Vera


Vera - 01.02.2001, Qupperneq 19

Vera - 01.02.2001, Qupperneq 19
setningu sem tekur bæði tii faglegra og kjaralegra þátta. Það er kannski þversögn að þrátt fyrir mjög slæm vinnubrögð, árangursleysi og nánast fram- kvæmdabann í margar vikur, þá höfðu samningsaðilar getað þokað áfram vinnu við flest sem máli skipti varðandi nýtt launakerfi og endurskoðun á samnings- textanum þannig að þegar fulltrúar ríkisins fengu loks grænt Ijós frá sínum yfirboðurum var tekið til ó- spilltra málanna og út úr þeirri vinnu kemur samning- ur sem er furðu heilsteypt verk miðað við þær óskap- lega slæmu aðstæður sem höfðu ríkt lengst af. Vond vinnubrögð Það sem skýrir þessi vinnubrögð er bara hefð vondra vinnubragða í kjarasamningagerð. Það að hafa borð fyrir báru og skipuleggja kjarasamningagerð þannig að menn ákveði fyrirfram með faglegum og efnisleg- um rökum til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að mæta þörfum og kröfum starfsmanna og stjórnenda framhaldsskólanna á sér einfaldlega enga hefð í samningagerð. Við erum langt á eftir nágrannalönd- um okkar í vinnubrögðum við kjarasamningagerð. Þannig bar til dæmis vinna okkar í heilt ár fyrir kjara- samninga við að skýra sjónarmið okkar, lýsa efnisleg- um forsendum, stinga upp á markmiðum og aðferð- um til að vinna okkur út úr vandanum, engan árangur eins og fyrr segir þar sem enga stefnu var að finna rfk- ismegin um málefnið: Komandi kjarasamningar fram- haldsskólans. Það var mikið hlegið þegar það kom f Ijós í miðri þessari kjaradeilu að ég átti verulegan þátt í að haldið var samningatækninámskeið fyrir Kennarasambandið f haust f samráði við bandarískan prófessor sem heitir Neil Katz og það var sú aðferða- fræði sem mest var haldið á lofti í kjarasamningum grunnskólans. Hugmyndafræðin að baki grunnskóla- samningagerðinni fjallar einfaldlega um góð og gild nútímavinnubrögð við kjarasamningagerð. Það að setja markmið og útkljá fyrst þau mál sem menn eru sammála um og geyma sér erfiðari málin til síðari tíma en fyrst og fremst að vinna alltaf eftir skipulögð- um markmiðum sem samningsaðilar eru orðnir sam- mála um að vinna eftir. Það er fjarstæðukennt að ímynda sér að nokkuð líkt þessum kjarasamningi sem við höfum nú í höndunum hefði verið lótið af hendi ón baráttu. En það er umhugsunarefni að ríkisvaldið, bæði fjármálaráðherra og okkar fagráðherra, fengust ekki til stefnumarkandi ákvarðana um kjör i framhaldsskólanum fyrr en eftir margra vikna verkfall. Kennarar geta borið höfuðið hátt Af því að kennarahópurinn var trúr sjálfum sér og sín- um málstað og lét ekki teyma sig út í að svara dylgj- um og hálfgerðum fúkyrðum í sömu mynt er það mín skoðun að hópurinn standi sterkur eftir þessi átök. Kennarar eru almennt á því að þetta hafi verið erfiðis- ins virði og að veruleg hækkun grunnlauna sé mikil- vægt skref í átt til góðra launa þó vissulega skipti miklu að framhaldsskólarnir geti í framhaldinu brugð- ist við launaþróun og aðstæðum á vinnumarkaði með því að bjóða starfsmönnum samkeppnisfær laun. Það er fjarstæðukennt að ímynda sér að nokkuð líkt þess- um kjarasamningi sem við höfum nú í höndunum hefði verið látið af hendi án baráttu. En það er um- hugsunarefni að ríkisvaldið, bæði fjármálaráðherra og okkar fagráðherra, fengust ekki til stefnumarkandi ákvarðana um kjör í framhaldsskólanum fyrr en eftir margra vikna verkfall. Koma vel undan verkfalli í mörgum framhaldsskólum hafa nemendur sem bet- ur fer skilað sér vel til náms. Stemningin á kennara- stofunum virðist léttari en eftir fyrri verkföll og menn ákveðnir í að klára skólaárið sómasamlega. Áhrif af svona verkfalli á nám og hagi nemenda er mikið um- hugsunarefni - en það þarf að vera það fyrir fleiri en bara kennara. Ábyrgð samfélagsins á því að hagur skólanna og öll starfsemi þeirra rísi undir skyldum við nemendur og framtíðina er mikil og rétt að hafa í huga að nemendur á fyrstu tveimur árum framhalds- skóla eru ekki lögráða og því ábyrgð foreldra á þeim mikil í eðlilegu samstarfi við skólana. Rétt er að bíða með mat á áhrifum á nám nemenda þar til í lok þessa skólaárs eða jafnvel til haustsins þegar eðlilegt yfir- bragð verður komið á alla starfsemi. o 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.