðárkróki var myndaður meirihluti Alþýðuflokks og Framsókn- arflokks. í þessu samstarfi kom í hlut bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins, Jóns Karls- sonar, gegna störfum forseta bæjarstjórnar ásamt ýmsum öðrum störfum. s.s. seta í bæjarráði, hafnarnefnd o.fl. Fer hér á ettir viðtal við Jón um bæjarmálin á síðasta kjörtímabili og fleira. Hvað getur þú sagt okkur um úrslit síðustu kosninga og að- dragandann að meirihluta- mynduninni? Fyrir síðustu kosningar buðu Alþýðubandalagið og Fram- sóknarflokkurinn fram sameig- inlegan lista - H - listann, með það fyrir augum að fá 4 fulltrúa kjörna. eða hreinan meirihluta. Óanægja var með þetta sám- starf hjá ýmsum stuðnings- mönnum þessara flokka, auk þess sem ætla má að ýmsir sem hvergi hafa skipað sér í flokk teldu að hag bæjarins væri bet- ur borgið ef á annan hátt væri staðið að meirihluta en þarna var boðið uppá, enda fékk - H - listinn ekki það brautargengi sem forráðamenn hans ætluð- ust til. Staða Alþýðuflokks í þessum kosningum var mjög erfið, að því leiti að í næstu kosningum á undan hafði hann fengið 126 atkv., eða talsvert fleiri en til þurfti að koma ein- um bæjarfulltrúa inn. Þeim áróðri var óspart beitt 1974 að fulltrúi Alþ.flokksins væri ör- uggur inn í bæjarstjórn og væri því óþarfi að leggja honum til fleiri atkvæði. Þetta mun hafa orðið til þess að nokkur hópur fólks, sem hug hafði á því að veita flokknum brautargengi, hvarf frá því, að því er ætla má, að það trúði því að með því kæmi það i veg fyrir meirihluta - H - listans. Hvað víðvék svo meirihluta- mynduninni eftir kosningar, þá töldum við okkur standa fram- mi fyrir því, að ef við tækjum ekki samstarfstilboði fram- sóknarmanna, yrði fram haldíð samstarfi stóru flokkanna frá tímabilinu þar á undan — og fulltrúi Alþýðuflokksins verða einangraður og áhrifalítill. Þennan kost tókum við sem sagt, en urðum um leið að gan- gaiaðiþví ógðfellda skilyrði að lýsa því yfir, fyrirfram að við myndum greiða þeim umsækj- anda um starf bæjarstjórna at- kvæði, sem þeir, framsóknar- mennirnir veldu, en okkur var þá alls ókunnugt um hver sá maður yrði. Hvernig hefir svo samstarfið gengið? Samstarf innan bæjarstjórn- ar Sauðárkróks hefir verið með ágætum. Raunar má segja að eina meiriháttar málið sem minnihlutinn — sjálfstæðis- mennirnir hafa ekki stutt meirihlutann i, hafi verið það sem snerti ráðningu bæjarstjór- ans. Það hefur verið mikill ein- hugur um öll störf og fram- kvæmdir og hef ur minnihlutinn yfirleitt ekki verið með tillögur uppi um aðra meðferð mála en meirihlutinn. Má t.d. benda á að Sjálfstæðismennirnir hafa. jafnan staðið að afgreiðslu fjár- hagsáætlana og aðalreikninga bæjarsjóðs og fyrirtækja hans. Telurþú aðþessu sé betur farið á þennan veg, t.d. að minnihlulinn haldi uppi e.t.v. óvœginni gagn- rýni? Ég tel fráleitt að bæjarfull- trúar þurfi i si og æ að vera eyða tíma í stöðugt rifrildi um hvað- eina. Það hlýtur að koma niður á framgangi hinna ýmsu fram- faramála sem jafnan bíða úr- lausnar. Hinsvegar tel ég já- kvæða og málefnalega gagn- rýni vera til góðs, sé hún sann- gjörn og eðlileg. Eg tel hana jafnvel nauðsynlega, því að hún á að geta veitt slíkt aðhald að í því felist nokkur trygging fyrir því að besti kosturinn sé vaÚnn í hverju máli. Hinsvegar hefur slík gagnrýni ekki verið til staðar nú og ná e.t.v. draga þá ályktum að það sem gert hafi verið sé ekki gagnrýni vert. Ekki held ég nú þó að því sé þannig farið, heldur liggi þarna annað að baki og leiða hugsan- lega einhverjir hugann að því, hvort minnihlutinn hafí brugð- ist í þessum efnum. Hvað viltþú segja afmálum sem unnið hefur verið að á kjörtíma- bilinu? Tæpast leikur á þvi vafi, að þetta er það fjögurra ára tíma- bil í sögu Sauðárkróks sem hvað mestar framfarir og fram- kvæmdir hafa örðið. Sum mál, s.s. lagning varanlegs slitlags á götur bæjarins voru orðin í al- gjörum ólestri að óhjákvæmi- legt var að gera stórátak í þeim efnum. Mun gatnagerðin á ár- unum 1976 og 1977 að líkind- um vera stærsti verkáfangi sem ráðist hefur verið í á Sauðár- króki og örugglega sá stærsti sem bærinn hefur staðið að. Byggingu skólamannvirkjanna hefir verið haldið áfram, mikil nýlagning gatna og tilheyrandi veitulagna hefir átt sér stað í nýju byggðarhverfunum, mikl- ar endurbætur hafa verið gerð- ar á hafnarmannvirkjum, þó að þar bíði stórverkefni, sem kunnugt er. Bærinn hefir á þessum tíma byggt upp veru- legan Uekjakost, sem hefir komið að ómetanlegu gagni við hinar miklu framkvæmdir — og í því sambandi tekið upp rekstur áhaldahúss sem óhjá- kvæmilegt var. Hitaveita, vatnsveita og rafveita hafa leyst af hendi mikil verkefni bæði vegna nýlagna og viðhalds eldri kerfa sérstaklega í sambandi við malbikunarframkvæmdirn- ar. Nægilega heits vatns hefur verið aflað, lokið var við að koma vatninu frá Veðramóts- veitunni um bæinn svo langt em það dugði. Hafin verður iygging tveggja fjölbýlishúsa á /egum bæjarins nú í sumar, annað er í verkamannabústað- arhverfinu og hitt í leigu- og söluíbúðarkerfinu. Með fjöl- býlishúsinu við Víðigrund sem síðast var byggt og þessum tveimur, hafa fyrir atbeina nú- verandi bæjarstjórnar verið byggðar íbúðir fyrir 42 fjöl- skyldur. Auðvitað greiriir menn á um í hvaða röð eigi að vinna verk- efnin, en ekki verður um það deilt að framkvæmdir hafa verið miklar. I þessu sambandi Framhald á 4. síðu Baldvin Kristjánsson í öðru sæti A- listans á Sauðárkróki Brýnþörfá íþróttahúsi og félagsheimili Eitt af þeim málum, sem mér detta fyrst í hug, þegar ég hugsa um þau mál, sem bíða úrlausn- ar á næstunni hér á Sauðár- króki er félagsheimilismálið. I mínu starfi sem húsvörður í Bifröst verð ég manna mest var við hversu brýnt eT, að hefjast handa um byggingu nýs félags- heimilis. Nýting gamla félags- heimilisins er þannig að óhugs- andi væri, að auka starfsemina að marki þótt vilji sé fyrir hendi. Vinnuaðstaða er slík, að ekki tekur nokkru tali. Líðan bíógesta er slík, að margir eru „eftir sig", þegar þeir hafa haldið út að horfa á heila kvik- mynd. Hver er ástæðan? Jú, sætin eru svo „vond", að þau eru ekki bjóðandi fólki. Hvers vegna eru þá ekki skipt um sæti? Væri það ekki auðveld lausn? Nei, aldeilis ekki meðan notin á húsinu er slík sem nú er. Bifröst er orðin alltof lítil og aðstaðan léleg. Hvers vegna haldið þið, að allir helstu skemmtikraftar landsins snið- gangi Sauðárkrók? Stefnan virðist vera „allir í Miðgarð" eða „allir í Hofsós". Við megum sitja heim með sárt ennið og láta okkur duga að dreyma um nýtt glæsilegt félagsheimili, sem mundi sóma okkar ört vaxandi bæjarfélagi. Þegar Bifröst var endurbyggð 1952-3 var íbúatala hér um 1.000. Bygging Bifrastar þótti Jþ_á mikið þrekvirki, en það ¦ tókst með samstilltu átaki. í dag er íbúatala Sauðárkróks orðin 2.000. Og ekkert er gert annað en tala og tala. Við verðum að taka höndum saman. Ekkert mun gerast nema bæjarfélagsið komi inn í myndina og taki ftumkvæði í félagsheimilismál- inu. Tökum saman höndum og hefjumst handa. Unga fólkið krefst þess, eldra fólkið krefst þess. Því þá ekki að byrja? Því fyrr því betra. Annað atriði, sem þarfnast skjótrar úrlausnar er bygging íþróttahúss. Þar er þörfin brýn, jafnvel enn brýnni en bygging ný félagsheimilis, og er þá mik- ið sagt. Við höfum eignast mjög skemmtilegt íþróttasvæði, sennilega eitt það besta á land- inu. Við verðum að fylgja því eftir með nýju íþróttahúsi, því ekkert er of gott fyrir unga fólkið okkar. Við verðum að gera allt sem hægt er til að halda unga fólkinu heima því það er kjarni samfélagsins. Það verður því aðeins gert að því verði sköpuð aðstaða til líkam- legs og félagslegs þroska. Minnumst þess að unga fólkið er gimsteinn ört vaxandi bæj- arfélags. Sauðárkróki allt. Baldvin Kristjánsson

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.