Vera - 01.02.2001, Side 21
Nemendur kennarans verða aldrei börnin hans
Guðrún Ebba hóf störf við Ölduselsskóla haustið
1982. „Það hafði mikil áhrif á mig því það var eins og
framhaldsnám eftir Kennaraháskólann. Þar varÁslaug
Friðriksdótttir skólastjóri og hún var mjög ströng við
byrjendur í kennslu, agaði þá svolítið til. Hún hafði
mikil áhrif á mig þó ég hafi ekki alitaf verið sátt við
hana. Eftir fyrsta árið kallaði hún mig til sín og sagði
að ég tæki starfið ekki nægilega alvarlega og brýndi
fyrir mér að þetta væri alvöru starf. Hún hefur sjálf-
sagt metið það þannig að ég gæti tekið gagnrýninni
og þótt mér brygði lærði ég mikið af henni og þykir
mjög vænt um Áslaugu. En ég vil ekki vera of lengi á
sama stað. Mér finnst alveg nauðsynlegt að skipta
um skóla þó maður starfi að kennslu alla ævi. Vorið
1988 hóf ég því störf við Laugalækjarskóla. Þar var
Þráinn Guðmundsson skólastjóri og var ekki eins
strangur við okkur kennara og Áslaug. Þar kenndi ég
þrettán, fjórtán og fimmtán ára gömlum krökkum og í
þeim hópi voru margir skemmtilegir krakkar. Þarna
held ég þó að ég hafi gengið of langt í starfi mínu
þegar ég var umsjónarkennari eins af erfiðustu bekkj-
unum. Þá var ég orðin formaður Kennarafélags
Reykjavíkur og sinnti því í hálfu starfi svo að ég
kenndi ekki einn dag í viku. Þegar ég kom svo aftur til
kennslu daginn eftir beið kennarastofan eftir mér
með fréttir af hegðan nemendanna. Sumir nemend-
anna áttu í margvíslegum erfiðleikum og það var átak
að vera umsjónarkennari þessa bekkjar sem gekk
mjög nærri mér. Ég skynjaði raunverulega ekki mörkin
milli þess að krakkarnir voru nemendur mínir, ekki
börnin mfn. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir
kennara að gera sér grein fyrir þvf til hvers hann er
ráðinn og hvert hlutverk hans er og að það eru tak-
mörk fyrir því sem hann tekur að sér að leysa."
Sækist eftir leiðtogahlutverkinu
Guðrún Ebba hóf afskipti af félagsmálum kennara
stuttu eftir að hún hóf störf í Ölduselsskóla. „Ég sæk-
ist eftir því að taka að mér leiðtogahlutverk sem sum-
um finnst mjög undarlegt eða skrýtið. Ég vil gjarnan
bera ábyrgð og taka þátt í því að breyta hlutunum.
Mér finnst spennandi að taka þátt í félagsmálum
kennara og stundum finnst mér í starfi mínu fyrir fé-
iagið eins og það sé stóri, erfiði umsjónarbekkurinn
minn. Mig langar til að halda utan um það og sinna
þvf vel."
í Ölduselsskóla var hún trúnaðarmaður og átti
sæti í kennararáði bæði í Ölduselsskóla og í Lauga-
lækjarskóla. Guðrún Ebba fer ekki hefðbundnar leiðir
til að ná markmiðum sínum. „Ég er svolftið nýjunga-
gjörn og til f að taka áhættu. Mér leiðast hefðir og
stöðnun."
Árið 1991 var Guðrún Ebba kosin formaður Kenn-
arafélags Reykjavíkur. Sama ár bauð hún sig fram til
stjórnar Kennarasambands íslands gegn lista upp-
stillingarnefndar en án árangurs. Með sömu aðferð
var hún kosin varaformaður Kennarasambandsins
árið 1994.
Mikil vinna fyrir Kennarasambandið
„Það má eiginlega segja að stanslaust frá árinu 1994
til dagsins í dag hafi verið mjög stór mál í gangi í
Kennarasambandinu:
1995 - Stóð verkfall í fimm vikur. Verkföll eru alltaf
erfið og það tók sinn tíma að vinna það upp.
1995 - Ný grunnskólalög sett sem fela í sér ein-
setningu skóla og flutning grunnskóla frá ríki til sveit-
arfélaga. í kjölfar þessara laga hófst mikil undirbún-
ingsvinna hjá kennarafélögunum.
1996 - Grunnskólinn fluttur frá ríki til sveitarfé-
laga. Það var mikil breyting, sérstaklega vegna þess
að Kennarasambandið var á móti þessu fyrst. Ég held
að einfaldast sé að segja að við treystum sveitarfélög-
unum ekki til að taka við okkur. Þetta voru mörg og
fámenn sveitarfélög og við töldum grunnskólann ekki
í góðum höndum hjá þeim. í dag er ég á annarri
skoðun enda gerir þessi flutningur það að verkum að
grunnskólinn er kjarninn í sveitarfélögunum.
1997 - Hefjast fyrstu samningaviðræður við sveit-
arfélögin og gerður er samningur sem er langt frá
væntingum beggja samningsaðila.
1999 - Aðalnámskrá sett sem við í kennarafélög-
unum áttum stóran þátt í. Síðan skoðuðum við nýju
aðalnámskrána með tilliti til kjarasamningsins. Hún
segir of nákvæmlega fyrir um starfsemi skólanna og
alveg ljóst að þegar hún verður tekin til endurskoðun-
ar þá verður hún ekki eins nákvæm enda er það í and-
stöðu við þá hugmynd að dreifstýra skólakerfinu en
að þeirri hugmynd hafa bæði kennarar og sveitarfé-
lögin unnið frá árinu 1997.
2000 - Nýtt Kennarasamband íslands og Félag
grunnskólakennara hefja starfsemi sína. Ég tók mik-
inn þátt í undirbúningi að sameiningu kennarafélag-
anna en var í upphafi ekki viss um hvort og þá hvaða
hlutverki ég vildi gegna í nýjum samtökum. Það var
hins vegar mikil freisting og ögrun að fá að taka þátt í
mótun nýs félags sem rúmaði alla grunnskólakennara
í landinu með það að markmiði að hefja starf þeirra
til vegs og virðingar á ný."
Bjartsýn á breytingar
Það ríkti mikil bjartsýni í upphafi samningsviðræðna
1997. Þá ætluðu allir, við og sveitarfélögin, að láta allt
gerast, breyta skólanum, breyta vinnutíma kennara.
Við lögðum af stað með góðum ásetningi, fórum í
fræga kynnisferð til Norðurlandanna í ársbyrjun og
skoðuðum þau kerfi sem löndin f kringum okkur
styðjast við. Róttækasta breytingin sem við sáum þá
var í Svíþjóð þar sem meira vald var flutt til skólanna.
Við ræddum raunsætt hvað við gætum gert til að hækka kaupið án þess að fara í verkfall. Meðal þess sem
var ákveðið var að við reyndum að tjá okkur á jákvæðum nótum. Þegar fjölmiðlar spurðu til hins ýtrasta:
Verður verkfall? svaraði ég því neitandi og sagði að við myndum reyna aðrar og vænlegri leiðir.