Vera


Vera - 01.02.2001, Blaðsíða 17

Vera - 01.02.2001, Blaðsíða 17
um mínum hóf ég að starfa við leiðsögn erlendra ferðamanna á sumrin og tók próf sem leiðsögumaður. Ég sinnti því starfi svo með hléum í allmörg ár en hef ekkert komist til þess á síðari árum. Ég sé dálítið eftir þvf þar sem starfið átti vel við mig enda talsvert skylt kennslu. Ég lauk ekki háskólaprófi í Vín heldur þróuð- ust mál á þann veg að ég giftist fyrri manni mínum sem er Austurríkismaður og eignast eldri drenginn minn og við ákveðum að flytja til íslands í miðju kafi. Þá söðlaði ég um og nam þýsku við Háskóla íslands og útskrifaðist þaðan með þýsku sem aðalgrein og rússnesku sem aukagrein en lagði í framhaldinu að- eins fyrir mig þýskukennslu. Við fluttum svo til Egils- staða áramótin 1980 - 81- eiginlega líka í miðju kafi. Ég hóf störf við þýskukennslu og deildarstjórn við menntaskólann þar en lauk samhliða starfi háskóla- prófi og kennsluréttindum. Þetta var á öðru starfsári skólans og mig minnir að ég hafi verið fyrsti kennar- inn sem alfarið var ráðinn til þýskukennslu þar. Þarna bjuggum við í um átta ár og ég bæði kenndi og var deildarstjóri í þýsku. Kennslubókaskrif og barnauppeldi „Á þessum árum hófst vinna við samningu kennslu- bókanna Þýska fyrir þig sem gleypti allan minn tíma sem ekki fór í brauðstrit og barnauppeldi - og svolítið f stéttarfélagsmál strax á þessum árum. Við vorum hópur þýskukennara sem hófst handa við að semja íslenskt nútímakennsluverk í þýsku sem tók þó að sjálfsögðu við af merku frumkvöðlastarfi eldri höf- unda eins og Baldurs Ingólfssonar og á undan honum Jóns Gíslasonar og |óns Ófeigssonar. Það var raun- verulega framtak Þýskukennarafélagsins sem ýtt var úr vör þarna 1981 að hafa frumkvæði að því að samið væri frá grunni kennsluverk fyrir þýskunám í íslensk- um framhaldsskólum. Á nokkrum árum sömdum við tvær lesbækur, tvær vinnubækur, málfræðibók, kennsluglærur og hljóðsnældur. Þetta þýskukennslu- efni var notað í flestum framhaldsskólum í mörg ár. Það er einmitt gaman að segja frá því að nú hefur verið hafist handa við a.ð endurgera þetta verk sem er jafngamalt yngri syni mínum, 19 ára. Umskipti og ný heimahöfn Arið 1988 urðu mikil umskipti í mínu lífi en þá flutti ég frá Egilsstöðum og hóf búskap með núverandi eig- inmanni mínum, |óni Hannessyni kennara í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Ég kenndi fyrstu tvö árin í Menntaskólanum í Reykjavík og Kvennaskólanum í Reykjavík. Það þróaðist síðan þannig að ég færði mig alveg yfir í Kvennaskólann og hef verið fastur kennari skólans síðan og lít jafnan á hann sem mína heima- höfn. Sama ár var ég kosin í stjórn Hins íslenska kennarafélags en hafði áður unnið að trúnaðarstörf- um fyrir félagið frá árinu 1982." Frá árinu 1989 sat Elna Katrín svo í stjórn BHM um tíu ára skeið. Frá árinu 1993 var hún formaður HIK þar til kennarafélögin sameinuðust fyrir um einu ári síðan. Frá þeim tíma hefur hún verið varaformaður Kennarasambands íslands og formaður Félags fram- haldsskólakennara. í starfi sínu fyrir kennarfélögin hefur hún þó aldrei lent í annarri eins orrahríð og f verkfallinu nú fyrir jólin. Reynt að forðast verkfall „Það má segja að aðdragandi verkfalls framhalds- skólakennara hafi verið 12-16 mánuðir. Strax um vorið 1999 var ijóst af opinberum gögnum að launaþróun í framhaldsskólunum hafði engan veginn haldið í við launaþróun annarra háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins. Þetta misgengi reyndum við að fá leiðrétt. Við leituðum eftir skilningi og aðgerðum okkar við- semjenda, þ.e. fjármálaráðherra, bæði sumarið og haustið 1999 án nokkurra undirtekta. Þetta er fullu ári áður en kjarasamningurinn rann út. Og til að gera málið enn flóknara var á sama tíma að hellast yfir framhaldsskólana mikil vinna vegna nýrrar aðal- námskrár með endurskipulagninu alls faglegs starfs og víðtækum áhrifum á störf kennara. Launin versnuðu því ekki aðeins hvað kaupmátt varðaði heldur jókst vinna og ábyrgð einnig hröðum skrefum. Um jólaleytið 1999 fékkst svolítil úrbót vegna aðal- námskrár en allan þennan tíma eru svör fjármálaráð- herra þau að hann treysti sér ekki til að bregðast við þessum erfiðu aðstæðum með því að taka upp kjara- samninga þrátt fyrir að skynsemin hafi boðið að taka skref í átt að launaleiðréttingu í framhaldsskólum einmitt til að forðast það ástand sem því miður skap- aðist sfðastliðið haust." Skemmdarverk unnin Sumarið 2000 var heldur ekki nýtt til að ná samning- um og enginn vilji merkjanlegur af hálfu ríkisins til að taka á launamálum framhaldsskólanna sem þetta sumar og haust eiga óvenju erfitt varðandi kennara- ráðningar. Að mínu mati einkenndist afstaða fulltrúa ríkisins og viðbrögð allan tímann af mjög óheppilegri blöndu, annars vegar af stefnuleysi og hins vegar af mikilli hörku og óbilgirni gagnvart kennurum sem urðu fyrir hreinu aðkasti af hálfu vinnuveitenda sinna á opinberum vettvangi. Mikil og oft ruglingsleg póli- tísk afskipti af þessari deilu hjálpuðu heldur ekki til þó afskiptaleysið og aðgerðaleysið hafi verið lang- verst. Það er þannig ekki fyrr en á jólaföstu að raun- verulegar samningaviðræður hefjast við samninga- nefnd ríkisins sem fram að þeim tíma virtist ekkert Fólk í stéttinni skammaðist sín þegar það sagði fró því hvernig starfið var metið til launa enda var þetta þjóðarskömm. Sú leiðrétting launa- kjara sem samið var um bæði í kjarasamningum framhaidsskólans og grunnskólans var lífs- nauðsynleg og skiptir móli fyrir miklu fleiri en kennara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.